Fréttablaðið - 11.12.2017, Blaðsíða 12
Alltaf öruggt start fyrir kuldann í vetur.
1 1 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m Á N U d A G U r12 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
sport
LyFtiNGAr Á árinu 2017 hefur Þur
íður Erla Helgadóttir náð að komast
í hóp tuttugu bestu í heiminum í
tveimur íþróttagreinum. Hún varð í
tíunda sæti á heimsmeistaramótinu
í ólympískum lyftingum í byrjun
desember og hafði áður náð átjánda
sæti á heimsleikunum í krossfit í
ágúst.
„Þetta er pottþétt mitt besta ár,“
segir Þuríður Erla Helgadóttir við
Fréttablaðið. Hún tekur ólympísku
lyftingarnar með krossfitinu og
hefur staðið sig mjög vel á báðum
stöðum. Þuríður Erla bætti þrjú
Íslandsmet á heimsmeistaramótinu
í Anaheim og náði ekki bara tíunda
sætinu í 58 kílóa flokki heldur varð
hún í þriðja sæti meðal evrópsku
stelpnanna.
Fullkomið mót
„Ég bjóst alls ekki við því að komast
inn á topp tíu og þetta mót er það
sem hefur komið mér mest á óvart
á þessu ári,“ sagði Þuríður Erla sem
var í skýjunum yfir árangrinum.
„Þetta var í rauninni fullkomið
mót. Ég hefði ekki getað beðið um
neitt betra,“ segir Þuríður og hún
var ánægð með að fá að keppa fyrir
hönd Íslands á svona móti. „Það er
alltaf geggjað og mikill heiður enda
flott mót,“ sagði Þuríður.
Árið 2017 hefur gengið vel hjá
henni. Hún vann Reykjavíkurleik
ana í ársbyrjun og náði sínum besta
árangri á ferlinum á heimsleikunum
í ágúst. Hún náði síðan tíunda sæt
inu á HM.
Prófaði að æfa bara
„Ég er mjög sátt. Það er alltaf hægt að
finna eitthvað sem gekk ekki upp,“
segir Þuríður en hún hagaði hlut
unum aðeins öðruvísi á árinu. „Ég
prófaði núna að vera bara að æfa.
Eftir heimsleikana í fyrra prófaði ég
að vera bara að æfa og fékk ársleyfi
frá skóla. Það byrjaði rosalega vel
en svo finnst mér mjög fínt að vera í
skóla líka. Þá er maður ekki bara að
hugsa um að æfa. Það er svo geggjað
að koma á æfingu þegar maður er
búinn að vera í skólanum,“ segir Þur
íður sem æfði tvisvar sinnum á dag
fimm sinnum í viku á milli heims
leikanna 2016 og 2017.
„Krossfitið er númer eitt, tvö og
þrjú á hjá mér en þar er mjög mikið
af lyftingum þannig að maður er
í ólympískum lyftingum fjórum
sinnum í viku,“ segir Þuríður og hún
var ekki alveg nógu sátt með átjánda
sætið á heimsleikunum þrátt fyrir að
ná sínum besta árangri á ferlinum.
„Ég fékk kannski ekki alveg niður
stöðurnar sem ég bjóst við og þá
aðallega á heimsleikunum,“ segir
Þuríður sem hækkaði sig um eitt
sæti frá árinu á undan. „Þetta er nátt
Má alveg fá sér jólasmákökur
Það er nóg að gera hjá Þuríði Erlu Helgadóttur með fram prófunum í háskólanum. Hún flaug í morgun út til
Dubai til að taka þátt í mjög sterku krossfit móti og tók námsbækurnar með. Þuríður hefur átt frábært ár og
hápunkturinn varð þegar hún varð tíunda á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum á dögunum.
Þuríður Erla Helgadóttir sést hér í Sporthúsinu í gær en hún keppir í Dubai í þessari viku. Fréttablaðið/StEFán
úrulega heimsmeistaramót þannig
að maður getur ekki mikið kvartað,“
segir Þuríður.
„Ég kom mér sjúklega mikið á
óvart á heimsleikunum 2016 í hverri
þrautinni á fætur annarri. Mér gekk
betur en ég bjóst við og ég hugsaði
að það þyrfti ekkert mikið til að ég
gæti verið í toppbaráttu. Ég ákvað
að leggja allt í sölurnar en svo gekk
ekki jafnvel á þessum heimsleikum.
Ég varð fyrir vonbrigðum,“ segir Þur
íður sem náði samt að hækka sig um
eitt sæti. „Ég læri mikið á hverju móti
og það á bara meira eftir að koma,“
segir Þuríður og áhuginn minnkar
ekkert.
„Það er magnað. Maður klárar
viku keppni sem tekur mikið frá
manni og um leið og hún er búin
þá er maður byrjaður að hugsa um
næsta mót,“ segir Þuríður en hvar
finnur hún orkuna?
Miklar þyngdir á stönginni
„Það er ekkert erfitt. Auðvitað þarf
maður að borða hollan mat, sofa
og gera allt sem maður getur til að
halda sér í standi. Þetta er svo gaman
og svo fjölbreytt. Þú getur verið að
gera svo mikið því þú ert að synda,
hlaupa, hjóla og lyfta,“ segir Þur
íður. Hún keppir í 58 kíló flokki en
var að lyfta 86 kílóum í snörun og
108 kílóum í jafnhendingu á heims
meistaramótinu. Þetta eru því engar
smáþyngdir.
