Morgunblaðið - 18.05.2017, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Dagblöð ogaðrir fjöl-miðlar
hrærast í „núinu.“
Líðandi stund er
þeirra tími. Og því
næst nýliðin stund.
Þeir segja frá atburðum sem
sæta mismiklum tíðindum svo
fljótt sem verða má. Stundum
skyggnast þeir til framtíðar í
gegnum mismikla hulu. Fjöl-
miðlar byggja á heimildum og
þeim fækkar með hverjum
ókomnum klukkutíma.
Brúarbygging sem er hafin og
lýtur þekktum lögmálum á
sennilegan vígslutíma. Honum
má slá föstum í frétt.
Með kurteislegum fyrirvörum
má segja að Karl Bretaprins
verði orðinn kóngur innan 10 ára
og sonur hans á næstu tveimur
áratugum á eftir. Slíkar stað-
hæfingar eru innan marka þótt
þessi fjölskylda sé ólíkindatól.
Filippus prins tilkynnti nýverið
að hann myndi draga úr opinber-
um verkum í haust enda verður
hann 96 ára 10. júní. Fjölskyldan
hefur sín viðhorf gagnvart eftir-
launaaldri. Valdamenn veraldar
tala um að hækka eftirlauna-
aldur í 70 ár, en þá vantar 26 ár
upp á þá viðmiðun sem Filippus
notar. Karl stefnir á að byrja á
áttræðisaldri.
Morgunblaðið fylgir megin-
reglunni um nýliðinn tíma. Þó
mátti lesa út úr skrifum þess að
það teldi litlar líkur á að Donald
Trump næði að verða forseti
Bandaríkjanna. Aðrar „spár“
blaðsins hafa staðist skár. Nú
hefur Trump verið forseti í rétt
tæpa 4 mánuði. Sumir fjölmiðlar
vestra, eins og Washington Post,
New York Times, CNN, NBC og
ABC, sem allir stóðu þétt með
Hillary Clinton í baráttunni og
leyndu því lítt, hafa haldið kosn-
ingabaráttunni áfram síðan.
Þeim gengur hægt að fara niður
í hlutlausari gír.
Það er hefðbundið í Banda-
ríkjunum að þessir fjölmiðlar
standi vel með demókrötum en
dragi, sóma síns vegna, nokkuð
úr að kosningum loknum. Meg-
inlínurnar eru þó ætíð þær að
þessir fjölmiðlar standa með for-
setum og kjörnum fulltrúum
demókrata en sýna slíkum
fulltrúum repúblikana eðlilegt
aðhald. En eins og að framan
sagði hefur gengið hægar nú að
komast niður á eðlilegt aðhalds-
stig gagnvart Trump.
Átta árin sem Obama var í
Hvíta húsinu minnti samband
þessara fjölmiðla við hann á það
sem er á milli klerks og kirkju-
kórs. Tvær ólíkar stofnanir hvor
með sinn stjórnanda, en allir
halda sama takti. Bómull var
brúkuð á Obama en byssustingir
á Trump. En Trump er enginn
hvítskúraður engill í þessari
þrenningu. Hann gengur ekki
inn í rulluna sem hefðin er sögð
hafa skrifað utan
um forseta. Rök
hans eru þau að
millilendi boðskap-
urinn hjá fram-
angreindum fjöl-
miðlum á leiðinni til
landa hans komi hann stór-
brenglaður á áfangastað. Trump
er því sín eigin fréttastofa. Hann
„kemur út“ allan sólarhringinn.
Og þar sem hann er sjálfur rit-
stjórinn, útsendingarstjóri og
prófarkalesari, getur útkoman
orðið óvænt.
Sjálfsagt græðir Trump oftast
á að láta eins og „gervifjölmiðl-
arnir,“ séu ekki til. En óná-
kvæmar og vanhugsaðar fullyrð-
ingar hafa gert honum bölvun
þótt þær séu aðeins fáeinar línur
í hvert sinn. Snupraðir ofurfjöl-
miðlar snúa auðvitað út úr
hverju orði. En við því mátti
hann búast. Og stundum þarf
texti forsetans ekki aðstoð frá
andstæðingunum.
