Freyr - 01.09.2005, Síða 21
VIÐTAL
koti, til að aðstoða við að koma
af stað klaki á sjóbirtingsseið-
um, sem er gert enn, þó með
hléum hafi verið.
Selveiði?
Selveiði hefur verið stunduð
um aldir við ósana og á fjörun-
um í héraðinu eins og skýrt
kemur fram í ritum sr. Jóns
Steingrímssonar; þegar selveiði
bjargaði lífi fjölda fólks. Þannig
hefur það áreiðanlega verið oft.
Selur sást oft í Skaftárósi og
sjónum þar fyrir utan, en hann
kæpti þar ekki eins og í Kúða-
fljóti og austur á Skeiðarársandi.
Við Skaftárós var selurinn því
fyrst og fremst skotinn, þegar
hans var aflað til matar fram á
síðustu öld. Ég vandist ekki
bragðinu og Ifkaði það ekki eins
og eldra fólkinu, þegar ég
smakkaði súra selshreifa.
Tóvinna?
Ull var unnin heima. Strax að
lokinni rúningu þurfti að hrista
sandinn úr ullinni, sem féð fékk
í sig úr rofunum, sem mikið var
af ( heimalandinu. Síðan var
hún þvegin við bæjarlækinn, en
þar var hún þvegin upp úr keytu
sem safnað hafði verið saman
um veturinn, og síðan úr heitu
vatni í stórum potti, sem kynt
var undir á hlóðum. Að því
loknu var hún skoluð í tága-
körfu f læknum og breidd til
þerris á snögglendi. Þegar hún
var orðin þurr gekk móðir mín
um og tók þau reyfi, sem henni
leist vel á, áður en ullinni var
troðið í ballana og flutt suður að
Skaftárósi.
Ólöf, amma mín, sem lifði
fram yfir nírætt, fékk svo ullina
til vinnslu. Hún tók ofan af,
kembdi, spann, tvinnaði og síð-
an prjónaði. Til heimilis var líka í
14 ár frændi móður minnar,
Magnús Auðunsson, ekkjumað-
ur, sem heyjaði sjálfur handa
skepnum sínum og byggði hús
yfir þær. Hann nytjaði líka að
nokkru leyti hálfa eyðijörðina
Uppsali. Magnús átti prjónavél,
sem hann notaði bæði fyrir
heimilið og ýmsa nágranna.
Sveinn, móðurbróðir minn,
smíðaði spunavél áður en hann
fórtil Reykjavíkur 1929. Hún var
sett upp á hverjum vetri í gam-
alli hlöðu, sem hann hafði not-
að fyrir verkstæði og fengu ein-
hverjir utan heimilis afnot af
irlieiíi / * ‘
\kruhilUS SyitruDc
Kirkjubæjarklaustur'
SkjttlíH
Gryjvúnýar ófi
fÆM’-'S
Máfaibi
Skipbrotsmannasl
--^-zvjð Skaftárós,
Skaftáró*
Frá Seglbúðum og suður að Skaftárósi eru um 10 km í loftlínu. Heimild: Geodætisk Institut,
Kaupmannahöfn, 1945.
henni þar. Ég man líka aðeins
eftir að vefstóll var settur upp í
baðstofunni í nokkrar vikur.
Bæjarlækurinn tengist reynd-
ar fleiru en ullarþvotti eins og
nafnið á honum, Myllulækur,
segir til um. Við hann stóð
vatnsknúin mylla sem var notuð
fram á síðustu öld. Það var að
sjálfsögðu fyrst og fremst mel-
korn, sem þar var malað þó að
verið geti að það hafi líka verið
bankabygg. Melur óx ekki í
landi Seglbúða, en það eru
miklir melar í landi Hrauns,
þaðan sem Jón afi minn var. Ég
minnist þess einu sinni að verið
var að berja korn úr axi, en
gerði mér ekki grein fyrir því
hvað um kornið varð. Þetta var
stuttu áður en faðir minn
byrjaði byggrækt um 1940.
Spratt það vel, en aðferðir við
sláttinn með hestasláttuvél og
handbindingu bindanna voru
frumstæðar. Engu að síður voru
keyptar þreski- og hreinsivél og
mótor settur fyrir. Kom furðu
drjúgur kornbingur sem notað-
ur var í fóður. Aðeins var líka
gerð tilraun til að mala kornið í
handsnúinni kvörn en það
reyndist erfitt. Augljóst var að
með þessu móti var vinnan allt-
of mikil til að hægt væri að
halda áfram miðað við þá
möguleika sem voru orðnir að
kaupa korn og mjöl.
Hvað gerði fóik í frístundum?
Frístundir voru aðallega yfir
veturinn, þá voru verkin, þ.e.
gegningarnar, léttari en sumar-
verkin. Mest voru samskiptin
milli bæja. Fólk gaf sér tíma til
að fara milli bæja til að spjalla
og spila og stundum kom full-
orðið fólk til okkar og gisti
nokkrar nætur. Einn góður vinur
og frændi ömmu minnar, Eiríkur
Steingrímsson á Fossi á Sfðu,
kom þannig marga vetur.
Hávarður Jónsson í Króki í Með-
allandi kom stundum til að spila
lomber, en hann hafði gaman af
því spili eins og faðir minn. Á
daginn var fullorðna fólkið við
vinnu sína og þá spilaði Hávarð-
ur við okkur krakkana, einkum
mig og Ásdísi, systur mfna.
Slíkar venjur hafa sjálfsagt
tfðkast lengi. Árið 1900 höfðu
orðið nokkur þáttaskil í félagslífi
sveitarinnar þegar stúkan Alda-
mót er stofnuð, en hún varð
grundvöllur að eflingu félagslífs
í sveitinni. Forgöngumenn að
stofnuninni voru Guðlaugur
Guðmundsson, sýslu- og al-
þingismaður á Klaustri, og
Magnús Bjarnarson, prestur á
Prestsbakka. Þeir voru báðir öfl-
ugir félagsmálamenn og meðal
stofnenda var líka Lárus Helga-
son, forystumaður byggðarlags-
ins næstu áratugina. Varð hún
góður félagsmálaskóli fyrir
fundarstjórn, almennan söng
FREYR 09 2005
21