Morgunblaðið - 18.05.2017, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Kvennakór Reykjavíkur hyggst
fara um víðan völl á vortónleikum
sínum í Guðríðarkirkju í kvöld kl.
20. „Eitt af því skemmtilegasta sem
kórinn gerir er að takast á við alls-
konar tónlist og það mun hann
sannarlega gera þetta vorið. Við
reynum okkur við smellna þýðingu
Þórarins Eldjárns á ABBA-lagi úr
Mamma Mía!, Bítlarnir leggja til
nokkur lög og aðdáendur Prúðu-
leikaranna verða ekki fyrir von-
brigðum. Við dustum rykið af
óborganlegu skúringanúmeri og
tökumst á við krefjandi klapp í
White Winter Hymnal. Ungversk,
bandarísk, norsk, bresk og að sjálf-
sögðu íslensk lög eru á dagskránni
og eru þau hvert öðru fallegra. Efn-
isskráin er í ætt við íslenskt sumar-
veður svo gestir ættu að vera við
öllu búnir, með sól í hjarta og bros á
vör,“ segir í tilkynningu.
Þar kemur fram að um undirleik
sjá Birgir Bragason á bassa, Erik
Robert Qvick á slagverk og Vilberg
Viggósson á píanó, en stjórnandi er
Ágota Joó. Miðar eru seldir hjá kór-
konum, við innganginn og á net-
fanginu: postur@kvennakorinn.is.
Gull Kvennakór Reykjavíkur á Spáni sl. haust þar sem kórinn keppti í al-
þjóðlegri kórakeppni og hlaut gull í öllum flokkum sem keppt var í.
Vortónleikar Kvenna-
kórs Reykjavíkur
Hr. Örlygur og útvarpsþátturinn
Kronik standa fyrir mikilli rapphá-
tíð sem haldin verður í Laugardals-
höllinni 7. júlí nk. Erlendir og inn-
lendir rapparar munu stíga þar á
svið og þeirra frægastur er banda-
ríski rapparinn Young Thug.
Krept And Konan frá Bretlandi
koma einnig fram og hinir íslensku
Emmsjé Gauti, Aron Can, Alvia
Islandia, Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi,
Sturla Atlas, Herra Hnetusmjör,
Birnir, Alexander Jarl, B – Ruff,
Egill Spegill og Karitas.
„Í ljósi þeirra grósku sem er í ís-
lensku hiphop / rapp-senunni þá
ákváðu skipuleggjendur að bæta
við dagskrána sem áður hefur verið
kynnt með Young Thug og kynna
til leiks Kronik Live sem er eins
dags tónlistarveisla í Laugardals-
höll og fá til viðbótar alla þá lista-
menn sem búnir eru að gera frá-
bæra hluti síðustu misseri á
Íslandi,“ segir í tilkynningu.
Útvarpsþátturinn Kronik hóf
göngu sína á ný á X-inu 97.7 fyrir
hálfu ári og allir þeir íslensku lista-
menn sem koma fram á hátíðinni
hafa verið tíðir gestir í þáttunum
og þótti því tilvalið að skella í góða
veislu undir nafninu Kronik Live,
að því er fram kemur í tilkynningu.
Miðasala á Kronik Live fer fram á
Tix.is.
Rapphátíð haldin í Laugardalshöll
Vinsæll Rapparinn Young Thug.
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
Lúðrasveit Þorlákshafnar mun
halda þrenna tónleika á næstu dög-
um þar sem hún flytur lög eftir einn
ástsælasta og afkastamesta lagahöf-
und Íslendinga, Magnús Þór Sig-
mundsson. Sjálfur mun Magnús
gegna hlutverki kynnis á tónleik-
unum og segja áhorfendum sögur af
lögunum og ferli sínum. Góðir gestir
munu einnig koma fram með sveit-
inni, en þar ber helst að nefna Stefán
Jakobsson, sem er einna þekktastur
fyrir að syngja með hljómsveitinni
Dimmu.
Fyrstu tónleikarnir fara fram í
Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn í kvöld.
Föstudaginn 19. maí verða svo tón-
leikar á Hótel Örk í Hveragerði og
loks verða þeir í Gamla Bíói í
Reykjavík sunnudaginn 21. maí.