En fínu fjölmiðlunum skjöpl-
ast líka í ákafa sínum og heift.
Nú síðast var fullyrt að forsetinn
hefði brotið reglur um ríkis-
leyndarmál í samtali við utanrík-
isráðherra Rússlands. Á því var
hamast. Vandinn er sá að sam-
kvæmt lögum á forsetinn sein-
asta orðið um það, frá hverju
megi segja, hvenær og við
hvern. Fjölmiðlarnir sem birtu
lekana hafa ekki þá heimild. En
þess utan hafa þeir upp á síð-
kastið fallið í eigin gryfjur vegna
fljótfærni og vafasamra heim-
ilda.
Slegið var upp á forsíðum
„stórblaða“ að aðstoðardóms-
málaráðherrann hefði hótað að
segja af sér. Sá segir það hrein-
an skáldskap. Fullyrt var og
kallað stórhneyksli að fáeinum
dögum fyrir brottrekstur
Comeys, forstjóra FBI, hefði
hann óskað eftir auknum fjár-
veitingum til að rannsaka
„Rússaþátt“. Gefið var í skyn að
það væri brottrekstursástæðan.
Settur forstjóri FBI sem talinn
er trúnaðarmaður demókrata
segir þetta staðlausa stafi. Í
bandarískum refsimálum gildir
sú almenna regla að fréttir fjöl-
miðla teljast ekki til sönn-
unargagna. Það er ekki að
ástæðulausu. Margt gott má um
framangreinda fjölmiðla segja.
En taumlaust hatur og fyrirlitn-
ing á núverandi forseta skaðar
trúverðugleika þeirra. Það blas-
ir við öllum nema innvígðum að
þeir geta ekki fyrirgefið að
Trump var kosinn, en ekki skjól-
stæðingur þeirra.
Sú glannalega áhætta skal
tekin að spá því hér að Donald
Trump sé ekki á förum úr Hvíta
húsinu vegna þeirra mála sem
þegar hafa komið fram, hvað
sem síðar verður. Trump verður
þá að binda vonir við að spásagn-
argáfa ritstjórnar hafi skánað
frá aðdraganda forsetakosninga.
Heift ræður of miklu
hjá þeim fjölmiðlum
sem fylgdu Hillary
í kosningunum}
Trump forseti og frétta-
stofa siglir krappan byr
E
kki láta mótlætið sigra – haltu
áfram því það er aldrei að vita í
hverju þú blómstrar. Tvær aug-
lýsingar með svipaðan boðskap
hafa nýverið birst í sjónvarpinu,
önnur frá Lottó og hin frá Icelandair, og boð-
skapur þeirra beggja á mikið erindi til okkar í
samfélagi einsleitrar íþróttaiðkunar. Það er
sorglegt til þess að hugsa að það þurfi að minna á
það að það eru allskonar íþróttir í boði, ekki bara
útvaldar boltaíþróttir, og að kyn á ekki að skipta
máli þegar það kemur að íþróttaiðkun.
Innan knattspyrnunnar mæta kvenkyns iðk-
endur mótlæti og innan íþróttahreyfingarinnar
er mismunun eftir íþróttagreinum. Út um allt
land eru reistar rándýrar heilagar fótboltahallir
sem öðrum íþróttagreinum er ekki velkomið að
nýta sér og þegar iðkendur þeirra fara fram á
bætta aðstöðu er að þeim hlegið í reykfylltum bakher-
bergjum. Það þykir lítið mál að setja fjármuni í fótboltann
en svo virðist sem séð sé eftir hverri krónu sem fer í aðrar
íþróttagreinar.
