Fréttablaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 14
Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Nýja jólakremkexið inniheldur m.a. kanil, negul og engifer sem gerir kexið enn jólalegra. Starfsmenn Fróns við pökkun á kexi. Kex frá Frón hefur glatt landsmenn í áratugi. Kremkexið sígilda frá Frón, eða Sæmundur eins og margir kalla það, hefur verið framleitt í tugi ára og er enn ein vinsælasta kextegundin sem fyrir- tækið framleiðir. Lengi vel hefur kexið verið framleitt með vanillu- kremi og ljósu kexi, en nýjungar í bragðefnum og nýjar vélar hafa gert starfsmönnum Fróns kleift að fara inn á nýjar brautir með kremkexið segir Jóhannes Freyr Baldursson, framleiðslustjóri hjá Frón. „Við höfum aðeins nýtt okkur þessa möguleika og ætlum okkur stærri hluti í nánustu framtíð. Nýjasta afurðin er jóla- kremkexið sem slegið hefur í gegn núna fyrir jólin. Við erum að gæla við þá hugmynd að koma með ný tilbrigði af jólakremkexi fyrir hver jól, svona eins og jólabjórinn.“ Nýja jólakremkexið var þróað síðasta sumar að sögn Jóhannesar og er fyrsti árgangur af jólakrem- kexi Fróns. „Kexskelin sjálf er krydduð með kanil, negul og engi- fer sem gerir kexið meira jólalegra og spes. Fyrir þann sem smakkar það þá koma jólin örugglega fyrst upp í hugann og í bragðlaukana.“ Á alltaf við Kex frá Frón hefur fylgt kynslóðum Íslendinga og það er nær alls staðar í boði segir Jóhannes. „Íslendingar borða kexið eitt og sér eða dýfa því jafnvel í mjólk, kakó eða kaffi. Kremkexið hefur verið vinsælt á veisluborðum í erfisdrykkjum og á ýmsum samkomum. Jólakremkex- ið er náttúrulega geðveikt gott með heitu súkkulaði og þeyttum rjóma, ég tala nú ekki um ef góð jólabók er við höndina líka. Svo er hægt að nota jólakremkexið, og reyndar þetta venjulega líka, í alls kyns eftirrétti og góðgæti til að gæða sér á um jólin. Við birtum ein- mitt hér tvær frábærar uppskriftir frá Eggerti Jónssyni, konditor og bakarameistara hjá ÍSAM, en þar kemur kryddið í jólakremkexinu sterkt inn.“ KEIMUR AF KANIL OG NEGUL Jólakremkex Skyrdesert með jólakremkexi frá Frón (fyrir 6-8) 1 pakki jólakremkex (mulið) 75 g smjör (brætt) 1/2 tsk kanill 2 egg 140 g sykur 150 ml rjómi 250 g mangóskyr (má vera hvaða skyr sem er) 3 blöð matarlím Matarlímsblöð lögð í bleyti í köldu vatni. Þeytið egg og sykur vel. Léttþeytið rjómann, blandið skyrinu út í rjómann og svo eggjablönduna. Bræðið matarlímsblöðin og blandið þeim saman við. Myljið kexið, setjið í glös og skyrblönduna á milli, 2-3 lög. Súkkulaðihjúpur: 100 ml rjómi 150 g mjólkursúkkulaði 25 g smjör Hitið rjómann upp að suðu og helllið yfir súkkulaðið og blandið ásamt smjöri. Setjið sem efsta lag. Skreytið að vild. Ris a la mande með jólakremkexi frá Frón (fyrir 6-8) 1 pakki jólakremkex (mulið) 750 ml mjólk 125 g grautargrjón 1 vanillustöng 50 g flórsykur 50 g möndluspænir (ristaður) 250 ml rjómi 75 g smjör (brætt) Kirsuberjasósa Penslið pottinn með smá smjöri svo mjólkin brenni ekki við, leyfið suðunni að koma upp á mjólkinni og bætið hrísgrjónum í. Kljúfið vanillustöngna í tvennt og skafið vanillu- fræin út í pottinn. Sjóðið í 30-40 mín eða þar til hrísgrjónin eru mjúk. Kælið. Rjóminn er léttþeyttur og flórsykri blandað út í. Blandið þessu varlega út í hrísgrjónin ásamt möndluspæninum. Myljið kexið, blandið smjörinu við og setjið í botninn á glösunum. Bætið grautnum ofan á og hellið kirsuberjasósunni yfir. Framhald af forsíðu ➛ Fyrsta flokks hráefni Jóhannes segir enga töfraformúlu á bak við vinsældir kexins frá Frón undanfarna áratugi. „Í sjálfu sér er það einfaldleikinn og fyrsta flokks hráefni sem notað er í allt kexið okkar. Áður fyrr var ekki mikið úrval af góðgæti með kaffinu, miðað við hvernig það er í dag. Þá var oft fyrsti kostur að kaupa Frónkex og eiga til uppi á hillu eða inni í búri. Kexið geymist vel þar sem það er lítill raki í því og ég held að samansafn af þessum kostum hafi gert Frónkexið svona vinsælt. Einnig má nefna að það hefur tíðkast í gegnum tíðina að litlum börnum, sem eru að taka tennur, er oft rétt mjólkur- eða matarkex til að naga og narta í við kláða og særindum í gómi. Því má segja að Íslendingar hafi byrjað snemma að smakka á Frónkexinu.“ Nýtt smákökudeig Jólakremkexið, jólasmákökurnar og jóladeigið frá Frón eru fyrir- ferðarmiklar vörur þessa dagana en einnig var nýtt smákökudeig kynnt til sögunnar fyrir jólin. „Það er selt í kælum búða, er með hvítu súkkulaði og trönuberjum sem okkur finnst hrikalega gott og hefur fengið góðar viðtökur. Ég legg til að allir prófi að taka það með í næstu ferð og baka heima. Síðan er verið þróa ýmsar nýjungar og landinn getur örugglega treyst á sumarkremkex með hækkandi sól.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . d E S E m B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 1 1 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 1 -3 3 D 4 1 E 7 1 -3 2 9 8 1 E 7 1 -3 1 5 C 1 E 7 1 -3 0 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.