Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 16
Hornstrandaferð DS. Orion
Þaö byrjaöi þannig að á fundi einum 2.
apríl, eftir skíöaferðalagiö hjá skátunum
kom sú hugmynd hjá einum í Ds. Orion,
eins og flokkurinn heitir, aö fara einhvern
tímann í sumar í gönguferð um Vest-
fjaröakjálkann eöa nánar tiltekið um
Hornstrandir. Allir tóku vel í þetta og var
þá ákveðið, eftir nokkrar umræður, aö
fara einhvern timann í lok júlímánaðar.
Laugardaginn 28. júlí var lagt af staö til
Reykjavikur og auðvitað þurfti eitthvað
að gleymast, en þaö var sjálft göngukort-
ið af Hornströndum sem Leiknir klikkaði
á.
En til að gera langa sögu stutta var
kortið sent með flugi, daginn eftir þannig
að kortlausir fórum við ekki af stað. En ef
við tínum það helsta til, sem við gerðum
okkur til ánægju í Reykjavík þessa þrjá
daga, var t.d. bíóferð, fórum í Sæsleða-
leiguna í Garðabæ, horföum á árekstur
sem var settur á svið af Volvo-umboðinu,
fóru í Skátabúðina og Útilíf og keyptum
þann búnað sem okkur vantaði fyrir
ferðina ógleymdum matnum.
Síðan fórum við upp á Landssamband
Hjálparsveita skáta og skildum þar eftir
ferðaáætlun, einnig voru þeir svo liðlegir
að lána okkur V.H.F. labb rabb stöð
þannig að léttara væri að láta vita af
okkur.
Þriðjudaginn 31. júlí lögðum við af stað
vestur um klukkan tíu um morguninn frá
Umferðarmiðstöðinni og vorum komnirtil
Hólmavíkur um fimm leytið. Þegar við
vorum komnir þangað fórum við til ömmu
hans Högna sem býr á Hólmavík og var
stjanað við okkur eins og við værum
kóngar.
Við skoðuðum bæinn og fórum síðan
að sofa, því alvaran átti að byrja daginn
eftir, sjálf Hornstrandagangan hjá Ds.
Orion.
• Tjaldstæði okkar í Barðsvíkinni.
• í upphafi ferðar, f.v. Högni, Leiknir og Gunni.
Við slógum þar upp tjöldum, rétt við
geysilega fallegan foss. Klukkan var að
ganga sjö og var byrjað á að elda
eitthvað nærandi fyrir kroppinn. Ekki átti
þessi ferð eftir að ganga slysalaust, því
við, eða eins og Leiknir og Högni vilja
segja það, Gunni var næstum því búinn
að kveikja í tjaldinu og það á fyrsta degi
ferðarinnar. Þetta gerðist þannig að
Gunni var að hita vatn á prímusnum
sínum í kórnum í tjaldinu og rak löppina
beint í primusinn. Hann fór á hliðina með
þeim afleiðingu að sjóðandi vatn og
rauðspritt helltist inn í tjaldið og var því
hálfur botninn í tjaldinu logandi. Leist
okkur ekki á blikuna. En með skjótum
viðbrögðum náðum við að kæfa eldinn
með einangrunardínunum. Komum við í
veg fyrir frekari eyðileggingu á tjaldinu.
Eftir að við höfðum slökkt, sáum við að
20 sm. rifa var komin með rennilásnum,
ásamt nokkrum litlum brunagötum á
svipuðu svæði. En betur fór en á
horfðisþþví það hefði verið svekkjandi
að þurfa að snúa við í byrjun ferðar. En
þó hefðum við getað verið í utanyfirpok-
unum, sem geta gegnt sama hlutverki og
tjald ef tjaldið hefði skemmst einhvers-
staðar á leiðinni. Eftir að við vorum búnir
að næra kroppinn fórum við í hressandi
sturtu undir ísköldum fossinum þarna
rétt hjá tjaldstæðinu okkar. Eftir sturtuna
fórum við í heimsókn á Ófeigsjarðarbæ.
Þar var okkur boðið í kvöldkaffi sem var
vel þegið. Við spjölluðum við bóndann
(Pétur) og spurðum hann ráða hvernig
við kæmumst yfir Hvalá sem er um einn
km. frá bænum en hún var búin að vera
ófær í allt sumar. Pétur stakk upp á því
að við fengjum að fljóta með bátnum
sem færi norður að Dröngum daginn
eftir. Ákváðum við aö taka því boði. Við
fórum síðan til baka eftirgott kaffiboð og
sofnuðum í hlýju svefnpokunum okkar
uppúr klukkan 10.
Við lögðum af stað klukkan tiu frá
Hólmavík og var okkur keyrt til Ingólfs-
fjarðar þar sem gangan hófst formlega.
Bíllinn komst ekki, því hljóðkúturinn fór
og því var ákveðið byrja gönguna, enda
ekki svo löng ganga í Ófeigsfjörð. Áður
höfðum við stoppað í Djúpuvík, Gjögri og
grandskoðaö síldarverksmiðjuna I Ing-
ólfsfirði.
Hér á eftir tökum við nokkra daga úr
•feðinni og lýsum því sem fyrir okkur bar
þá daga.
1. ágúst, miðvikudagur:
Þennan dag hófst gangan formlega.
Stefnan var tekin á vitann í Ingólfsfirði.
Gangan tók þrjá tíma en þá vorum við
rétt handan við bæinn Ófeigsfjörð í
Ófeigsfirði.
1 6
SKÁTABLAÐIÐ FAXI