„Maður þarf smá keppnisskap í
þetta. Það gerist alveg að ég hætti við
lyftu en svo lærir maður. Ef maður
ætlar sér ekki að lyfta þessu þá lyftir
maður þessu ekki. Ég er búin að
ákveða það að ég ætli að gera þetta,“
sagði Þuríður.
Það er nóg að gera hjá þessari
26 ára gömlu afrekskonu því auk
þess að vera í miðjum jólaprófum í
háskólanum þá er hún að leiðinni
til Persaflóans í dag til að keppa á
sterku krossfit móti.
námsbækurnar með til Dubai
„Ég er ekki búin með prófin og eigin
lega að fara út á milli prófa. Ég tek
námsbækurnar með út. Það er fínt
að geta hugsað um eitthvað annað
inn á milli,“ segir Þuríður sem er í
sjúkraþjálfun og segir námið hjálpa
henni í íþróttunum. „Ég læri fullt
inn á líkamann í krossfitinu og það
er fínt að geta tengt þetta saman,“
segir Þuríður. Hún segist hafa verið
mjög heppin með meiðsli síðustu ár.
„Ég var í fótbolta þegar ég var yngri
og þá var mér alltaf illt í hnjánum
og ökklunum. Svo eftir að ég byrjaði
að lyfta af einhverju viti þá er allt í
góðu,“ segir Þuríður.
Hún þarf að hugsa mikið um mat
aræðið sitt en hvernig er þá jólamán
uðurinn hjá henni. „Ég er alveg að
leyfa mér, bara ekki að borða smá
kökur allan daginn. Það má alveg
borða nokkrar. Það er bara betra og
gefur manni orku,“ segir Þuríður létt.
„Mataræðið er stór hluti af þessu.
Ég borða eins hollt og ég get og
borða mikið. Það er það helsta sem
ég þarf að hugsa um,“ segir Þuríður.
Hana dreymir líka enn um að keppa
á Ólympíuleikunum. „Ég held bara
áfram að reyna að bæta mig og vona
það besta,“ segir Þuríður að lokum.
ooj@frettabladid.is
FyRStA tAPið HjÁ BjARKA
Bjarki Þór Pálsson tapaði létt
vigtartitlinum til Stephens O’Keefe
í aðalbardaga FightStar Champ
ionship 13 bardagakvöldsins í
London um helgina. Írinn náði
Bjarka í gólfið og lét höggin dynja á
honum þar til dómarinn stöðvaði
leikinn eftir rúma mínútu og
dæmdi O’Keefe sigurinn og tók
sá írski léttvigtarmeistaratitilinn.
Þetta var fyrsti ósigur Bjarka í
atvinnumannabardaga.
NæR KR LOKSiNS Að viNNA
BiKARLEiK Í LjÓNAgRyFjuNNi?
KRingar heimsækja Njarðvík í
kvöld í átta liða úrslitum Malt
bikarsins í körfubolta en KR hefur
unnið bikarkeppnina undanfarin
tvö ár. KRliðið hefur nú unnið
tólf bikarleiki í röð eða alla bikar
leiki síðan liðið tapaði í bikarúr
slitaleiknum á móti Stjörnunni í
febrúar 2015.
KRliðinu
hefur hins vegar
gengið afar illa
í bikarleikjum
í Njarðvík en
vesturbæingar
hafa tapað
fjórum bikar
leikjum í röð
í Ljóna
gryfjunni
eða öllum
bikarleikjum
sínum í hús
inu í 17 ár eða frá
síðasta bikarsigri
sínum þar 10.
desember 2000.
SKORAði 43 Stig Í BANdARÍSKA
HÁSKÓLABOLtANuM
Íslenski landsliðsbakvörðurinn
Elvar Friðriksson fór á kostum með
liði Barry í banda
ríska háskóla
körfuboltanum
um helgina. Elvar
skoraði 43 stig í
107103 Barry á
tampa í tvífram
lengdum leik og var hann aðeins
fimm stigum frá því að jafna skóla
metið. Elvar hitti meðal annars úr
5 af 9 þriggja stiga skotum sínum
og setti niður 14 af 15 vítaskotum.
Elvar var einnig með 3 stoð
sendingar og 3 stolna bolta á þeim
45 mínútum sem hann spilaði í
leiknum. Elvar er með 21,5 stig og
7,1 stoðsendingu að meðaltali í
leik á tímabilinu.
SNORRi Í 29. Sæti Í SviSS
Snorri Einarsson endaði í 29. sæti í
keppni í 15 kílómetra skíðagöngu
með frjálsri aðferð á heimsbikar
móti í davos í Sviss í gær. Snorri
var skráður inn sem 83. sterkasti
keppandinn í mótinu út frá heims
lista FiS en heimslistinn hefur ekki
verið uppfærður neitt síðan heims
bikarmótaröðin hófst. Snorri náði
hæst í 12. sæti í keppninni í gær en
hún er gríðarlega spennandi þar
sem mjög lítið skildi á milli kepp
enda. Að lokum endaði
Snorri í 29. sæti sem
er stórkostlegur
árangur og skilar
honum tveimur
heimsbikarstigum
en einungis 30
efstu fá heimsbikar
stig. Eftir keppni
helgarinnar
er Snorri
í 57. sæti
í heildar
stiga
keppni
heims
bikarsins
og í 44. sæti
í keppni í
lengri vega
lengdum.
1
1
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
1
-2
0
1
4
1
E
7
1
-1
E
D
8
1
E
7
1
-1
D
9
C
1
E
7
1
-1
C
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K