Það var skammarleg frétt sem birtist í vikunni um að-
stöðuleysi frjálsíþróttafólks á Akureyri. Það fær ekki að
nota aðstöðu á Þórsvellinum þrátt fyrir að hann sé þeirra
æfingasvæði, búningsklefarnir og félagsaðstaðan er bann-
svæði og því nýtti frjálsíþróttafólkið áhaldageymsluna til að
hlýja sér í á æfingum. En nú er búið að reka það úr geymsl-
unni því fótboltaelítan hjá Þór vill ekki sjá að aðstaðan sé
nýtt til annars en fótbolta, samkvæmt fréttum. Sveit-
arfélögin eiga að skaffa íþróttastarfi aðstöðu og
það er m.a þeirra að grípa inn í svona mál og
tryggja fjölbreytnina. Ísland hefur lengi átt
góða frjálsíþróttamenn en þeir bæta sig ekki
eða fjölgar á meðan þeim er úthýst.
Fyrr í vor bárust fréttir af því að stjórn Vík-
ings vildi losna við tennisvelli úr Fossvoginum
og nota svæðið til knattspyrnuæfinga. Það er
samt rekin tennisdeild innan Víkings og ætti því
að vera kappsmál stjórnarinnar að hafa smá
svæði fyrir tennisiðkendur. Stjórnin bar því við
að borgin hefði ekki áhuga á að setja pening í að
viðhalda tennisvöllunum en á íbúum í Fossvogi
mátti skilja að ekkert hefði verið sóst eftir því og
það hefði verið markmið stjórnarinnar að láta
vellina drabbast niður til að hafa ástæðu til að fá
þá fjarlægða fyrir fótboltann.
Þegar það er gagnrýnt hversu illa öðrum
íþróttum en útvöldum boltagreinum er sinnt hjá íþrótta-
félögunum eða í fjölmiðlum er því oft borið við að það hafi
enginn áhuga á öðru eða að það séu ekki nógu margir iðk-
endur til að halda öðrum íþróttagreinum uppi. Auðvitað er
fótboltinn vinsælastur þegar allir kraftar og fjármunir fara í
hann. Hvernig væri að setja samsvarandi fjármuni og at-
hygli í aðrar íþróttagreinar og sjá hvar þær verða staddar
eftir nokkur ár? Þá munum við kannski eiga fleiri afreks-
menn í frjálsum, júdói, tennis, sundi eða dansi og þau börn
sem æfa annað en fótbolta yrðu ekki dæmd til að hírast í
áhaldaskúrum eða jafnvel dæmd til að æfa ekki neitt því það
sem þau hafa áhuga á er ekki í boði. ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Mismunun og mótlæti
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Breytingar á vistkerfumnorðurslóða kalla á meiriog samræmdari vöktun áöllum hafsvæðum í
kringum norðurheimskautið, að
mati Guðmundar Guðmundssonar,
forstöðumanns hjá Náttúru-
fræðistofnun Íslands. Fram kemur
í skýrslu vinnuhóps norðurskauts-
ráðsins um líffræðilega fjölbreytni
(CAFF) að vistkerfi norðurslóða
eru að breytast og framundan geta
verið mikil umskipti.
Breytingar á fæðuvali, tap á
búsvæðum á ís og breytt ísalög,
fjölgun smitsjúkdóma og yfirvof-
andi aðflutningur suðrænna teg-
unda hefur áhrif á sjávardýr á
norðlægum slóðum. Í skýrslunni
kemur fram að vegna fæðuskorts í
hlýnandi sjó hafi margar norð-
lægar tegundir þurft að leita enn
norðar í kaldari sjó. Nefnt er sem
dæmi að hvítabirnir og sumar teg-
undir sela þurfi að ferðast lengri
vegalengdir til að afla sér fæðu og
hafi stofnar látið á sjá. Sömuleiðis
margir sjófuglastofnar.
Nefnt er að erfitt geti verið að
spá fyrir um afleiðingar þess fyrir
vistkerfi norðurslóða þegar fjöldi
suðrænna tegunda leitar norður á
bóginn. Þær geti útrýmt þeim teg-
undum sem fyrir eru eða óhentug
fæða fyrir hánorrænar tegundir.
