Freyr - 01.09.2005, Qupperneq 3
EFNISYFIRLIT
FORMÁLI
04-05
■ LtFRÆN MJÓLKURFRAM-
LEIÐSLA I SÓKN
- fyrirtækið Biobú hefur
haslað sér völl í framleiðslu
lífrænnar jógúrtar.
■ STEINSMfÐI - 2. ÞÁTTUR
- Fínvinna við steina. Nú er
tækifærið að fegra
heimreiðina með
steinhleðslum.
18-22
■ ( SAMBÝLI VIÐ FEIKNSKAP
NÁTTÚRUNNAR
- seinni hluti viðtals sem
Matthías Eggertsson átti við
Jón Helgason í Seglbúðum.
■ BJARGRÁÐASJÓÐUR Á
TÍMAMÓTUM
- umfjöllun um málefni
Bjargráðasjóðs. Rætt við
Sigurð Loftsson, varafor-
mann LK, og Guðbjart
Gunnarsson, stjórnarmann í
Bjargráðasjóði um framtíð
sjóðsins.
16-17
■ KOLVETNI f FÓÐRIJÓRTUR-
DÝRA (1)
- Gunnar Guðmundsson
fjallar um einn af grund-
vallarþáttum nýja fóðurmats-
kerfisins NorFor
24-27
■ EINKUNNIR SÆÐINGAR-
STÖÐVAHRÚTANNA
HAUSTIÐ 2005
Bjargráðasjóður er til umfjöll-
unar í þessu blaði ásamtýmsu
öðru. Sjóðurinn á sér langa
sögu en hann var stofnaður
árið 1913. f fyrstu lögum
sjóðsins frá sama ári segir
m.a.: „Stofna skal allsherjar
sjóð fyrir alla landsmenn til
hjálpar I hallæri eða til að af-
stýra því. En það er hallæri, ef
sveitarfjelög, eitt eða fleiri I
sýslu, eða bæjarfjelag, verða
af náttúruvöldum svo illa
stödd, að sýslufjelagið eða
bæjarfjelagið megnar ekki af
eigin rammleik að forða
mönnum og skepnum við
harðrjetti eða felli. Sjóðurinn
skal heita bjargráðasjóður." í
núgildandi lögum um sjóðinn
er honum skipt upp í tvær
deildir, sk. almenna deild og
búnaðardeild. Bændur greiða
til b-deildarinnar en tekjur í a-
deildina koma frá ríki og
sveitarfélögum sem skatt-
leggja sína íbúa.
Nokkur styr hefur staðið
um sjóðinn á síðustu misser-
um og gagnrýnisraddir helst
heyrst úr röðum kúabænda.
Þeir lögðu til á síðasta aðal-
fundi sínum að hætta inn-
greiðslum í sjóðinn í Ijósi mik-
illar uppsöfnunar fjármuna á
síðustu árum. ( þessu tölu-
blaði Freys er málið skoðað
frá ýmsum hliðum. í fyrsta
lagi er fjallað um starfsemi
sjóðsins og helstu kosti og
galla þess fyrirkomulags sem
er við lýði. ( öðru lagi er rætt
um málefni sjóðsins og fram-
tíð við þá Sigurð Loftsson,
varaformann LK og Guðbjart
Gunnarsson, sem er stjórnar-
maður i Bjargráðasjóði.
Af öðru efni má nefna
rannsókn á kálfavanhöldum,
útreikninga á BLUP-kynbóta-
mati fyrir kjötmatseiginleika
sauðfjár og viðtal við Kristján
Oddsson á Neðra-Hálsi sem
rekur í félagi við konu sína,
Doru Ruf, fyrirtækið Biobú
sem framleiðir lífræna jógúrt.
Þar er á ferðinni afar forvitni-
legt dæmi um framtak
bænda og hvernig nýta má
tækifæri sem gefast í nútíma-
landbúnaði.
/TB
Lífræn mjólkurframleiðsla í sókn - viðtal við Kristján Oddsson.......4
Bjargráðasjóður á tímamótum - umfjöllun um málefni Bjargráðasjóðs....6
Gangur burðar hjá íslenskum kúm - vanhöld kálfa og heilsufar kúa um burð
- eftir Baldur Helga Benjamínsson, Bændasamtökum Islands, Grétar Hrafn
Harðarson, Landbúnaðarháskóla Islands og Þorstein Ólafsson,
Búnaðarsambandi Suðurlands............................................10
Samvinna, klasar og tengslanet - Árni Jósteinsson atvinnuráðgjafi
fjallar um fyrirtækjarekstur og samvinnu sem allir njóta góðs af......13
Steinsmíði - 2. þáttur - Fínvinna við steina..........................14
Kolvetni í fóðri jórturdýra (1) - eftir Gunnar Guðmundsson............16
[ sambýli við feiknskap náttúrunnar - seinni hluti
- viðtal við Jón Helgason í Seglbúðum..................................18
Nýr Toyota Hilux - stærri og veglegri en forverarnir - jeppaumfjöllun.23
Einkunnir sæðingarstöðvahrútanna haustið 2005..........................24
BLUP - kynbótamat fyrir kjötmatseiginleika hjá íslensku sauðfé haustið 200S -
eftir Jón Viðar Jónmundsson, Ágúst Sigurðsson og Þorvald Kristjánsson.28
Sauðfjársæðingastarfsemin árið 2004 - eftir Jón Viðar Jónmundsson,
Bændasamtökum Islands..................................................32
Svínarækt - upplýsingar um sölu, verðlag og afkomu
í svínaræktinni árið 2004..............................................34
Sjálfbært samfélag í Hrísey - lykill að góðri ferðaþjónustu
- Ragnhildur Helga Jónsdóttir fjallar um ferðaþjónustu í Hrísey.......36
Markaðurinn - verð á greiðslumarki, yfirlit um kjötmarkað
og sölu ýmissa búvara..................................................38
FREYR - Búnaðarblað -101. árgangur - nr. 5, 2005 • Útgefandi: Bændasamtök Islands • Ritstjóri: Tjön/i Bjarnason (ábm.) • Auglýsingar: Tjörvi Bjarnason og Vilborg
Stefánsdóttir • Umbrot: Prentsnið - Ingvi Magnússon • Útlitshönnun: Blær Guðmundsdóttir • Aðsetur: Bændahöllinni v. Hagatorg - Póstfang: Bændahöllinni v. Haga-
torg, 107 Reykjavík • Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sími: 563-0300, bréfsími: 562-3058 • Netfang FREYS: freyr@bondi.is
• Netfang auglýsinga: augl@bondi.is • Prentun: Isafoldarprentsmiðja, 2005 • Upplag: 1.600 eintök • Forsiðumynd: Hrútar í Heiðardal. Ljósm. Jónas Erlendsson.
Freyr 09 2005
3