Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2005, Síða 8

Freyr - 01.09.2005, Síða 8
BJARGRÁÐASJÓÐUR Kúabændur vilja leggja af greiðslur til Bjargráðasjóðs Sigurður Loftsson, varaformaður LK og bóndi í Steinsholti: „Það sem mér finnst vera áberandi í málflutningi kúabænda er að menn vilja hafa frelsi í tryggingamálum eins og öðru." Á aðalfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var í byrjun apríl sl. voru mál- efni Bjargráðasjóðs til um- ræðu. Umræður um sjóðinn tóku mikinn tíma og margir tóku til máls. Ýmis sjónar- mið voru uppi en ályktun fundarins var sú að leggja til að inngreiðslum naut- griparæktarinnar til Bjarg- ráðasjóðs yrði hætt. Ástæðan var einkum sú, að mati fundarins, að breyttar forsendur væru fyrir tryggingavernd bænda og að mikil uppsöfnun hefði verið í sjóðinn af búnaðar- gjaldstillagi greinarinnar. Miðað við núverandi útgreiðslur bóta úr sjóðn- um myndu þessir fjármunir endast næstu 3-4 ár. LK lagði til að lögum yrði breytt á þá leið að almenn- ar tryggingar taki við af þeirri vernd sem Bjargráða- sjóður hefur veitt, eftir að fjármunir greinarinnar í b-deild sjóðsins verða full- nýttir. Stjórn LK var falið að útfæra hugmyndirnar nánar og vinna í málinu. Sigurður Loftsson, varafor- maður Landssambands kúa- bænda, segir að menn stoppi gjarnan við sama þröskuldinn - erfitt sé að leggja mat á mikil- vægi sjóðsins nema fyrir liggi samanburður á kostnaði við sambærilegar tryggingar á almennum markaði. „Trygg- ingafélögin hafa ekki treyst sér til að gefa tölur í þá þætti sem tryggingar Bjargráðasjóðs ná yfir. Til þess að hægt sé að meta kostnaðinn þurfa trygginga- félögin að leggja í talsverða undirbúningsvinnu og það vilja þau skiljanlega ekki gera nema nokkur von sé um að því fylgi einhver viðskipti. Á meðan við vitum ekki nákvæmlega hvað félögin geta boðið er erfitt að draga ályktanir. Ég tel hins vegar að það sé tiltölulega lítið mál að útbúa tryggingapakka fyrir þau mál sem b-deild Bjarg- ráðasjóðs nær yfir. Dæmi má taka af bótum vegna beins gripa- og afurðatjóns sem verður vegna ákveðinna áfalla. Hins vegar er flóknara að meta tjón sem verður vegna rekstrar- stöðvunar, t.d. vegna salmon- ellusmits eða annarra stóráfalla. Þegar um slík áföll er að ræða hafa menn líka spurt um getu Bjargráðasjóðs til þess að greiða eðlilegar bætur. Sjóðurinn hefur enga baktryggingu og ráð- stöfunarfé hans einungis það sem greitt er inn í hann frá bændum, ríki og sveitarfélögum." GREIÐSLUR INN í SJÓÐINN Nautgriparæktin greiðir 7,5% af sínu búnaðargjaldi til Bjarg- ráðasjóðs og námu tekjur sjóðs- ins vegna nautgriparæktarinnar 17,8 milljónum króna árið 2004. Þar sem tekjur hafa verið hærri en gjöldin undanfarin ár hafa fjármunir safnast fyrir í Bjargráðasjóði vegna nautgripa- ræktarinnar og nemur sú upp- söfnun nú um 70 milljónum. Margir hafa sett spurninga- merki við hvernig ávöxtun þessa fjár er varið. Eins hefur í um- ræðum um þetta mál komið fram sú skoðun að hætti naut- griparæktin inngreiðslum í sjóðinn þá missi kúabændur jafnframt réttinn til bóta- greiðslna. „Ég vil álíta að inn- greiðsla skapi rétt til útborgunar sama þótt viðkomandi hafi hætt innborgunum, ef fjármunirnir eru fyrir hendi. Eigi greinin inni peninga gætu kúbændur sem- sagt fengið útdeilt úr sjóðnum þangað til þeir eru uppurnir. Ég veit hins vegar að það eru ekki allir sammála þessari skil- greiningu," segir Sigurður. FORSJÁRHYGGJA EÐA SAMTRYGGING? Á aðalfundi LK komu fram mis- munandi skoðanir I umræðum. Gunnar Sigurðsson á Stóru- Ökrum kvað það forsjárhyggju að leggja á bændur að taka þátt í hóptryggingu eins og Bjarg- ráðasjóður væri. Hann stakk upp á því að kúabændur hættu að greiða í sjóðinn en þess í stað ætti LK að leita eftir hagstæð- ustu tryggingavernd fyrir kúa- bændur, sem menn gætu valið að taka þátt í eða ekki. Sigurður Loftsson telur þó ekki líklegt að kúabændur taki sig saman sérstaklega um tryggingavernd, það væri að hans mati hlutverk Bændasam- taka (slands að koma fram fyrir alla bændur í þessum efnum, líkt og rammasamningurinn við V(S ber merki. Sigurður spyr af hverju ekki sé hægt að setja tryggingar Bjargráðasjóðs inn í þann pakka. „Það sem mér finnst vera áberandi í mál- flutningi kúabænda er að menn vilja hafa frelsi í trygginga- málum eins og öðru. Bændur eru misjafnlega tilbúnir að mæta áföllum og ættu þar af leiðandi að eiga kost á því að ráða sinni tryggingavernd. Með því geta menn valið um sam- setningu sinna trygginga og m.a. ráðið sínu áhættustigi og þar með kostnaði." ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR 8 FREYR 09 2005

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.