Freyr - 01.09.2005, Qupperneq 5
MJÓLKURFRAMLEIÐSLA
var lífræn jógúrt í þrem tegund-
um. Öll mjólk sem unnin er hjá
Biobú kemur frá Neðra-Hálsi.
Aðdragandi að stofnun Biobús?
„Áður en MS tók þá ákvörðun
að markaðssetja mjólkina frá
okkur sem lífræna drykkjarmjólk
hafði mér dottið í hug að bjóða
upp á ógerilsneydda mjólk en
það var ekki gefið neitt færi á því
af heilbrigðisyfirvöldum. Næsta
skref var því að undirbúa fram-
leiðslu á gerilsneyddri en ófitu-
sprengdri mjólk fyrir markaðinn.
Til greina kom að framleiða
mjólkina hér heima en áður en
að því kom bauðst MS til að sjá
um framleiðsluþáttinn. Ég var
ánægður með það og hef haft
gott samstarf við þá æ síðan."
Llfræna mjólkin sló þó ekki í
gegn samstundis - markaðs-
starfið reyndist erfitt og MS gat
ekki selt alla mjólkina sem fram-
leidd var á Neðra-Hálsi. Því kom
Kristján með þá hugmynd
haustið 2001 að hann sjálfur
tæki afganginn af mjólkinni og
framleiddi eigin vöru sem síðar
varð Bio-jógúrt.
„Þá fór ég strax að undirbúa
jógúrtvinnsluna sem fór í gang
árið 2003. Aðalmarkmiðið var að
vinna vörunni sess á markaðnum
og það hefur gengið eftir.
Jógúrtin er núna í öllum helstu
verslunum á höfuðborgarsvæð-
inu og víðar og salan er vax-
andi," segir Kristján.
Hvernig er framleiðsluferlið hjá
Biobú?
„Við kaupum mjólkina af
MS/MBF sem selur okkur hana á
heildsöluverði. Samningurinn er
með þeim hætti að MS/MBF
sækir mjólkina að Neðra-Hálsi.
Mjólkin er gerilsneydd á Bitru-
hálsi og því sem MS/MBF pakkar
sem lífrænni drykkjarmjólk er
komið á markað. Það sem eftir
stendur fer yfir götuna í fram-
leiðslustöð Biobú við Stangarhyl
3. Þar settum við upp matvæla-
vinnslu með æmum tilkostnaði.
Ekki er um eiginlega mjólkurstöð
að ræða heldur fer starfsemin
eftir reglum sem gilda um mat-
vælavinnslu. ( Stangarhyl eru
tveir starfsmenn sem sjá um
reksturinn. Stór hluti af sölu-
starfinu er dreifingin sem við sjá-
um alfarið um. Við höfum þann
háttinn á að við bíðum ekki eftir
því að búðirnar panti heldur eru
■ ■ L O
■ rn kj j 'rlll Jl ■■ mm\ ■■1 pjSSl |3iÍ0l|
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, stendur við hlið
jógúrtbirgða sem bíða þess að fara á borð landsmanna. Jógúrtina
er hægt að kaupa í öllum helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu
og víðar.
íbúðarhúsið á Neðra-Hálsi.
Þar er búið með 32 mjólkandi
kýr að jafnaði og geldneyti eru
um 40 á öllum aldri. Túnstærð
er um 50 ha.
teknar ákveðnar búðir og hverfi
á hverjum degi og fyllt á. Þannig
höfum við tryggt gott yfirlit yfir
söluna og sjáum hvað virkar og
hvað ekki."
Hvernig ætlar þú að fá meiri
mjólk?
„Við erum að auglýsa eftir
samstarfsaðilum sem vilja fara
út ( lífræna framleiðslu. Ég tel
að margir geti farið út í þetta án
mikils tilkostnaðar og áhættan
er engin ef aðstæður eru góðar
og rétt er að málum staðið. Það
fer að verða aðkallandi að fleiri
snúi sér að lífrænni mjólkur-
framleiðsiu til að geta svarað
kröfum markaðarins. Við urðum
uppiskroppa með lífræna mjólk
í ágúst þar sem framleiðslan á
Neðra-Hálsi annaði ekki eftir-
spurn. Úr því hefur verið leyst í
bili með því að fá mjólk frá
Vestri-Pétursey í Mýrdal, en það
bú er með lífræna vottun á
mjólk. Það magn sem þar er
enn óráðstafað verður að
endast okkur næstu tvö árin í
það minnsta".
En tekur þetta ekki langan tima
að uppfylla skilyrðl um lífræna
ræktun?
„Það tekur í raun 2 ár að upp-
fylla skilyrðin. Best ættu e.t.v.
blönduð bú með að fara inn í
ferlið, og þannig t.d. haldið
sauðfjáræktinni hefðbundinni
en haft kýrnar lífrænar. Þannig
skapast meira framboð af bú-
fjáráburði sem hægt er að nota
í lífrænu ræktunina. Það er viss
áhætta að taka tilbúinn áburð
af túnum í einu vetfangi og því
gott að hafa aðgang að nægum
búfjáráburði."
TEKJURNAR?
„Við erum að fá 25% hærra
grundvallarverð á þá mjólk sem
er afsett. Það gera rúmar 20 kr. á
líterinn. Það munar um minna.
Markmiðið er ekki fara út úr
greiðslumarkskerfinu. Við gátum
farið út (að byggja eigin afurða-
stöð en ég hef reiknað dæmið
þannig að samstarfið við MS sé
hagkvæmt, í það minnsta enn
sem komið er. Við höfum stóran
hluta þess tæknibúnaðar sem
þarf til að gerilsneyða mjólk svo
þannig litið er fátt til fyrirstöðu."
Hvernig hefur gengið að fá
pláss I hillum verslana?
„Það hefur gengið upp og
ofan. MS/MBF er með mjólkur-
kælana í tölvukerfi hjá sér og
þeir stjórna í raun hvernig þeirra
vöru er raðað inni í búð. Við
höfum lent á ýmsum stöðum en
það skiptir miklu máli að fá
góða staðsetningu. Nú er
ástandið raunar orðið þannig
með lífrænu jógúrtina okkar að
neytendur leita hana uppi."
Hvernig sérðu fyrir þér næstu
árin i lífrænni mjólkurfram-
leiðslu?
„Ef bændur kveikja á þessu og
framleiðslan eykst mikið þá kann
það að verða hagkvæmara að
stofna sérstaka afurðastöð um
lífrænu framleiðslunna. En þó
eru engir vankantar á því að
halda samstarfinu áfram við
MS/MBF ef dæmið gengur upp
og það reynist hagstætt.
Við stefnum að því að fara út (
fleiri jógúrttegundir en það sem
stendur í vegi fyrir því í bili er
mjólkurleysi - sem er á sinn hátt
skemmtilegt vandamál! Við
erum að nálgast 2% markaðs-
hlutdeild ( dag en fyrirtækið
getur með góðu móti framleitt
um 500 þúsund jógúrtdósir á éri.
Hvort við náum því marki á
þessu ári er óráðið en vöxturinn
hefur verið gríðarlegur frá árinu
þar á undan. Við erum mikið
spurð um llfrænan rjóma, smjör
og skyr. Kannski verður það að
veruleika fyrr en við höldum.
Vaxtarmöguleikarnir eru miklir
og framtíðin björt," segir Kristján
Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi og
einn eigenda Biobús ehf.
/TB
FREYR 09 2005
5