Freyr - 01.09.2005, Side 33
SAUÐFJÁRRÆKT
---------------------------------------------------------------------------\
Ferð bænda og Véla og þjónustu
3. - 8. nóvember
í samvinnu við Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar
Enn einu sinni leggjumst við í víking og erferðinni nú heitið til Hollands og Þýskalands. Flogið verður
til Amsterdam og þaðan farið í heimsókn til Krone. Þar verður gist og verksmiðjan skoðuð.
Því næst er ferðinni heitið til Peine þar sem Stoll og McCormick taka á móti hópnum. í Peine verður
gist í 3 nætur og Agritechnica sýningin heimsótt.
Að lokum er ferðinni heitið aftur til Amsterdam þar sem gist verður í eina nótt og flogið aftur til íslands.
Verð á mann, miðað við 2ja manna herbergi er kr. 89.000,-
Innifalið: flug og skattar, rútuferðir, gisting, miðar á sýningu og fæði að hluta til.
Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 8.100,-
Vinsamlegast staðfestið pantanir - Takmarkað sætaframboð.
Pantanir og frágangur greiðslu er hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar,
utanlandsdeild, sími 511-1515.
:pjónus m
Járnhálsi 2 I I0 Reykjavík Sími: 5-800-200
www.velar.is
Bændablaðinu en Ijóst er af upplýsingum
frá bændum að árangur var mjög breyti-
legur en góðu heilli samt mörg dæmi um
góðan árangur.
Ég tel að, þó að á bátinn gefi, sé ákaf-
lega mikilsvert að fram verði haldið með
að þróa djúpfrystinguna sem valkost við
sæðingar sauðfjár hér á landi. Líklegt er að
notkun á djúpfrystu sæði sé hagkvæmasti
valkosturinn til að mæta aukinni þörf fyrir
sæði. Ljóst er að sú notkun, sem er í dag á
fersku sæði, er mjög nálægt þeim mörkum
sem núverandi stöðvar anna með skapleg-
um hætti. Fullljóst er að fyrst og fremst af
kostnaðarástæðum mun djúpfryst sæði
ekki koma í stað notkunar á fersku sæði í
sauðfjárræktinni hér á landi á næstu árum.
Það er hins vegar ákaflega áhugaverður
kostur til að sinna margs konar breiðari
þörfum. Þar má benda á:
• að tryggja þeim svæðum, sem búa við
erfiðastar samgöngur gagnvart stöðvun-
um, öruggt framboð á sæði.
• notkun á djúpfrystu sæði gefur kost á
meira vali á þeim hrútum sem fengið er
sæði úr til notkunar en að nota ferskt
sæði.
• margvíslegum sérþörfum notenda verður
mun auðveldara að sinna á þennan hátt.
Páll Þórarinsson, sem ættaður er frá Litlu-Reykjum í Flóa, við sæðistöku á Sauðfjársæðinga-
stöð Suðurlands í Þorleifskoti. Ljósm. Þorsteinn Ólafsson.
hrútasæði sem Þorsteinn Ólafsson gerði
grein fyrir í Frey á síðasta ári. (Ijósi þeirrar
reynslu, sem þar fékkst, var ákveðið að
bjóða upp á notkun á djúpfrystu sæði í
desember 2004 víða um land. ( nóvember
var því hrútakostur beggja stöðvanna í
sæðistöku vegna djúpfrystingar. Samtals
voru sæddar 2.735 ær með djúpfrystu
sæði víða um land. Þegar niðurstöður
liggja fyrir verður gerð grein fyrir þeim í
V
FREYR 09 2005
33