Morgunblaðið - 18.05.2017, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Ferðavagn
fyrir útivistina!
Notalegt svefnpláss fyrir tvo með góðu geymslurými.
Vel útbúin eldunaraðstaða með kæli, gaseldavél, vaski, 60 lítra
vatnstanki og sturtu. Hægt að bæta við aukahlutum, eins og þakgrind,
olíumiðstöð, aukatjaldi með gistirými fyrir tvo í viðbót o.m.fl.
SPENNANDI EHF
MÖRKIN 6
108 REYKJAVÍK
s: 893-7911
skuli@spenn.is
Kynningarverð!
Sýnum Caretta á Amazing Home Show!
- endilega kíkið við!
ATH! Utanvegaakstur er ólöglegur samkvæmt lögum.
Fyrirtækið GE Appliances hefur til-
kynnt um nýjan samning sem það
gerði við stórveldið Google.
Samningurinn gerir það að verk-
um að þeir viðskiptavinir sem
kaupa heimilistæki hjá GE Applian-
ces geta tengst kerfi á vegum
Google sem gerir þeim kleift að
raddstýra tækjum heimilisins, s.s.
þvottavélum og ísskápum.
Samningurinn felur það í sér að
kerfið, sem hlotið hefur nafnið „Ge-
neva“, tengist raddstýringakerfi
Google. Þannig geta notendur ein-
faldlega sagt „Google, viltu biðja
Geneva Home að stilla tímaklukk-
una á ofninum á 10 mínútur.“
Tilkynningin um samninginn
kemur tæpu ári eftir að GE Appli-
ances upplýsti um svipaðan samn-
ing sem fyrirtækið gerði við risa-
fyrirtækið Amazon, um samstarf
við svokallaða „Alexa-hátalara“
Sömuleiðis kemur tilkynningin í
kjölfar þess að Google var talið
ætla að upplýsa um frekara sam-
starf við fyrirtæki sem sérhæfa sig í
gervigreind, á árlegri frumkvöðla-
ráðstefnu sinni í Kaliforníu í
Bandaríkjunum.
Raddstýrð
heimili
framtíðin
Tækni Talandi heimilistæki.
Chelsea Manning, bandaríski upp-
ljóstrarinn, sem árið 2010 var
dæmd fyrir að leka mörg þúsund
gögnum í eigu bandaríska ríkisins,
var sleppt úr fangelsi í gær. Barack
Obama stytti dóminn yfir Manning
áður en hann lét af embætti Banda-
ríkjaforseta í janúar sl.
„Eftir að hafa beðið í fjóra mán-
uði er dagurinn loksins runninn
upp. Ég er gríðarlega þakklát fyrir
þann stuðning sem mér hefur verið
veittur undanfarin ár,“ sagði Mann-
ing í yfirlýsingu eftir að hún var
látin laus úr fangelsi í Leavenworth
í Kansas í gær.
Þar var henni verið haldið undir
hámarks öryggisgæslu undanfarin
sjö ár en hún var dæmd til 35 ára
fangelsisvistar.
Manning birti mynd á Twitter af
strigaskóm sínum og sagðist hafa
tekið fyrstu skrefin í átt til frelsis.
Manning var handtekin í júlí
2010 vegna gruns um að hún hefði
komið yfir 700 þúsund bandarísk-
um leyniskjölum til uppljóstr-
unarvefjarins Wikileaks. Meðal
skjalanna voru skýrslur sem starfs-
menn bandarískra sendiráða víða
um heim sendu til bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins. Skýrslur úr
bandaríska sendiráðinu í Reykjavík
voru meðal gagnanna sem Wiki-
leaks birti.
Manning átti við kynátt-
unarvanda að stríða og hét áður
Bradley Manning. Hún hóf kynleið-
réttingarferli í fangelsinu í Kansas.
Píratar boðuðu í gærkvöldi til
fagnaðar í Reykjavík í tilefni af því
að Manning var látin laus.
Chelsea Manning látin laus
AFP
Manning Fjölmiðlamenn biðu í röðum fyrir utan fangelsið í Leavenworth.
Sat í fangelsi fyrir umfangsmikinn gagnaleka
Nicola Sturgeon,
forsætisráðherra
Skotlands og leið-
togi Skoska þjóð-
arflokksins, segir
að verði Skotland
einhvern tíma
sjálfstætt vilji
hún að landið
gangi í Evrópu-
sambandið en
ekki taka upp evruna. Mögulega
þyrftu Skotar þó að gerast aðili að
Fríverslunarsamtökum Evrópu,
EFTA í millitíðinni.
Í EFTA eru nú Noregur, Ísland,
Sviss og Liechtenstein.
Sturgeon vill að fram fari ný þjóð-
aratkvæðagreiðsla um sjálfstæði
Skotlands í ljósi þess að Bretar hafi
hafnað beiðni Skota um sérstaka
undanþágu varðandi aðild Skotlands
að innri markaði Evrópusambands-
ins eftir að Bretar ganga úr sam-
bandinu. aronthordur@mbl.is
EFTA mögu-
legur milli-
leikur Skota
Nicola Sturgeon