Freyr - 01.09.2005, Page 22
VIÐTAL
og dans. Kom hún strax upp
myndarlegu samkomuhúsi á
gamla þingstaðnum á Kleifum,
þar sem einnig var boðað til al-
mennra skemmtifunda.
UNGMENNAFÉLAG
Faðir minn varð formaður Ung-
mennafélagsins Ármanns fljótt
eftir stofnun þess árið 1910,
undir handarjaðri Helga Þórar-
inssonar. Á heimili hans í Þykkva-
bæ hélt félagið fundi sina, þang-
að til skólastofan, sem áður er
nefnd, var byggð. Skólastofan
varð síðan félagsheimili Ármanns
í 40 ár.
Félagsstarfið efldist fljótt og
voru fyrstu verkefni málfundir,
glímuæfingar og sundkennsla,
þar sem Steingrímur Pálsson,
sundkennari, kenndi fyrst. Komið
var upp hlaðinni sundlaug við
kaldan læk sem og bókasafni og
gefið út handskrifað blað, sem
móðir mín ritstýrði fljótlega. Fékk
félagið öfluga menn til aðstoðar.
Einar Sigurfinnsson á Efri-Steins-
mýri, faðir Sigurbjarnar biskups,
þótti frábær ræðumaður. Elías
Bjarnason, höfundur reiknings-
bókar, var barnakennari í hreppn-
um fyrsta áratug félagsins og
stjórnaði söng og lék og kenndi á
orgel. Ágúst Jónsson var góður
harmónikuleikari fyrstu ár þess
og við af honum tók Magnús
Sigurðsson, bóndi á Orustustöð-
um á Brunasandi, sem kom
gangandi yfir Landbrotsvötnin á
ísi á veturna. Þannig mætti áfram
telja. Síðar urðu sveiflur í félags-
starfinu en það lifir enn, bráðum
hundrað ára.
Fyrstu mannamótin, sem ég
minnist í skólanum, voru barna-
samkomur kvenfélagsins sem
haldnar voru um hverjól. Síðan
hélt sr. Gísli Brynjólfsson messur
þar um nokkurra ára skeið, þar
sem fólk kom gangandi úr
mestum hluta Landbrotsins, en
of langt var að ganga til sóknar-
kirkjunnar á Prestsbakka. Leik-
sýningar og aðrar samkomur
voru frekar haldnar í skólanum
á Klaustri sem var stærri.
Að loknum skólaárum mínum
í Reykjavík fyrir og um 1950
hafði bílaeign o.fl. gjörbreytt
aðstæðum. Hafin var bygging
félagsheimilis á Klaustri og
skólahúsið á Klaustri verið rifið.
Næstu fimm árin voru fundir
ungmennafélagsins þó haldnir
áfram í Þykkvabæ, en aðrir
fundir gjarnan í gistihúsinu.
Böllin færðust hins vegar í litla
skólahúsið í Múlakoti, sem var
reist 1909 og er sennilega einna
elst slíkra húsa, Iftt breytt á sín-
um stað. Árið 1955 færist fé-
lagsstarfið svo í félagsheimilið
Kirkjuhvol.
BÚNAÐARFÉLAG
Búnaðarfélag Kleifahrepps var
stofnað 1889 fyrir forgöngu
Bjarna Jenssonar, sem árið áður
varð héraðslæknir þar og bjó
lengi á Breiðabólsstað. Hann var
bróðursonur Jóns Sigurðssonar
forseta, en ef til vill sjálfur þekkt-
astur fyrir hjálp við skipbrots-
menn af þýska togaranum Fried-
rich Albert á Skeiðarársandi
1903. Kleifahreppi var skipt
1892 í Hörgslands- og Kirkju-
bæjarhrepp og nafni búnaðarfé-
lagsins breytt í samræmi við það
í búnaðarfélög þessara hreppa.
