Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 7
Gilwell 1990
Gilwell námskeið var haldið á Úlfljóts-
vatni síðustu vikuna í ágúst sl. Þátttak-
endur voru 20 víðsvegar af landinu.
Námskeiðið tókst mjög vel enda vel að
því staðið. Leiðbeinendur voru margir
okkar fremstu manna og kvenna í for-
ingjaþjálfun auk þess sem nýir leiðbein-
endur fengu að spreyta sig.
Að venju var hópnum skipt í 4 flokka:
Uglur, Dúfur, Gauka og Hrafna. Á
dagskrá voru síðan ýmis fræðandi erindi
um skátahreyfinguna og foringjastörf auk
margháttaðra verklegra æfinga í útilífi og
flokkastarfi. Ekki verður annað sagt en
þátttakendur hafi lifað sig inn í starfið,
jafnt ungir sem aldnir, en rúmlega20 ára
aldursmunur var á yngsta og elsta þátt-
takanda. Einnig var starfsmannahópur-
inn stór. Stjórnandinn Björgvin Magnús-
son hafði sér til fulltingis á annan tug
leiðbeinenda, aðstoðarmanna og gesta-
leiðbeinenda að ógleymdu frábæru mat-
reiðsluliði sem ávallt gat glatt mannskap-
inn, þó stjórnandinn væri að færa allt í
kaf með ómennskum kröfum um vinnu-
framlag.
En hvað er Gilwell?
Gilwell eroft kallað hápunkturforingja-
þjálfunarinnar. Hugmyndin að Gilwell er
komin frá B.P. sjálfum. Honum datt í hug
að árangursríkt gæti verið að safna
foringjum saman í langa útilegu og leyfa
þeim að upplifa það að vera þátttakendur
jafnframt því að þeim væri veitt markviss
fræðsla. Nafn sitt draga námskeiðin af
landareign í útjaðri London, sem skát-
ahreyfingin eignaðist snemma og heitir
Gilwell-Park, en þar var einmitt fyrsta
Gilwell námskeiðið haldið árið 1919.
Fram til ársins 1969 var öllum Gilwell
námskeiðum í heiminum stýrt frá Gilwell-
Park en þá var hverju bandalagi falið að
annast alla sína foringjaþjálfun. Fyrsta
Gilwell námskeiðið hér á landi var haldið
árið 1959 og stjórnaði Björgvin Magnús-
son flestum námskeiðum til 1973 og tók
hann síðan upp þráðinn að nýju í fyrra.
Gilwell námskeið er rúmlega viku löng
útilega í tjöldum þar sem flokkarnir reisa
sér tjaldbúð, sem fullnægir þörfum þeirra
til þægilegrar dvalar við leik og störf.
Einnig er farin 24 stunda markferð. Á
hverju kvöldi eru haldnar kvöldvökur þar
sem flokkarnir koma með skemmtiatriði
samkvæmt fyrirmælum sem þeirfá stuttu
fyrr. Á daginn er síöan kennsla og
umræður ásamt verklegum æfingum. En
þetta er aðeins fyrsti hluti Gilwell þjálfun-
Skátaskálinn eða gamli golfskálinn
eins og hann er oftast kallaður var
byggður árið 1938 af Golfklúbbi Vest-
mannaeyja. Klúbburinn hafði aðsetur sitt
arinnár. Annar hlutinn er vinna að foring-
jastörfum skv. áætlun í 4 mánuði undir
handleiðslu leiðbeinenda. Þriðji hlutinn
er svo skrifleg lausn verkefna sem lögð
eru fyrir.
Faxi hefur ekki haft þátttakenda á
Gilwell í fjöldamörg ár en í ár varð
breyting á, því einn drengur úr Eyjum var
mættur á svæðið.
Eins og áður hefur komið fram þá var
hópnum skipt niður í fjóra flokka og lénti
Eyjamaðurinn í flokk er heitir Gaukar.
Þessi drengur(Högni) hafði það á orði að
þetta væri besta og skemmtilegasta
námskeið sem hann hefði farið á til
þessa. Að lokum vill hann hvetja alla
skáta til að reyna þetta þegar þeir hafa
náð 18 ára aldri.
þar, allt til ársins 1973, en þá byggði
klúbburinn nýjan skála.
Bæjarsjóður eignaðist skálann og lán-
aði Skátafélaginu Faxa skálann með því
skilyrði að það annaðist viðhald hans.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á
skálanum á þessu ári. Hann var málaður
allur að utan, lagður hitakútur,
steypt í gólfið í viðbyggingu, settir hlerar
fyrir alla glugga og margt fleira. Aðaldrif-
fjörðin í flestum þessum verkum var Gísli
Sigmarsson og vill Skátafélagið Faxi
þakka fyrir vel unnin verk.
Útilegur eru haldnar þar um hverja
helgi og er hann oftast pantaður langt
fram í tímann. Enda er gífurlega vinsælt
að fara í útilegur þar, þó sérstaklega hjá
yngri krökkunum.
Skálinn er einnig notaður af Hjálpar-
sveit skáta í Vestmannaeyjum fyrir
sjúkragæslu á þjóðhátíðum. A sumrin er
hann opinn fyrir ferðamenn og tjaldgesti
sem hreinlætisaðstaða.
Þannig að skálinn er mikið notaður allt
árið um kring og því fylgirmikil sjálfboða-
vinna við skálann sem Skátafélagið Faxi
hefur að mestu leyti séð um og skilað
verki sínu með prýði.
• Doppóttu fílarnir í útilegu.
• Þátttakendur á Gilwell 1990.
Skátaskálinn
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
T