Morgunblaðið - 18.05.2017, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn,
er þig hugðir
borið með undursamleikans
eigin þrotlausan brunn þér í brjósti,
vinur?
Við svofelld annarleg orð,
sem einhver rödd lætur falla
á vorn veg – eða að því er virðist
vindurinn blæs gegnum strætin,
dettur oss, svefngöngum vanans, oft
drykklanga stund
dofinn úr stirðnuðum limum.
Og spunahljóð tómleikans lætur í eyrum
vor lægra.
Og leiðindin virðast í úrvinda hug vorum
sefast.
Og eitthvað, er svefnrofum líkist,
á augnlok vor andar,
vér áttum oss snöggvast til hálfs, og
skilningi lostin
hrópar í allsgáðri vitund
vor sál:
Hvar?
(Jóhann Jónsson)
Þín afastelpa,
Elísabet Rut
Haraldsdóttir.
Elsku Torfi.
Lífið verður öðruvísi þegar
rödd þín hefur þagnað á Útvarpi
Sögu og ég hætti að hitta þig á
Fylkisvellinum með Fylkistrefil-
inn, einan eða með Mikka og Jóel
Torfa. Við vorum bæði frum-
byggjar í gamla Árbæjarhverfinu
þar sem frelsið var ótakmarkað.
Margs er að minnast eins og
Kristbjörg Sigurðardóttir sagði á
facebook. Fyrstu minningarnar
eru frá Elliðaánum. Við á skautum
á veturna en að vaða í ánni á sumr-
in, eða byggja fleka og torfhús úti í
tanga. Seinna meir að reykja
njóla, sem stóð stutt yfir hjá mér,
þegar þetta barst inn í skólann
okkar. Spennandi var að njósna
um pörin sem voru að kela undir
trönunum uppi í móa. Strákar
jafnt sem stelpur teikuðu eða
héngu aftan í bílum. Þá vorum við
að stríða Möggu gömlu, Siggu og
Óla sem bjuggu saman þar sem
Þykkvibærinn er í dag því að okk-
ur fannst þau frekar skrýtin.
Bjarnaskógur í sömu götu var
okkar leiksvæði en þar máttum
við ekki vera og var stundum kom-
ið að okkur af eigendum. Staurinn
fyrir utan húsið hjá Óla Geir og
Öddu var vinsæll til ýmissa leikja
svo sem eins og Fallin spýta og
fleira. Gamli litli skólinn okkur var
hentugur í boltaleikinn Yfir.
Seinna var skólinn notaður af
Framfararfélagi Seláss og Árbæj-
ar fyrir stúkufundi undir stjórn
Laufeyjar Guðjónsdóttur og Ax-
els Clausen. Strákarnir í hverfinu
Einar, Númi, Maggi, Dóri, Jói,
Gummi, Þorgeir og fleiri, voru
seinna með skátafundi þar. Þá
vorum við stelpurnar að kíkja á
gluggana frekar öfundsjúkar því
það var engin stelpudeild. Þegar
unglingsárin tóku við þá var
spennandi að vera í rauða strætó-
skýlinu að reykja og kjafta saman.
Eins að hanga í Selássjoppunni og
á Geithálsi, því á þeim tíma voru
engar félagsmiðstöðvar.
Þegar við stelpurnar þurftum
að passa yngri systkini eða börnin
á Vatnsenda komu strákarnir að
heimsækja okkur. Nokkur sumur
tókum við á leigu rútu og fórum
saman í Þórsmörk eða Húnaver
en þá var samband þeirra Huldu
Fríðu byrjað. Eftir það var ekki
mikið samband, allir uppteknir við
að ala upp börn og fleira og þú
kominn á sjóinn á varðskipið Óðin.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kveðja þig á spítalanum,
sem var frekar sárt.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Megi allar góðar vættir bera
þig inn í Sumarlandið.
Aðstandendum votta ég inni-
lega samúð. Missir þeirra er mik-
ill.
Eygló Stefánsdóttir.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Elsku Torfi hefur kvatt okkur
eftir stutt en erfið veikindi.
