Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2005, Side 17

Freyr - 01.09.2005, Side 17
FÓÐUR innar, NorFor, verða horft til þess hvernig kolvetnahlutinn meltist í skepnunni, einkum í vömb. Hér á landi hefur verið látið nægja að greina þurrefni, prótein og meltanleika þurr- efnis í þjónustusýnum frá bændum og reiknað orku- (FEm) og próteingildin (AAT/PBV) út frá þessum þátt- um. Eins og hér verður fjallað um á eftir verður nú nokkur breyting þar á. VAMBARGERJUNIN í núverandi fóðurmatskerfi flokkast fitusýrurnar (mjólkur- sýra, ediksýra, smjörsýra og et- hanol), til að mynda úr votheyi, sem NFE og þar með sem auð- meltanleg kolvetni. I Ijós hefur komið að gerjunarefnin nýtast hins vegar afar illa sem orku- gjafi fyrir vambarörverunar. ( fóðri þar sem mikið er af þess- um efnum (>8% í þurrefni t. d. í blautu, óforþurrkuðu votheyi) er um hreint orkutap að ræða sem ekki nýtist til örveruvaxtar. Á mynd 1 má í grófum drátt- um sjá muninn á fóðurefna- greiningu í eldri fóðurmats- kerfum og því hvernig ætlunin er greina kolvetnahluta fóðurs- ins í fóðurmatskerfi framtíðar. Tilgangurinn er að geta lýst bet- ur hvernig kolvetnin meltast og nýtast hjá jórturdýrum. Eins og myndin sýnir er kolvetnaflokkn- um skipt í gerjunarafurðir, sykur, sterkju og frumuveggjar- efni (sellulósa, hemisellulósa og lignln). MÆLING Á FRUMUVEGGJ- AREFNUM í FÓÐRINU - HVAÐ ER NDF? Frumuveggjarefni í fóðri eru greind með því að sjóða fóður- sýni í hlutlausri sápulausn (pH = 7,0) og það sem eftir situr af sýn- inu eftir suðuna er nefnt NDF, - („Neutral Detergent Fiber") eða óuppleysanlegt tréni. Eins og áð- ur er getið samanstendur NDF af sellulósa, hemisellulósa og lignlni. Pektín, sem einnig er frumuveggjarkolvetni leysist upp við suðuna og er þess vegna ekki hluti af NDF. Hins vegar er í algengu fóðri lltið af því, ef frá eru taldar fóðurrófur og rófna- trefjar. NDF-greiningin er einföld og það hefur sýnt sig að hún hentar vel til þess að mæla þann hluta af tormeltu kolvetnunum sem eru nýtanleg (meltanlegar I vömb vegna örverugerjunar) I skepnunni. Dæmi um NDF-innihald I algengum fóðurtegundum er sýnt I töflu 1. Eins og taflan ber með sér eru það einkum gróffóðrið sem inniheldur NDF að ráði. ( gróf- fóðri eykst NDF með auknum þroska. Hversu mikil sú aukning er fer eftir grastegund, áburðar- magni og veðurfari. ( beitar- gróðri snemma á þroska- ferlinum finnum við oft lág NDF-gildi eða 35-45 % I þurr- efni (350-450 g NDF I kg þe). Af þeim fóðurtegundum sem helst eru notaðar I kjarnfóður- blöndur eru rófnatrefjar sem innihalda mikið NDF. Á móti kemur að vambarmeltanleiki NDF I rófum er hár samanborið við fóðurtegundir með tilsvar- andi NDF-magn. ( byggi og höfrum er sterkja langumfangs- mesta kolvetnið og því er NDF- gildið tiltölulega lágt. Aftur á móti er meltanleiki NDF í byggi og höfrum tiltölulega lágur. Hér hefur stuttlega verið fjall- að um kolvetni í fóðri, aðallega þó frumuveggjarefnin, flokkun þeirra og greiningu. f nýja fóðurmatskerfinu NorFor verða mælingar á NDF þungamiðja fóðurefnagreininga. Bændur hafa eflaust tekið eftir því, að nú býðst þeim að fá greint NDF í þjónustusýnum gegn sérstöku gjaldi. I næsta tölublaði Freys verður fjallað um meltingu og nýtingu á NDF í fóðri. Helstu heimildir: Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Grétar Hrafn Harðarson 1997. Gerjun nokkurra grastegunda í vömb jórturdýra. Ráðunautafundur, bls 234-241. Bragi Líndal Ólafsson o. fl. 2004. Kolvetni í fóðri jórturdýra. Fræða- þing iandbúnaðarins 2004. bls 156- 163. Harald Volden 1999. Hva er NDF og hvordan kan vi bruke det? (1). Buskap nr. 6. 1999. Tafla 1. Dæmi um NDF- innihald f algengu fóðri Fóðurtegund Sýni, dags Þroskastig NDF * g í kg þe % í þe Vallarfoxgras 04. j ú I Ekki fullskriðið 681 68,1 Vallarfoxgras 16.júli Fullskriðið 651 65,1 Vallarfoxgras 15.ágúst Að blómstra 696 69,6 Vallarsveifgras 04.júlí Byrjað að skríða 685 68,5 Vallarsveifgras 16.júlf í blóma 670 67,0 Vallarsveifgras 15.ágúst í fullum blóma 722 72,2 Bygg 240 Hafrar 300 Sojamjöl 120 Hálmur 720 *íslenskar mælingar á heyi en norskar mælingar á kjarnfóðri. Aska Aska Hráfita Hráfita Hráprótein Hráprótein Köfnunar- efnislaus afgangur Gerjunarafurðir Sykur Sterkja Tréni Núverandi kerfi Hemisellulósi Sellulósi Lignín Kerfi framtíðarinnar Mynd 1. Efnagreining á fóðri samvæmt núverandi fóðurmatskerfi og væntanlegu framtíðarfóðurmatskerfi, NorFor. FREYR 09 2005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.