Freyr - 01.09.2005, Síða 12
NAUTGRIPIR
8. mynd. Burðarvandamál og vanhöld.
60,0%
50,0%
40,0%
30,0%
20,0%
10,0%
0,0%
55,5°/
28,2%
11,6%
; ^ 0,3% v*
Enginn Litilsháttar
Mikil M. aðstoö dýral. Keisaraskuröur Ekki skráö
Flokkur
9. mynd. Burðarhjálp og vanhöld.
70,0% 62,8% 66,7%
50,0%
iO c
20,7%
5.9%
■ J
Enginn Litilsháttar Mikil M. aöstoö dýral.
Buröarhjálp
10. mynd. Kyn kálfsins og vanhöld.
100,0%
Kyn
11. mynd. Heilsufar kúnna og vanhöld.
12,0%
10,0%
B Kálfurinn liföi
■ Kálfurinn drapst
Fastar hildir og júgurbólga með
hita voru mun algengari hjá
þeim sem áttu dauða kálfa,
doði var hins vegar Ivið algeng-
ari hjá kúnum sem áttu lifandi
kálfa. Nánari útlistun á 11.
mynd.
Lengd burðarferils var skráð í
136 tilfellum. Að jafnaði tók
burðarferillinn 2 klst. og 2 mín-
útur, upphaf hans var ýmist
þegar belgur var kominn eða sá
á klaufir. Hann vartalsvert lengri
þegar kálfurinn drapst, um þrjár
klst., á móti 1 klst og 47 mín
þegar kálfurinn var lifandi
fæddur.
Ýmsar athugasemdir voru
skráðar, algengast var að kálf-
inn bæri vitlaust að, haus sneri
upp í loft, framfætur væru
krepptir eða haus snúinn aftur-
með. Þá létu tveir lífið undir
flórsköfum, fylgjan kom á und-
an í nokkrum tilfellum, sérstak-
lega áberandi á einu búi. Fáein-
ir höfðu kafnað í belgnum. Einn
kálfur fæddist stórkostlega van-
skapaður en þó lifandi, við nán-
ari athugun kom í Ijós að móðir
hans var undan hálfsystkinum. (
fimm tilfellum var þess getið að
faðir kálfsins væri af Limousine
kyni, þeir kálfar voru mjög stór-
ir en lifðu allir og burður gekk
átakalitið fyrir sig.
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR
Því hefur löngum verið haldið
fram að léttur burður einkenni
íslenska kúakynið. Segja má að
sú staðhæfing þarfnist endur-
skoðunar, þar sem einhvers
konar vandamál koma upp í
ríflega fjórða hverjum burði hjá
kúnum sem upplýsingar voru
skráðar fyrir. Hlutfall burðar-
vandamála er þá væntanlega
miklu hærra hjá 1. kálfs kvíg-
um, einnig hvað varðar burðar-
aðstoð, sem er veitt í um helm-
ingi allra burða. Þá vekja hin
gríðarlegu vanhöld hjá kúm
sem fá við heimanautum einnig
athygli og ættu að vekja bænd-
urtil umhugsunar hvort notkun
þeirra sé réttlætanleg. Sá
grunur að kálfarnir séu að
drepast í burðarliðnum fæst
rækilega staðfestur hér. Því þarf
að beina sjónum að síðustu
dögunum fyrir burðinn, því Ijóst
er að það er þá sem eitthvað fer
úrskeiðis, sem veldur því að
kálfarnir fæðast dauðir. Þá má
ekki dragast öllu lengur að fara
í útreikninga á erfðastuðlum
hvað þennan eiginleika varðar,
þar sem greinilegt er að mikill
munur er á milli nauta hvað
kálfavanhöld snertir. Ljóst er að
þróun undanfarinna ára verður
að stöðva, þar sem kúastofninn
er naumast lengur sjálfbær,
vegna stutts endingartíma
kúnna og sífellt aukinna kálfa-
vanhalda. Sé stofninn það ekki,
má velta fyrir sér hvort hann
geti þjónað hlutverki sínu við
mjólkurframleiðslu hér á landi á
komandi árum.
ÞAKKARORÐ
Bændum sem skréðu upplýsing-
ar um burðina eru þakkaðar já-
kvæðar undirtektir og greinar-
góðar upplýsingar um verkefni
þetta. Þá var Jón V. Jónmunds-
son okkur mjög innan handar
við gerð eyðublaða vegna burð-
arupplýsingar, hans framlag er
þakkað.
12
FREYR 09 2005