Morgunblaðið - 18.05.2017, Page 13
teymi sem sigraði í Sargate, árlegri
sýningarkeppni áhugamanna á salsa-
ráðstefnu í Berlín í lok síðasta árs.
Og nú stendur mikið til: Fjög-
urra daga alþjóðleg salsadanshátíð á
Íslandi, Midnight Sun Salsa, dagana
25.-28. maí. Skipuleggjandi og sú
sem hefur alla þræði í höndum sér er
engin önnur en Edda nokkur Blön-
dal. „Ég fékk hugmyndina eftir
óvenjulega langan og góðan nætur-
svefn dag einn í febrúar fyrir rúmu
ári og hóf strax að gera bindandi ráð-
stafanir áður en mér yxi tiltækið í
augum og hætti við allt saman,“ seg-
ir Edda og viðurkennir að spennan
sé að ná hámarki, en tilhlökkunin sé
að sama skapi mikil.
„Öllu verður tjaldað til og allir
velkomnir. Í boði eru kennslustundir
með sjö erlendum gestakennurum,
haldin verða dansiböll á tveimur
stöðum, Iðnó og Hilton Reykjavík
Nordica, þar sem þrír erlendir skífu-
þeytarar leika fyrir dansi. Hápunkt-
ur hátíðahaldanna er Norðurlanda-
mótið í salsa og bachata laugardags-
kvöldið 27. maí, en í keppnina eru
skráð 5 erlend pör og 4 íslensk,“ upp-
lýsir Edda og fullyrðir að hátíðin sé
sú fyrsta sinnar tegundar sem haldin
er hér á landi.
Eitt stórt excel-skjal
Þegar Edda hóf að kynna salsa
fyrir landanum segir hún að margir
hafi ekki haft hugmynd um hvað hún
var að tala um. „Ég þurfti að útskýra
fyrir býsna mörgum að salsa væri
spunadans en ekki salsasósa með
mexíkóskum mat,“ segir hún og er
ekkert að grínast. Rétt fyrir hrun
var fólk þó farið að taka svolítið við
sér. „Tvennt gerðist í hruninu,“ segir
Edda. „Annars vegar hafði fólk
minna milli handanna og því fækkaði
þátttakendum á námskeiðum hjá
okkur til að byrja með. Hins vegar
sáum við líka breytta forgangsröðun,
fólk fór að hugsa meira um hvað gæfi
lífinu gildi og vildi frekar rækta sjálft
sig með því að fara út að dansa, hitta
aðra og hafa gaman af því einfalda;
skemmtun og dansi víðsfjarri þessari
næturklúbbastemningu sem ein-
kennir skemmtanalíf á Íslandi.“
Hjá Salsa Iceland-dansskól-
anum er kennt fimm sinnum í viku
og skipta sextán kennarar með sér
verkum. Að jafnaði kennir Edda einu
sinni til tvisvar í viku, en kveðst
gjarnan vilja kenna meira. „Utan-
umhaldið er slíkt að ég neyðist til að
eyða fleiri tímum við tölvuna en á
dansgólfinu. Stundum finnst mér ég
vera orðin eins og eitt stórt excel-
skjal, sérstaklega þessa síðustu daga
fyrir salsadanshátíðina.“
Þar sem Edda er ofurseld salsa,
svo vitnað sé í hennar eigin orð, er
ekki úr vegi að spyrja hvort hún hafi
innleitt dansinn á heimili sitt? „Með
óbeinum hætti. Það ómar oft tónlist á
heimilinu og börnin sjá okkur for-
eldrana gjarnan fá okkur snúning í
stofunni. Í byrjun okkar tilhugalífs
áttaði ég mig á að ég mætti ekki vera
of ágeng við að ýta Páli út í salsa, svo
ég beitti nokkrum lævíslegum brögð-
um. Mér tókst svo vel upp að hann
fór að kenna hjá Salsa Iceland og
gerir enn,“ segir Edda.
Keppni Sýningarteymin hafa tekið þátt í hátíðum og keppt í útlöndum. Karate Edda í karate 1998 og á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 2004. Salsa Edda í salsastuði á sviði.
Nánari upplýsingar:
midnightsunsalsaiceland.com
og salsaiceland.com.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Edda segir að oft sé talað um salsa
sem 6. samkvæmisdansinn þegar
pör dansa. „Annar stýrir og hinn
fylgir eftir, en þó ekki eftir fyr-
irfram ákveðnum dansrútínum
eins og t.d. í keppni í samkvæm-
isdönsum. Þeir sem vilja læra
salsa byrja á ákveðnum grunn-
sporum. Síðan þurfa herrarnir að
gefa dömunum bendingar með
höndum og líkama. Dömurnar læra
að lesa í bendingarnar sem beiðni
um snúning til hægri eða vinstri.
Með þessum hætti læra pörin al-
þjóðlegt danstungumál sem er
gjaldmiðill inn í salsasamfélagið
og hver og einn getur dansað við
hvern sem er hvenær sem er.
Keppni í salsa á bara heima á sviði,
en annars er salsa að vissu leyti
götudans, nokkurs konar spuna-
dans. Engin formleg námsleið er í
boði og margir af frambærilegustu
salsadönsurum heims eru al-
gjörlega sjálflærðir eða hafa grunn
úr öðrum dönsum.“
Salsa er spunadans
SJÖTTI SAMKVÆMISDANSINN
Plakat Midnight Sun Salsa.
SJÓNMÆLINGAR
Tímapantanir:
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811