Morgunblaðið - 18.05.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
• AMT eru hágæða pönnur úr 9 mm þykku áli
• Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita
• 3 ára ábyrgð á verpingu
• Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem
er sterkari en Teflon og án eiturefna
• Nothæf fyrir allar eldavélar
• Má setja í
uppþvottavél
• Kokkalands-
liðið notar
AMT potta
og pönnur
Úlfar Finnbjörnsson
notar AMT potta og pönnur
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
Þýskar hágæða pönnur frá AMT
Ný sending
WORLD’S
BESTPAN
„
“
THE
* “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association
*
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þið hafið mikla þörf fyrir að veita list-
rænum og skapandi kröftum útrás. Munið að
góð vinátta er gulli betri og hún er ekki ein-
stefna.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú gætir öðlast nýja sýn á vin þinn í dag
eða komist að einhverju óvæntu um hann.
Fjölskyldumál eru í forgrunni og verða leidd til
lykta.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að hafa mikið fyrir hlut-
unum sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess
að skila vel unnu verki. Fáðu sjálfum þér réttu
tólin til þess að standa vel að verki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Útlitið í viðskiptum er gott núna, ekki
síst allt sem tengist erlendum fjárfestingum,
læknisfræði og lögum. Farðu hægt í sakirnar,
snöggar breytingar endast skemur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er eins og þú eigir eitthvað erfitt
með að koma skoðunum þínum á framfæri við
aðra. Vertu þó viðbúinn svari, á hvern veg sem
er.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft ekki að gala uppi á hæsta hól
til þess að koma skilaboðum til fólks. Nú er
komið að þér að leggja í púkk mannlegrar
þekkingar. Ekki reyna að stjórna því, sem læt-
ur ekki að stjórn.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hóf er best á hverjum hlut og það á líka
við um það sem gert er í eigin þágu. Ef þú ert
undantekingin, breyttu því þá nú.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Aðstæður heima fyrir eru
kannski ekki eins og best verður á kosið en
þeim má breyta ef vilji er fyrir hendi. Notaðu
tækifærið og leitaðu leiða til að fegra umhverfi
þitt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt það freisti að láta berast með
straumnum, skaltu íhuga, hvað er í húfi hverju
sinni. Nú er kominn tími til þess að láta hend-
ur standa fram úr ermum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhver verður á vegi þínum sem á
eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Leitaðu nýrra
leiða og aðstoðar ef með þarf.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert óvenju daumlynd/ur og
óraunsæ/r í dag og ættir því að forðast við-
ræður um mikilvæg viðskipti. Sýndu sam-
starfsvilja og þolinmæði og reyndu að taka
hlutunum ekki of alvarlega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Taktu til á heimilinu og gerðu það
meira aðlaðandi. Einnig kann að vera heppi-
legt að stunda viðskipti í eða keppa í íþróttum.
Í aðdraganda sæluviku eru hag-yrðingar brýndir til að taka
þátt í vísnakeppni Safnahúss Skag-
firðinga sem notið hefur vinsælda
um áratugi. Hér var í gær birtur
sá botn og vísa sem verðlaun hlutu
en nánar er sagt frá keppninni í
Fylki. Þar er margt svo vel kveðið
að ég get ekki stillt mig um að
taka stökur þaðan upp og birta í
Vísnahorni.
Fyrst er hringhenda eftir Jón
Gissurarson í Víðimýrarseli:
Þiðna móar, mildast tíð,
minnka snjóalögin.
Bráðum gróa grund og hlíð,
grænka flóadrögin.
Skagfirðingum lætur vel að
yrkja um ágæti sitt. Fyrst er staka
eftir Hilmi Jóhannesson:
Upp skal vekja enn á ný
afrek fyrri tíða.
Bændur voru bestir í
brugga, syngja og ríða.
Magnús Geir Guðmundsson á
Akureyri gerir grein fyrir sjálfum
sér:
Á afreks- sanna velli verka,
vísna- á ég sögu merka.
Í ættum fáa kenni klerka
en kominn er af Hrólfi sterka.
Af Hrólfi sterka er mikil ætt
komin, Hrólfungar. Í Feyki er sagt
að auk annarra barna hafi Hrólfur
átt tvo Bjarna fyrir sonu; var ann-
ar kallaður Verri-Bjarni, en annar
Betri-Bjarni. „Ekki veit ég hvort
Magnús sé af öðrum þeirra kom-
inn,“ segir þar.
