Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Síða 11
Hvaö er Landsmót skáta?
Landsmót skáta er viku skátamót sem
haldið er af Bandalagi íslenskra skáta.
Þessi skátamót eru haldin víðsvegar um
land fyrir skáta á aldrinum 11 ára og eldri.
Skátamót þessi eru haldin á þriggja til
fjögurra ára fresti. Þarna hittast skátar
allstaðar að af landinu og einnig fjölmarg-
ir frá öðrum löndum heimsins. Þetta er
kjörinn staður til að eignast nýna vini
allsstaðar að úr heiminum. Hópur ungra
Eyjamanna tók þátt í sumar og hér á eftir
munum við reyna að fræða ykkur um ferð
þeirra.
Landsmót skáta 1990.
Undirbúningurinn:
Undirbúningurinn fyrir Landsmótið var
mikill. Sett var á laggirnar flokkakeppni
og fengu flokkarnir mánaðarlega ný
verkefni. Verkefnin voru byggð upp á því
að flokkarnir gerðu nytsamlega hluti sem
hægt yrði að nota á landsmótinu. Má þar
nefna varðeldaskykkju, göngustaf,
flokkskistu auk annars. Flokkurinn Pönd-
ur fékk viðurkenningu fyrir göngustafi.
Þátttakan hér í Eyjum var fremur léleg.
Fyrir Landsmótið varfararstjórn skipuð
af skátafélaginu Faxa og i fararstjórn
voru Högni Arnarson, Sif Pálsdóttir, Páll
Z, og fararsstjóri var Marinó Sigursteins-
son. Undirbúningurinn hófst að fullu
tveimur vikum fyrir Landsmótið, með
fundarhöldum og vinnukvöldum. Þar var
athugað var hvort tjöld og aðrir nauðsyn-
legir hlutir væru í lagi. Akveðið hvernig
hliðið ætti að vera og einhverjar einingar
voru settar saman með hjálp HSV. Við
þurftum að koma með eitt atriði sem átti
að vera tívolí atriði, en það varatriði sem
öll félög urðu að koma með. Fengum við
Herjólfsgám lánaðan. Þar komum við
fyrir öllum útbúnaði og fylgdi þessi gámur
okkur allan tímann.
Hvað var til boða á mótinu?
Dagskráin var mjög fjölbreytt, henni
var skipt niður í 8 lönd. 1. Undraland. Þar
gerðust ótrúlegustu hlutir. Má þar nefna
risabolta, risagolf, þriggja enda reipitog,
bílarallý, kassabílarally, BMX keppni og
margt fleira. 2. Þrauta og metaland. Þar
reyndu flokkarnir að setja met í ótrúleg-
ustu hlutum eins og pílukasti, bogfimi,
sigi, að troða sér í símaklefa, fjallahjóla-
rallý, skíðagöngu og mörgu fleiru. 3.
Vatnaland. Þaðan komst enginn þurr
sem á annað borð tók þátt og voru
þrautirnar við eða út í Úlfljótsvatni. Á
meðal þrauta þar má nefna vatnasafarí,
bátsferðir, eyjaferðir, kanó, koddaslag,
seglbretti, vatnsrennibraut og þá er ekki
nærri allt talið.
4. ísland. Það var póstur sem var fyrst
og fremst ætlaður til að efla skógrækt og
landgræðslu í kringum Úlfljótsvatn, og
fengu flokkarnir að spreyta sig í
skógrækt.
5. Tækni og hikeland. í Tæknilandi var
tækni höfð í fyrirrúmi. Má þar nefna
Ijósmyndun, myndbandagerð, málmleit,
heimsóknir í virkjanir og margt fleira. En í
hikelandi var boðið uppá þrennskonar
hike, lítið hike, dagshike og sólarhrings-
hike, þar sem þeir allra hraustustu tóku
þátt(ekki Hjalli).
6. Dróttskátaland. Þessi dagskrárliður
var aðeins starfræktur á nóttunni, og
gafst þá eldri skátum kostur á að spreyta
sig á flest öllum löndunum.
7. Skátaland. Þarna var keppt í skátaí-
þróttum þar sem einstaklingar og flokkar
keppa í skemmtilegum þrautum.