Þvílík sorg að kveðja þig, þú
sem hefur staðið vaktina og verið
okkur fjölskyldunni svo rosalega
dýrmæddur í svo ótal mörg ár. Við
hefðum ekki getað trúað því að við
ættum ekki eftir að sjá þig aftur
þegar við kvöddum þig síðast á
stofunni fyrir bara nokkrum vik-
um síðan, þá klipptir þú okkur Jó-
hann Egil. Þú varst heimsins besti
rakari og algjörlega magnaður
persónuleiki með svo stóran kar-
akter og ótrúlega góða og
skemmtilega nærveru. Það orð
sem lýsir þér best er einstakur. Þú
varst algjörlega einstök mann-
eskja og vinur litla mannsins,
sanngjarn og með sterka réttlæt-
iskennd. Þú varst með gott og
gjöfult hjarta og hugsaðir vel um
allt og alla. Þú hafðir svo marga
góða kosti og þú áttir gott með að
laða fólk að þér og segja sögur
enda frábær sögumaður og mikill
húmoristi. Við spjölluðum alltaf
um heima og geima, þjóðfélags-
mál, pólitík, trúmál, fjölskyldu-
málin, gamla daga þegar þú varst
á Óðni og margt, margt fleira. Við
áttum margt sameiginlegt og
höfðum að mörgu leyti svipaða
sýn á lífið og tilveruna. Þú spurðir
mig alltaf um pabba og hvernig
honum gengi með Hótel Gríms-
borgir því í gamla daga sást þú um
hárgreiðsluna fyrir ungfrú Ísland-
keppnina fyrir hann í Hollywood
og á Broadway. Þú hafðir líka allt-
af áhuga á að vita hvernig strákn-
um okkar gengi í söngnum því á
tímabili áttum við bæði stráka í
Drengjakórnum. Þú varst líka frá-
bær óperusöngvari og tókst eitt
sinn lagið fyrir okkur á meðan við
sátum í stólnum. Þú varst góður í
öllu sem þú tókst þér fyrir hendur
og elskaðir börnin þín og barna-
börn meira en allt annað og varst
svo rosalega stoltur af þeim.
Elsku Torfi, þú hafðir sterka trú
og miklar skoðanir á trúmálum,
góða ferð yfir í eilífðina, við
sjáumst svo aftur þegar okkar
tími kemur. Guð geymi þig og
varðveiti þína dýrmætu og fallegu
minningu. Við vottum börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
fjölskyldunni allri okkar dýpstu
samúð á þessari miklu sorgar-
stundu. Guð blessi ykkur öll.
Berglind, Svavar, og
Jóhann Egill, Kvistalandi 6.
Í dag kveð ég fagbróður minn
Torfa Geirmundsson hársnyrti.
Torfa kynntist ég snemma í náms-
ferlinu, þá sem starfsmanni Land-
helgisgæslunnar.
Torfi vakti þá þegar athygli fyr-
ir fróðleiksfýsn sína varðandi rak-
arastarfið. Ekki grunaði mig þá
hvað undir lá, en innan tíðar hóf
Torfi nám í rakaraiðn hjá Sigur-
páli mági sínum. Þar eftir lágu
leiðir okkar Torfa saman gegnum
starfið, alfarið á sviði félagsmála
nema-, sveina- og meistarafélaga.
Þar gegndi Torfi oftlega for-
mannsstörfum í þágu allra félag-
anna, og síðar fyrir Samband hár-
greiðslu- og hárskerameistara í
samstarfi við Norðurlanda- og
alheimssambönd.
Af eftirfylgni gekkst Torfi fyrir
hinum ýmsu námskeiðum og
menntun innan starfsgreinarinn-
ar, ásamt því að sækja slíkt víðs-
vegar sjálfur til sér reyndara fag-
fólks. Þekkingunni útdeildi Torfi
síðan af alhug.
Störf Torfa sem fagkennara við
Iðnskólann bera honum glöggt
vitni og öfluðu honum virðingar
þeirra er þar nutu leiðsagnar
hans.
Alls staðar var Torfi virkur á
velli. Í senn ljúfur en fastur fyrir,
snöggur að setja sig inn í málefnin
og félagastörfin, líkt og þau væru
honum í blóð borin. Torfi lét engan
eiga neitt inni hjá sér og var ætíð
reiðubúinn til skoðanaskipta í
anda baráttu og réttlætis.
Ég minnist atviks er upp kom á
undirbúningsfundi fyrir Norður-
landamót starfsgreinarinnar í
Reykjavík.
„Af alkunnu yfirlæti sínu og
þekkingu“ svo í harðbrýnu sló,
vildu fulltrúar tveggja ónefndra
Norðurlandaþjóða ráða því hvern-
ig við útfærðum ákveðinn þátt
keppninnar. Ekki mátti annað
skilja, en við værum íslenskir
reynslulitlir mótshaldarar, vart
taldir til Norðurlandaþjóða, og
mættum ýmislegt læra. En Torfi
var víðar inni í málum en margur
hugði.
Í stuttu máli á hárfínni ensku
hóf Torfi upp raust sína með eftir-
minnilegri kennslustund.
„Ráðgjafarnir“ fengu snarlega
að finna til tevatnsins, hvað Ísland
hefði lagt til Norðurlandasam-
starfs vítt og breitt, hér réðum við
ferð í mótshaldi og engu yrði
breytt! Ekkert hanastél kvaddi
sér nánar hljóðs.