Sagt er að breytingar eigi sér
nú stað á vistkerfunum. Margar
þeirra séu hægfara en einnig megi
búast við miklum og skyndilegum
breytingum sem hafi áhrif á vist-
kerfin. Mikilvægt sé að sporna sem
fyrst gegn þeim. Vernda þurfi líf-
fræðilega fjölbreytni og koma í veg
fyrir að ágengar framandi tegundir
nái fótfestu.
Vantar betri vöktun
Náttúrufræðistofnun Íslands á
aðild að þessari vinnu og tóku ís-
lenskir vísindamenn þátt í henni.
Guðmundur Guðmundsson var í
stýrihóp CAFF.
Hann segir að hvatinn að gerð
skýrslunnar hafi verið að fá yfirlit
um hvers konar athuganir og vökt-
un væri gerð á lífríkinu í sjónum í
kringum norðurskautið. „Kom í
ljós að það er afar misjafnt. Sums
staðar er ekkert verið að gera, eins
og norður af Síberíu, en Norðmenn
og Rússar eru með öfluga vöktun í
Barentshafi. Íslendingar hafa stað-
ið sig ágætlega með fiskistofna-
mælingar og hafa birt skýrslur um
breytingar á útbreiðslu fiski-
stofna,“ segir Guðmundur.
Hann segir mikilvægt að fylgj-
ast kerfisbundið og á samræmdan
hátt með lífríkinu í sjónum. „Ef vel
á að vera þarf að vera sérstök fjár-
veiting í þetta, hvort sem ríkin
gera það sameiginlega eða hvert
fyrir sig. Það er mín skoðun að
gera þurfi athuganir ár eftir ár og
að lítið þýði að horfa til skemmri
tíma en tíu ára og endurmeta þá
stöðuna,“ segir Guðmundur.
Góð búmennska
Ísland er í útjaðri þess svæðis
sem rætt er um sem norðurslóðir
og fer ekki varhluta af breyting-
unum. Mjög kaldur sjór er fyrir
norðan land og svalur sjór með
Austurlandi og austurhluta Norð-
urlands. Guðmundur segir að hlý-
sjórinn sé að sækja þarna á. Það
birtist meðal annars í því að skötu-
selur, sem er hlýsjávartegund, er
farinn að veiðast fyrir norðan.
Guðmundur segir einnig gagn-
legt að vita hvað er að gerast á ná-
lægum hafsvæðum. „Það er góð
búmennska að fylgjast með hvað er
að gerast í kringum mann. Allir
góðir bændur gá til veðurs,“ segir
hann.
Auka þarf vöktun
lífríkis norðurslóða
Morgunblaðið/Eva Björk
Krabbi Lífmassinn í hafinu er mismunandi eftir svæðum og einnig fjöl-
breytni tegunda. Það hafa tvö fyrstu ár botndýrarannsóknar leitt í ljós.
Vísindamenn á Hafrann-
sóknastofnun fengu styrk hjá
AVS sjóðnum til að skoða
botndýr sem koma með með-
afla í haustralli á rann-
sóknaskipinu Árna Friðriks-
syni. Fengu þeir sér til
aðstoðar erlenda sérfræðinga
sem vanir eru að greina botn-
dýr.
Verkefnið hefur staðið í tvö
ár og of snemmt að meta hvað
er að gerast á botni hafsins
við Ísland, að sögn Steinunnar
Hilmu Ólafsdóttur, sérfræð-
ings hjá Hafró. Hún segir þó
að komnar séu upplýsingar um
lífmassa í kringum landið og
mismunandi tegundafjölbreyti-
leika eftir svæðum. Styrkur
AVS rennur út eftir árið í ár og
óvissa er því um framhaldið.
Steinunn segir að til þess að
átta sig á breytingum þurfi að
afla slíkra upplýsingar í lengri
tíma, til dæmis 10-12 ár eins
og Norðmenn og Rússar hafi
gert í Barentshafi.
Skoða botn-
dýr í hafinu
VERKEFNI HAFRÓ