8. Keppnisland. Keppt var í hefð-
bundnum íþróttum eins og fótbolta, blaki
og fl. Einnig var einstaklingskeppni á
svæðinu. Þar gátu einstaklingar keppt í
sundi o.fl.
Ferðasagan.
Loksins hófst ferðin sem allir höfðu
beðið eftir. Það var laugardaginn 31 .júní.
Ferðinni var heitið á Úlfljótsvatn. Þangað
var komið um fjögurleytið og vorum við
með þeim fyrstu á svæðið. Við byrjuðum
á því að skípuleggja og koma dótinu
okkar saman. Þegar því var lokið reistum
við hliðið okkar með dyggri aðstoð nok-
kurra meðlima HSV.
• Fimleikastjarna félagsins
Þennan sama dag byrjaði martröð hjá
starfsmönnum í sjúkratjaldinu, en þess
má geta að við unnum keppnina um
mestu notkun á sjúkratjaldinu. Svo um
kvöldið voru grillaðar pylsur, og farið að
sofa kl.11 og kyrrð átti að vera komin á
kl.12.
Næsta dag, sunnudaginn 1. júlí,
vöknuðum við kl. 10 og fengum okkur að
borða. Dagurinn fór mest allur í að koma
sér fyrir í tjöldunum og á svæðinu okkar.
Mótið var sett kl.20.00.
3.dagur. Mánudagur 2.júlí.
Þessi dagur var tileinkaður Vatnalandi
hjá okkar þorpi, en félögunum var skipt í
þorp eftir staðsetningu. Krakkarnir voru
flest öll mjög ánægð með dagskrána í
Vatnalandi og komu allir blautir og
skítugir heim í þorpið. Um kvöldið var
torgavarðeldur með nágrannafélögun-
um.
Dagur 4. Þriðjudagurinn 3.júní.
Þessi dagur var tileinkaður landinu
okkar, íslandi. Við fórum og gróðursett-
um nokkur tré. Um kvöldið var Undral-
andsvarðeldur sem ætlaður var öllum
félögum og eftir það fóru allir í háttinn.
Dagur 5. Miðvikudagur 4.júní.
Eins og venjulega var ræst kl.08.00.
og borðað. Þessi dagur var mjög
skemmtilegur að allra mati, enda hitti svo
heppilega á að við fórum í þrauta og
metaland. Um kvöldið héldum við félags-
varðeld og buðum skátum frá Dalvík og
Akranesi. Kl.00.00. var kyrrð komin á.
Dagur 6. Fimmtudagur 5.júlí.
Þessi dagur vartileinkaður Undralandi.
I Undralandi gerðist allt undarlegt. Við
héldum svo Suðurlandsvarðeld, um
kvöldið. Einnig komu þar nokkrir útlend-
ingar frá ýmsum löndum, m.a. frá Banda-
ríkjunum og Svíþjóð. Kakóið vinsæla var
hitað um kvöldið eins og öll hin kvöldin.
Dagur 7. Föstudagur 6.júlí.
Tækni og hikeland var dagskrárliður
okkar þennan dag. Flestir völdu sér litla
„hækið" sem var aðeins að ganga í sund
og heim aftur. Seinna um daginn var
tívolíið og skemmtu okkar menn sér bara
vel. Strax eftir tívolíið byrjaði hörku
sveitaball sem stóð til kl.00.30.
Laugardagur 7.júlí.
Þá var frjáls dagur. Krakkarnir fengu
að fara í land að eigin vali en veðrið var
svo slæmt að ekki varð mikið úr því.
Kl. 12.30 hófst heimsóknartíminn. Þenn-
an sama dag var krossinn á Úlfljótsvatni
vígður og heimsóttu okkur merkismenn
eins og Forseti íslands, Biskup íslands
og ekki má gleyma fjármálaráðherra
íslands. Seinna um daginn var síðan
Undralandsvarðeldur. Kyrrð var komin á
kl.00.30.
Sunnudagur 8.júlí.
Dagurinn fór í að kveðja nýju vinina,
ganga frá öllu og Ijúka mótinu.
1 1
SKÁTABLAÐIÐ FAXI