Þvílík Íslandskynning, og af-
greiðsla. Norðurlandamótið í
Reykjavík fór fram af myndar-
skap.
Hársnyrtiiðnaðurinn kveður
ljúfan dreng með virðingu og þökk
fyrir frumkvæði og fórnfýsi.
Aðstandendum er vottuð sam-
úð.
Þorberg Ólafsson.
Torfi rakari er fallinn frá.
Skarð fyrir skildi. Stofa hans við
Hlemm var svo miklu meira en
„bara“ rakarinn á horninu. Stofn-
un. Vissulega var Hárhornið
kjaftaklöpp og blaðamenn sóttust
eftir því að komast í stólinn hjá
frásagnaglöðum Torfa. En Torfi
var örlátur og hafði ríka réttlæt-
iskennd. Til hans leituðu ekki síð-
ur þeir sem eiga undir högg að
sækja. Torfi gat reynst þeim vel;
rukkaði fyrir klippinguna eftir
efnum; boðinn og búinn að veita
lið.
Ekki er ætlunin að teikna af
honum helgimynd. Torfi hefði
húmor fyrir því en kysi sannleik-
ann. Hann var breyskur maður;
ljóðelskur slarkari og kvennamað-
ur. Ég dáðist ætíð að óttaleysi
hans við það hvað öðrum, ein-
hverjum sem enginn veit hver er,
kann að finnast um hitt og þetta.
Torfi átti oft erfitt með að sætta
sig við rétttrúnaðarríkið Ísland.
Furðu sætir hversu margir
ólíkir þættir einkenndu Torfa.
Torfi gat verið afskaplega fastur
fyrir og erfiður þannig. Mikael
sonur hans segir af því í Týnd í
Paradís, hversu harður hann var á
því að ekki mætti gefa fárveikum
barnungum syni sínum blóð. Torfi
var þá í Vottunum, hetja vegna
einarðrar afstöðu sinnar en lenti
fljótlega upp á kant við trúfélagið,
lét seinna til sín taka í Ásatrúar-
félaginu og gerðist síðar sérfróður
um kínverska stjörnuspeki. Torfi
var leitandi og vildi brjóta mál til
mergjar. Þrjóskur en opinn fyrir
nýjum möguleikum.
Margþættur. Ungur fór hann
til sjós á varðskipum og var stolt-
ur af þeim ferli. En, óvænt venti
hann kvæði sínu í kross og gerist
hárgreiðslumeistari. Saltstorkinn
gekk hann inn í glys og glaum há-
tískunnar eins og ekkert væri eðli-
legra. Þar varð hann vel metinn;
kennari og gegndi trúnaðarstörf-
um. Og pældi í faginu niður í kjöl
því hann var grúskari.
Ég vil votta fjölskyldu Torfa
samúð, Torfa verður saknað en
minningin um margbrotinn, ævin-
týralegan og skemmtilegan mann
lifir.
Jakob Bjarnar
Grétarsson.
Meistari Torfi.
Ég kynntist þér fyrir rúmu ári
síðan, þegar Lilja sagði við mig að
ég ætti nú bara að skella mér í
hársnyrtinám og koma að vinna
hjá ykkur á Hárhorninu. Hún
sagðist ætla að tala við þig og þér
fannst nú ekki mikið mál að bjóða
mér að koma og prufa, til að sjá
hvort þetta væri eitthvað sem ég
vildi gera. Þú bættir því nú samt
við að þú værir áður búinn að ráða
fólk sem ætlaði sér ýmislegt, en
hætti svo bara við. Ég ákvað að
prufa og sjá hvort þetta væri eitt-
hvað sem ég gæti og vildi vinna
við.
Eftir nokkrar vikur vissi ég að
þetta væri einmitt það sem ég vildi
gera, að vinna á Hárhorninu með
þér og Lilju og ég ætlaði sko að
sýna þér að sumir taka ákvörðun
og halda henni til streitu. Ég
skellti mér á fullri ferð í námið.
Þér fannst svo ekkert tiltökumál
að redda mér öllu dóti sem ég
þurfti og keyptir meira að segja
bækurnar. Það lýsir þér mjög vel.
Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa
og vera góður. Ég var alltaf svo
spennt að koma til þín og segja
þér einkunnirnar, þegar ég var
búin í prófum, því ég fann að þú
varst stoltur og ánægður með mig
og hafðir óbilandi trú á mér.