Pétur Stefánsson kann að lýsa
yfirburðum Skagfirðinga.
Það er kunnugt vítt um völlu
og veldur ýmsum líðan sárri,
að Skagfirðingar eru í öllu
utan vafa flestum skárri.
Einar K. Guðfinnsson vakti at-
hygli mína á þessari stöku Gunnars
Rögnvaldssonar:
Um það vitna verkin öll
að vann þau smiður slyngur.
Sólargeislar, grundir, fjöll,
Guð var Skagfirðingur.
Ég hef fyrir framan mig Safna-
mál þar sem sagt er frá vísna-
keppninni 1979. Þar þótti þessi
vísa um orkuvandann frambærileg-
ust en höfundar er ekki getið:
Ef að tækniorkan þverr
ógnar vandi mestur.
Körlum mun þó koma verr
ef kynorkuna brestur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Frá vísnakeppni
Skagfirðinga
Í klípu
HVORT YKKAR ER
BETRI ÖKUMAÐUR?
RÆÐIÐ ÞAÐ NÆSTU
100 KÍLÓMETRANA
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ALLAR GENGILBEINURNAR
ERU VEIKAR Í DAG!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að láta ekki vinnuna
trufla sig í fríinu.
STÓRT STEFNUMÓT Í
KVÖLD, GRETTIR
HÚN VILL AÐ MENNIRNIR SÍNIR
LYKTI KARLMANNLEGA
ÉG HEF EKKI BAÐAÐ MIG
Í ÞRJÁ DAGA!
ÞAÐ
ÚTSKÝRIR
DAUÐA
BURKNANN
HEFURÐU EINHVERN
TÍMANN ÓSKAÐ ÞESS
AÐ ÞÚ VÆRIR
ÓSÝNILEGUR?
EKKI MEÐ MITT
GÓÐA ÚTLIT!
Mikið hefur verið rætt um byrl-un síðustu daga. Er það vel!
Byrlun er ógeð og þeir sem hana
framkvæma að sama skapi ógeð.
Hinsvegar hefur umræðan mikið
til snúist um það hvað Þórunn Ant-
onía Magnúsdóttir hljóti að vera
illa gefin og vond manneskja.
Nú vill svo til að Víkverji hefur
haft kynni af Þórunni og veit að
hún er hvorki vond né illa gefin.
Það má vera að hugmyndin sé illa
ígrunduð og ráðist ekki á rót vand-
ans en það gefur ekki skotleyfi á
hugmyndasmiðinn.
x x x
Meinið er augljóslega byrluninsjálf, það þarf engum að dylj-
ast. Að fólk láti sér detta það í hug
að eitra fyrir annað fólk er ofar
skilningi Víkverja og óljóst hvað
vakir fyrir þeim sem það gera.
Þáttur í þeim vanda er þöggun. Þá
er ekki átt við að fólki sé ráðlagt
að hafa ekki hátt um það sem
gerðist heldur vantrú þeirra sem
eiga að láta sig málið varða.
Oftar en tárum taki hafa Vík-
verja borist til eyrna sögur af því
að lögregla og heilbrigðisstarfsfólk
neiti að taka mark á þeim sem eru
undir áhrifum og segja sér hafa
verið byrlaða ólyfjan.
x x x
Það þarf að uppræta þetta meinsem byrlun er. Að sjálfsögðu
verður það bara gert með því að
fólk láti sér ekki lengur detta það í
hug að eitra fyrir aðra. Hinsvegar
munu byrlarar halda uppteknum
hætti meðan þeir komast upp með
það.
Til að finna sökudólg þarf fórn-
arlamb og ef lögregla og heilbrigð-
isstarfsfólk neitar að taka mark á
þeim sem telja sig hafa orðið fyrir
byrlun munum við aldrei komast
að því hvar og hvenær þetta gerist
og þannig mun vandinn bara
aukast.
x x x
Niðurstaðan er einföld. Tölumsaman og hlustum hvert á
annað í stað þess að álykta að sú/
sá sem ber sig illa hafi bara fengið
sér einum drykk of mikið.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Finnið og sjáið að Drottinn er góður,
sæll er sá maður sem leitar hælis hjá
honum.
(Sálmarnir 34:9)