Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2005, Síða 27

Freyr - 01.09.2005, Síða 27
MOLAR Lífrænn landbúnaður í sókn í ESB Nýjar upplýsingar frá Eurostat, stofnun er safnar hagtölum I löndum ESB, sýnir að líf- rænn landbúnaður óx mikið í löndum sam- bandsins á árunum 1988-2002. Akrar und- ir Iffræna ræktun hafa stækkað um 21 % á tímabilinu. Land undir lífræna ræktun í ESB nam um 4,887 milljón hektörum (lok tfmabilsins eða um 4% af akurlendi ESB. Fast að fjórðungur þessara akra er í Ítalíu, en landið hefur um árabil flutt út mikið af lífrænum afurðum. Mesta aukning í líf- rænni ræktun hefur hins vegar verið í Bret- landi, Grikklandi og á Spáni. Má bæta við að Spánn hefur á síðari árum veitt Ítalíu vax- andi samkeppni í þessum útflutningi. Á alþjóðlegum mælikvarða er lífrænn landbúnaður í ESB þó lítill. Ástæða þess er sú að umfangsmikill lífrænn landbúnaður á sér stað í löndum þar sem landrými er mik- ið, svo sem í Ástralíu og Argentínu. Auk þess hefur orðið mikil aukning í framleiðslu og neyslu lífrænna afurða í Norður-Amer- fku. Upplýsingar Eurostat eru einnig fróðlegar að því leyti að meðalstærð lífrænna býla er í flestum löndum meiri en hefðbundinna býla. Þetta á m.a. við um Svíþjóð þar sem bændur í Iffrænni ræktun eru jafnframt tíu árum yngri en aðrir bændur að meðaltali, auk þess sem konur eru fleiri meðal þessara bænda en í hefðbundnum búskap. Neysla lífrænna afurða er mest f norðlæg- ari löndum ESB. Stærstu markaðirnir eru í Þýskalandi og Bretlandi og þau eru öðrum löndum fyrirmynd í þessum efnum. Áhugaverð þróun á sér nú stað í Þýska- landi en þar annast bændur í lífrænni rækt- un í vaxandi mæli úrvinnslu afurða sinna. Vöxturinn í sölu Iffrænna afurða í Þýskalandi hefur einnig orðið hvatning fyrir löndin tíu, sem nýlega gengu í ESB, um að auka fram- leiðslu sína á lífrænum afurðum, einkum Ungverjaland og Tékkland. (Internationella Perspektiv nr. 26/2005). Hámjólka kýr þurfa langan tíma til að éta Það liggur í hlutarins eðli að hémjólka kýr þurfi að éta mikið. Þannig er einnig beint samband milli hárrar nytar og þess tíma sem fer f át. Það er niðurstaða athugannar á vegum Danmarks Jordbruks Forskning. Athugunin sýnir einnig nákvæmlega hvernig kýrin ver sólarhringinum. I rannsókninni var fylgst með 200 hámjólka fyrstakálfs kúm af Holstein kyni á tíu mínútna fresti allan sólarhringinn, hvað þær höfðu fyrir stafni og hvar þær voru. Athuganir á hverri kú voru gerðar fjórum sinnum, tvisvar snemma á mjaltaskeiðinu og tvisvar seint. Fóðrað var eftir átlyst með heilfóðri. Að jafnaði átu kýrnar í fimm klst. á sólarhringi og auk þess stóðu þær við fóðurganginn, (jötuna) án þess að éta í tæpa tvær klst. Samhengi áttíma og nytar var skýr, bæði á fyrri og síðari hluta mjaltaskeiðs. En því meira sem kýrnar éta, því lengri tíma þurfa þær til að jórtra. Þær þurfa einnig tíma til hvíldar, það þarf að mjólka þær og svo tekur tíma að fara á milli jötu og legubáss. Þegar allt er reiknað er á mörkunum að sólarhringurinn endist. Athugunin sýndi m.a. að hvíldartíminn á legubásnum styttist verulega við aukna nyt. Stjórnendur rannsóknarinnar, þeir Peter Lövendahl og Lene Munksgaard, vekja á því athygli að mikilvægt sé að líta á tímann sem framleiðsluþátt til jafns við fóðrið. Þau leggja áherslu á að hafa þurfi f huga mörg hagnýt atriði sem geti auðveldað lífið þegar nytin vex. (Landbrugsawisen nr. 35/2005). Það borgar sig að fara vel að kálfunum Hlýleg framkoma við búféð skilar sér. Það er niðurstaða margra athugana, bæði í nautgripa- og svínarækt. Danmarks Jordbruks Forskning hefur á síðari árum gert fjórar tilraunir með mismunandi meðferð á kálfum. Þær sýna að kálfar, sem fengu persónulega mjólkurgjöf, sýndu hirðinum mest traust. Það er ágætt að tala við kálfinn og klappa honum en það er enn mikilvægara að hirðirinn færi honum sjálfur mjólkurfötuna til að drekka úr. ( annarri tilraun var athugað hvenær best væri að umgangast kálfana, þ.e. fyrstu fjóra dagana, 6 - 9 daga eða 11-14 daga gamla. Niðurstaðan var skýr. Kálfar, sem var sinnt fyrstu dagana eftir að þeir komu í heiminn, sýndu fólki mest traust næstu tvo mánuði. Ef kálfurinn gengur undir móðurinni fyrstu fjóra ævidagana er erfitt að eyða tortryggni hans gangvart fólki á þeim tima. Það er hins vegar gerlegt næstu fjóra daga eftir að kálfurinn hefur verið tekinn frá móðurinni. Þriðja athugunin sýnir - ekki óvænt - að því meiri aðhlynning, því minni er ótti kálfsins gagnvart fólki. Kálfar, sem sinnt var tvisvar á dag í sex mínútur í hvert skipti fyrstu daga lífs síns urðu óhræddari við fólk en kálfar sem sinnt var í þrjár mínútur tvisvar á dag eða í hélfa mínútu tvisvar á dag. (Landbrugsavisen nr. 35/2005). ÞJONUSTUAUGLYSINGAR Hliðasmára I7 • 20I Kópavogi • Sími: 550 3000 • Fax: 550 300 1 BújflrðiiKo ímeignir@ fmeignir.is • www.fmeignir.is fmeignirJs 3000 Bændabkiðið Smáauglýsingar Bændablaðsins skila árangri. Sími auglýsingadeildar er 563-0300. Netfang: augl@bondi.is FREYR 09 2005

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.