Freyr - 01.09.2005, Síða 11
NAUTGRIPIR
kálfurinn sé nýlega dauður eða
drepist í burðarliðnum, gildir
það um 3 af hverjum 4 kálfum.
7,1% voru löngu dauðir. Nánari
útlistun er á 4. mynd.
Um heilsufar kúnna um burð-
inn er það að segja að 6,8%
kúnna voru skráðar með doða
og 4,5% fastar hildir, aðrir sjúk-
dómar voru mun sjaldgæfari,
eins og sjá má á 5. mynd.
Alls voru 39 kálfar vigtaðir og
reyndust þeir vera 34,8 kg að
meðaltali við burðinn. Þeir sem
drápust voru ivið þyngri en þeir
lifandi fæddu, 37,9 kg á móti
34 kg. Munurinn er þó naumast
marktækur eins og sjá má á 6.
mynd.
Samhengi stærðar og van-
halda er náið, allir af mjög litlu
kálfunum lifðu en tæpur þriðj-
ungur mjög stóru kálfanna
drápust. Fylgni (R2) vanhalda-
hlutfalls og stærðarflokks er
0,878. Nánara yfirlit er á 7.
mynd.
Þar sem um afturfótafæðingu
var að ræða voru vanhöldin
mjög mikil, eða 56,7%. Þarsem
um legsnurðu var að ræða voru
vanhöldin algjör, þau tilfelli eru
hins vegar einungis tvö. Þar sem
um engin burðarvandamál var
að ræða, voru vanhöldin engu
að síður 8,1%. Nánari útlistun
er á 8. mynd.
Vanhöld þegar engin burðar-
aðstoð var veitt voru 5,9% en
fóru stigvaxandi eftir því sem
meiri hjálpar var þörf, þegar að-
stoðar dýralæknis naut við voru
vanhöldin tveir af hverjum
þremur kálfum. Nánari útlistun
á 9. mynd.
Óverulegur munur reyndist
vera á vanhöldum naut- og
kvígukálfa, 18,6% á móti 18%.
Þá ber að geta þess eins og áð-
ur segir að tvíburafæðingar
voru innan við 10 þannig að
ekki ber að draga of víðtækar
ályktanir af þeim tölum sem
koma fram á 10. mynd.
ÞRIÐJUNGS VANHÖLD UND-
AN HEIMANAUTUM
Sæðinganaut voru feður 77,1 %
kálfanna og heimanaut feður
22,9% kálfanna. Verulegur
munur reyndist vera á vanhöld-
um eftir faðerni, 15,3% van-
höld voru undan sæðinganaut-
um en 31,2% undan heima-
nautunum. Þess ber þó að geta
að gera má ráð fyrir að heima-
nautin séu nær eingöngu notuð
á kvígur. Þriðjungs vanhöld
verða þó að teljast gríðarlega
mikil og meiri en niðurstöður
skýrsluhaldsins hafa sýnt al-
mennt hjá 1. kálfs kvígum. I því
hafa vanhöld hjá þeim verið á
bilinu 20-22% hin síðari ár. Hjá
yfirgnæfandi hluta þeirra kúa
sem fengið höfðu við heima-
nauti, var tal ekki þekkt.
HEILSUFAR KÚNNA
Talsverður munur er á heilsufari
kúnna um burðinn eftir því
hvort kálfurinn lifir eða drepst.
4. mynd. Hvenær kálfurinn drepst.
5. mynd. Heilsufar kúnna um burðinn.
6. mynd. Afdrif kálfa og þungi.
45,0
Afdrif
7. mynd. Samhengi stærðar kálfsins og vanhalda.
300 35%
Stæröarflokkur
FREYR 09 2005
11