Skátablaðið Faxi - 15.12.1967, Blaðsíða 11
&>
é # ‘* ;# > «&» Ji
ÍV.Í / ,
e^kátarnir hér í Eyjum hafa mælzt til þess, að ég skrifaði nolckur
°rð í blaðið þeirra Faxa, sem þeir hafa gefið byggðarsafninu og ég
þakka fyrir hönd þess»
Enn er mér í fersku minni, þegar Skátafélagið Faxi var stofnaðo
Það var í febrúar 1938. Megin kjarni skátadrengjanna voru bá
nemendur Gagnfræðaskólanso
Áður en Faxi var stofnaður, var rætt um stofnun félagsins með okkur
kennurum Gagnfræðaskólans og vegið og metið, hversu mikilvægt gildi
skátafélagsskapurinn gæti haft fyrir þann hluta skólastarfsins," sem
lýtur og laut að uppeldi unglingannao Þorsteinn Einarsson, síðar
íþróttafulltrúi, var þá aðalkennari skólans hjá méro Við komum
okkur saman um að láta til skarar skríða og vinn að stofnun skáta-
felagsins. Margir efnilegir og mannvænlegir skólapiltar voru með
í stofnunni og Gagnfræðaskólinn lánaði félagsskapnum herbergi í
skolahusinu, þar sem skátarnir höfðu bæk stöð sína fyrstum sinn.
Þar heldu þeir félagsfundi sína og höfðu þar aðra aðhlynningu, sem
hverjum félagsskap er lifsnauðsýno Þannig var Gagnfræðaskólinn hér
fyrsta féla^gsheimili skátanna. Og vissulega þurfti skólastofnunin
ekki að sjá^eftir ÍDeirri fórno Skólinn fékk hana margfaldlega endur-
^reidda^ þvi að Skátafélagið Faxi, félagar þess, reyndust bratt hinir
ahrifaríkustu og mæt'stu nemendur skólans, sem höfðu í hvívetna
bætandi áhrif a skólann og skólalífið í heild. Fyrst og fremst gat
það att ser^stað sökum þess, að skátapiltarnir fundu til ábyrgðar
gagnvart sjalfum sér og félagsskapnum, félags, andanum og heirði
Faxa. __Uppeldisahrif þessara ungmenna í Faxa, á jafnaldra sína urðu
undragoð og heillavænlego
Það sem fyrst og fremst gerði Faxa þá að því, góða, sem hamr.
var piltunum sínum og^umhverfinu (Stúlknadeild eða stúlknasveit var
]oa ekki stofnað þar) í heild, var algjört bindindi bæði á tóbak og
afengi, ..og. svo prúðmennskan og hugs jonaeldurinn, sem brann með þessu
unga fólki.^
Eg hefi síðan fylgzt dálitið með þróun, skátafélagsins Faxa.
Þegar skátarnir hér afneituðu^bindindisheiti félagsins síns og tóku
upp aðra siði gagnstæða, beið félagsskapur þeirra mikinn hnekki.
Þetta vil ég segja ykkur mínir kæru skátar, fyrst þið báðuð mig að
sknfa nokkur orð í blaðið ykkar. Eg efast satt að segja um, að"
Faxi hafi í annan tíma beðið meiri eða skaðvænlegri hnekki en eftir
það að hann sleppti bindindisheitinu og bindindisstarfinu úr félags-
1 skapnum eða af stefnuskrá sinni. Ekki veit ég vel, hvernig þessu
er_ nú varið hjá Skátafélaginu Faxai Ef til vill fæ ég svar við
heirri_eftirgrennslan minni í blaðinu Faxa nú á næstunni.
Bindindisstarfið Skátanna hér og hin heillavænlegu uppeldisáhrif
af því og annarri mannvænlegri'framkpmu þeirra í heild, verður mér
ávallt ríkast í huga, er ég minnist fyrstu ára Faxa.
Þorsteinn Þ. Víglundsson