Ýmsar bernskuminningar
rifjast upp, sem tengjast búnað-
arfélaginu. Mér var bent á fyrstu
sáðsléttuna í túninu, sem ráðu-
nautur BÍ vann að rétt eftir
1910. Ég sá dráttarvél, sem
búnaðarfélögin tvö keyptu árið
sem ég fæddist, en hún var seld
fáum árum sfðar, þar sem rekst-
ur hennar gekk ekki. Mér varð
Halldór Pálsson strax minnis-
stæður, þegar hann kom á
fyrstu hrútasýninguna sem
haldin var í Seglbúðum. Ég man
glöggt svar föður míns, þegar
móðir mín sagði að Steingrímur
Steinþórsson hefði hringt og
boðað komu 14 manna hóps
frá BÍ, sem óskaði gistingar um
kvöldið. Svarið var „við úthýsum
ekki Steingrími", en þeir voru
saman á Hvanneyri og verið
góðir vinir eftir það. Og þegar
Páll Zóphónfasson steig út úr
bílnum sagði hann við móður
mína: „Hvernig ætlarðu að
koma okkur fyrir, góða mín".
Einhvern veginn tókst það, þó
að hvorki væri hátt til lofts né
vítt til veggja í gamla bænum.
STOFNRÆKTARBÚ
FYRIR SAUÐFÉ
Þegar ég var að Ijúka stúdents-
prófinu 1950 í Reykjavík og
kem úr kvöldgöngu sfðla kvölds,
bíður mfn Hjalti Gestson ráðu-
nautur, sem ég sá þá í fyrsta
sinni. Erindi hans var að biðja
mig að koma upp stofnræktar-
búi fyrir sauðfé, en hann var þá
búinn að koma að Seglbúðum
og skoða féð. Ég féllst á það þó
að ég hefði lítið komið að fjár-
ræktinni, þar sem ég vissi að
það yrði ávinningur fyrir mig að
fá ráðgjöf Hjalta og fleiri góðra
ráðunauta. En um hirðingu fjár-
ins sá Jóhann vinnumaður al-
gjörlega, enda afar glöggur fjár-
maður. Faðir minn hafði haft
mikinn áhuga á búfjárrækt og
fengið með nokkru millibili þrjá
kollótta hrúta; úr Gilsfirði, frá
Svanshóli og Suður-Vík, og var
má segja allt féð orðið kollótt.
Á næstu árum var sótt fé til
fjárskipta vegna mæðiveikinnar,
fyrst f vesturhluta Rangárvalla-
sýslu og síðan í Mýrdal. Voru
nokkrir menn saman í hópum,
sem önnuðust kaupin. Sá sem
að Seglbúðum kom tók þar
nokkra tugi hrúta. Maður í öðr-
um hópi fréttir þetta og setur
ofan í við þá fyrir glannaskap,
en fer sjálfur á annan bæ til
kaupa. Þar kemur hann auga á
hrút, sem hann falast eftir við
bóndann, en bóndi svarar:
„Hann er frá Seglbúðum".
( framhaldi af þessum fundi
okkar Hjalta benti hann mér á
árleg námskeið Búnaðarsam-
bands Suðurlands f Stóru-Sand-
vík. Ég fór þangað 1952 og þó
að það væri aðeins fimm vikur,
fannst mér það ákaflega gagn-
legt, enda aðbúðin líka góð.
Eftir þetta tók við hjá mér
starf innan búnaðarfélags
hreppsins, þar af formennska f
um 25 ár. [ framhaldi af því
komu svo fljótlega ýmis verkefni
fyrir þess hönd og fleiri á öðrum
vettvangi.
Ég tel óhætt að segja að það
hafi verið gott samfélag, sem ég
ólst upp og starfaði í. Þar ríkti
mikil samhjálp og samhugur.
Það var búið á hverri jörð eins
og landið þoldi og allt nytjað,
og fólk lagði mikið á sig til að
búa í haginn fyrir sig og sína og
framtíðina. /M.E.
( W'.r- 1 \
BÚSTiöUR RASTEIGNASAL.A A LANDSBYGQÐINNI ■ ™ VILTU SELJAJÖRÐ? /\ A\
Við þekkjum landsbyggðina og til búrekstrar. -J œ ...
Sanngjörn söluþóknun.
Jón Sigfús Siguriónsson hdl. og löggiltur fasteignasali - Mörkinni 3 Reykjavík - Sími 545-4100 & 868-4112
V , ^
22
FREYR 09 2005