Tónleikarnir hefjast allir kl. 20.30.
Blaðamaður heyrði í Stefáni Jak-
obssyni fyrir tónleikana og spurði
hann að því hvernig stæði á því að
söngvari þungarokkssveitar væri
fenginn í þetta verkefni.
„Hún Ása Berglind Þórðardóttir,
stjórnandi hljómsveitarinnar, hafði
samband við mig en ég svosem
spurði mig ekkert hvers vegna ég
hefði verið valinn fram yfir einhvern
annan,“ segir Stefán. Hann kveðst
þekkja megnið af lögum Magnúsar
og segist hafa verið ólmur í að fá að
túlka þau.
Út fyrir rammann
„Mesta áskorunin er að vera sett-
ur í aðstæður með lúðrasveit, sem ég
hef ekki gert áður. Ég hef verið
gestasöngvari með karlakórum og í
hinum og þessum verkum og upp-
setningum. Þegar ég fæ eitthvert
verkefni sem er út fyrir minn ramma
er ég alltaf til í að prófa,“ segir Stef-
án og bætir því við að þetta sé eins-
konar íþrótt hjá sér.
Hann kveðst ekki muna eftir að
hafa flutt verk Magnúsar áður op-
inberlega, nema þá helst lagið „Þú
átt mig ein“ í brúðkaupum.
„Ég hef alltaf verið mikill aðdá-
andi laganna hans og þá sérstaklega
þegar hann flytur þau sjálfur. Hann
er með einhverja aðra dýpt en hinir
sem hafa flutt lögin hans,“ segir
Stefán.
Spurður að því hvort þetta reyni
öðruvísi á hann en hann er vanur
segir hann þetta að minnsta kosti
ekki reyna sérstaklega mikið á rödd-
ina. „Þetta snýst meira um túlkun á
texta. Sum lögin eru mikil ættjarð-
arljóð og það er mikið stolt í þeim.
Stundum er það kuldi, stundum
eymd en svo er það náttúrulega ást-
in. Við erum ekki mikið að túlka ást-
ina í Dimmu,“ segir Stefán.
Fólk meira drukkið
Hann segir Magnús þó fara yfir
allan skalann í textagerð. „Ég vinn
þannig að ég verð að fá tilfinningu
fyrir því um hvað lagið fjallar. Ég
verð að skilja textann og svo reyni
ég að túlka hann,“ segir Stefán.
Blaðamaður veltir því upp að
Magnús hafi nú samið texta við tvö
vinsæl Þjóðhátíðarlög og spyr hvort
ekki leggist vel í Stefán að vera að
fara að spila á hátíðinni í ár. Stefán
svarar því játandi og segir að þetta
verði svolítið öðruvísi fyrir hljóm-
sveitarmeðlimi.
„Fólk er kannski meira drukkið
en við erum vanir og svo spilum við
ekki oft fyrir fólk í pollagalla,“ segir
Stefán en bætir því við að alltaf sé
gaman að spila fyrir nýtt fólk við
nýjar aðstæður.
„Dimma er að gefa út nýja breið-
skífu þann 19. maí og við höfum allt-
af lagt mikla áherslu að fylgja plöt-
unum okkar vel eftir svo við munum
spila á eins mörgum stöðum og við
mögulega komumst yfir í sumar,“
segir Stefán að lokum um það sem
framundan er hjá honum og hljóm-
sveitinni Dimmu.
Mikil áskorun að
syngja með lúðrasveit
Stefán Jakobsson kemur fram með Lúðrasveit Þorláks-
hafnar á þrennum tónleikum Flytja lög Magnúsar Þórs
Ljósmynd/Aline Fournier
Syngur Stefán Jakobsson.
Morgunblaðið/RAX
Kynnir Magnús Þór Sigmundsson.
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 5.30SÝND KL. 10SÝND KL. 5.30, 8, 10.30
SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 5.30, 8
Tíska &
förðun
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 2. júní
Fjallað verður um sumartískuna 2017
í fatnaði, förðun og snyrtingu auk
umhirðu húðarinnar, dekur og fleira
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 29. maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