Þú hentir mér margoft í djúpu
laugina og sagðir að þannig myndi
ég læra mest. Þegar viðskiptavinir
komu og báðu um eitthvað sem ég
hafði ekkert endilega fullkomið
sjálfstraust í og þú sagðir: Alma,
hún gerir þetta, hún er mesti snill-
ingurinn í þessu, þá svitnaði ég og
horfði á þig og þú bara brostir með
væntumþykju í augunum og ég
fann að ég gat þetta, að þú stæðir
þétt við bakið á mér. Þegar ég var
búin að svitna mörgum sinnum í
djúpu lauginni, fór mér að finnast
að ég hefði alltaf tilheyrt Hár-
horninu, þér og Lilju. Og þegar þú
komst frá útlöndum og fórst að
koma með gjafir handa mér, kon-
unni minni og stelpunum mínum,
þá fannst mér ég endanlega til-
heyra. Það sem heillaði mig mest
við þig var að allir fengu sömu
móttökur og virðingu frá þér. Þú
varst svo góður við alla og mér
finnst ég svo ótrúlega heppin að
hafa fengið að kynnast þér. Ég
ákvað fljótlega að taka þig mér til
fyrirmyndar sem fagmann og ekki
síður sem manneskju. En nú ert
þú farinn og Lilja fetar í þín stóru
spor á Hárhorninu (hún er líka al-
veg eins og þú) hún tekur við að
passa upp á mig. Ég skal passa vel
upp á hana fyrir þig.
Það er merkilegt að hafa þekkt
einhvern í svona stuttan tíma,
sem samt á svona stóran stað í
hjarta mínu. Þú, meistarinn minn,
gerðir mig að betri manneskju og
fyrir það verð ég alltaf þakklát.
Knús á þig, elsku kallinn minn, ég
á eftir að sakna þín. Svo æfi ég
mig í rúlla upp permanentinu á 20
mínútum þér til heiðurs.
Ættingjum og vinum votta ég
mína dýpstu samúð. Kveðja
Alma Brown.
Mjög sorglegt fyrir mig að
kveðja gamla vin minn Torfa Geir-
mundsson eftir meira en 40 ára
vináttu.
Kostir Torfa voru svo margir,
eins og allir vita sem þekktu hann.
Hann var gjafmildur fram úr
hófi, mjög góður hlustandi og um-
fram allt góður maður.
Kæri vinur
að kveðja þig
kveikir sorg í hjarta
bið til guðs, að geyma þig
alla daga bjarta.
(Anna Dóra)
Eins og Biblían segir:
„Því svo elskaði Guð heiminn að
hann gaf einkason sinn til þess að
hver sem á hann trúir glatist ekki
heldur hafi eilíft líf.“
Anna Dóra Theódórsdóttir.
Okkar ástkæri
MÁR SIGURÐSSON,
Geysi, Haukadal,
lést á heimili sínu 3. maí. Jarðarförin fer
fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 19. maí
klukkan 15.
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Mábil Gróa Másdóttir Vilhjálmur Másson
Sigurður Másson Elín Svafa Thoroddsen
barnabörn
GUÐMUNDUR KARLSSON,
bóndi og smiður,
Mýrum 3,
er látinn.
Útförin verður gerð frá Melstaðakirkju
laugardaginn 27. maí klukkan 11.
Erla Stefánsdóttir
og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐMUNDA ÁRNADÓTTIR,
Skipasundi 64, Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum 13. maí.
Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
24. maí klukkan 11.
Ingiríður Oddsdóttir Óli Pétur Friðþjófsson
Þórunn Oddsdóttir Örn Ottesen Hauksson
Davíð Atli Oddsson Ingigerður Friðriksdóttir
Hjörtur Oddsson Guðrún Þórisdóttir
Eygló Íris Oddsdóttir Hannes Sampsted
Dagný Oddsdóttir Jónas Hjartarson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
KATRÍN EIRÍKSDÓTTIR,
lést föstudaginn 12. maí á elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju
mánudaginn 22. maí klukkan 13.
Kristín Sveinsdóttir Pétur Árni Carlsson
Elín Á. Sveinsdóttir
Sólveig K. Sveinsdóttir Már Grétar Pálsson
Sigurbjörg E. Eiríksdóttir Pjetur Már Helgason
ömmu- og langömmubörn
Okkar yndislegi lífsförunautur og fyrirmynd,
RÓBERT HELGI GRÄNZ
þúsundþjalasmiður,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 13. maí.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi mánudaginn
22. maí klukkan 15.
Jóhanna Ingimundardóttir
Jenna Gränz Björgvin Jónsson
Daði Gränz Sigurrós Halldórsdóttir
Ólafur Gränz Erna Rósa Eyþórsdóttir
og barnabörnin
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN FRIÐRIKSDÓTTIR
hússtjórnarkennari á Laugum,
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu,
lést á Sunnuhlíð í Kópavogi 15. maí.
Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi
miðvikudaginn 24. maí klukkan 15.
Ágúst Óskarsson Helga Sigurðardóttir
Hermann Óskarsson Karín M. Sveinbjörnsdóttir
Knútur Óskarsson Knútur Óskarsson
Una María Óskarsdóttir Helgi Birgisson
barnabörn og barnabarnabörn