Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2005, Page 7

Freyr - 01.09.2005, Page 7
BJARGRÁÐASJÓÐUR samningar innan WTO munu kalla á skipulagsbreytingar á stuðningi við landbúnað í nánustu framtíð. ( skýrslunni er talið líklegt að ef frjálsar tryggingar myndu taka alfarið við tryggingum bænda myndu iðgjöld og kostnaður við umsvif og t.d. mat tjóna hækka verulega. Samhliða því myndu trygginga- bætur einstakra tjóna væntanlega aukast. Saman- dregin niðurstaða var því sú að eðlilegast væri að bæta núver- andi fyrirkomulag. ( því fælust opnir möguleikar fyrir meiri aðstoð hins opinbera ef stóráföll dyndu yfir. ÓVISSAN FELST [ HVAÐ KEMUR í STAÐINN Hver framtíð Bjargráðasjóðs verður er enn óráðið. Víst er að skoðanir eru skiptar milli bænda. Mesta óvissan felst í því hvað kæmi I staðinn ef Bjargráða- sjóður yrði lagður niður í nú- verandi mynd. Tryggingafélögin hafa ekki getað sagt fyrir um hvað viðbótartryggingar fyrir bændur kæmu til með að kosta og Ijóst er að reikna þarf út af sér- fróðum mönnum þá tjónavernd sem Bjargráðasjóður býður í dag og meta til iðgjalda á almennum tryggingamarkaði. Sú staðreynd að tryggingasaga er ekki til, eðli málsins samkvæmt, flækir málið og gerir það e.t.v. af verkum að menn veigra sér við að breyta fyrirkomulagi sjóðsins. /TB Tjónavernd bænda í öðrum löndum f Noregi hefur verið til sjóður frá 1973, sem bætir uppskeru- brest. Norski sjóðurinn var stofnaður að sænskri fyrirmynd en þar í landi var hann lagður niður árið 1987. Slðan þá hafa verið miklar umræður í Svíþjóð um sameiginlegar tryggingar- lausnir vegna uppskerubrests. Tryggingarfélögin hafa komið til móts við landbúnaðinn að einhverju leyti með ein- staklingstryggingum. T.d. kaupa bændur sjálfir trygg- ingar vegna uppskerutjóns af völdum haglélja. Sama gildir um ýmsar óviðráðanlegar veðurfarslegar ástæður (frost, þurrkar, ofsarok, regn, land- rof). Um er að ræða mjög mismunandi bætur og eigin- áhættu og er landinu gjarnan skipt upp í svæði með mis- munandi áhættumati. [ Danmörku - og raunar flest- um löndum Evrópu - er heldur lítið um sameiginlegar trygg- ingar gegn uppskerubresti. Þar er málum svipað fyrirkomið og í Svíþjóð og allur gangur á því hvernig einstaklingum tekst að tryggja sig gegn áföllum á landi, uppskeru og gróðri. Allt annað er upp á teningnum varðandi tryggingar á búfénaði. (flestum - ef ekki öllum löndum Evrópu - er allur niðurskurður á búfé vegna sjúkdóma sameiginlega tryggður á einn eða annan hátt. Mismunandi er hve mikil sjálfsábyrgð er og hvort eða hve mikið tillit er tekið til afurðatjóns. Niðurskurður vegna skæðra smitsjúkdóma nýtur yfirleitt fullra bóta. Á síðari árum hafa í mörgum löndum verið teknar upp tryggingabætur vegna upp- skerubrests sem eru háðar einskonar „veður-vísitölu". Sú hugmyndafræði byggir á því að bein tengsl eru á milli margra mælanlegra veður- fræðilegra þátta og uppskeru- magns og gæða. Trygginga- samningarnir geta þannig verið byggðir á rakastigi jarðvegs á ákveðnum tímum, rigningu, roki, hitastigi eða blöndu af ýmsum þannig mælanlegum þáttum, sem hafa bein áhrif á uppskeruna. Mikil fylgni þarf að vera á milli uppskerunnar, bæði magns og gæða, og hinna mælanlegu þátta veður- fars og umhverfis. Með þessari aðferð er talið að búið sé að af- nema huglægt mat á tjóninu og þar með minnka allan ágreining varðandi matið og umsýslukostnað við fram- kvæmd trygginga og uppgjör. Fyrirkomulag trygginga í Noregi er einna líkast því sem er hér á fslandi. Búgreinar, ríki og sveitarfélög sinna ákveðnum hluta sameiginlegra grunntrygginga gjarnan með meiri áhættu eða þar sem erfitt er að skilgreina áhættu ná- kvæmlega. Einstaklingarnir sinna svo því sem út af stendur, annað hvort með frjálsum tryggingum eða taka sjálfir áhættuna og tryggja sig ekki. /Úr skýrslu félagssviös BÍ, 2005. FREYR 09 2005 Teikning: Þorsteinn Davíðsson

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.