Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Side 17

Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Side 17
• Högni og Gunni á leið upp fjallið rönd í Bjarnafirði. 3.ágúst. Föstudagur. Við vöknuðum eitthvað í kringum klukkan tíu um morguninn. Fengum við okkur að borða og var það þurrafóður eins og svo oft í ferðinni. Eldamennskan fór fram í góðri fjarlægð frá tjaldinu eins og flestir ættu að skilja. Eftir uppvaskið var farið að taka allt dótið saman og þegar því var lokið lögðum við af stað í Bjarnafjörðinn. Nokkuð var um mýrar á leiðinni en við komust yfir þær án alvar- legra óhappa. Gróðurinn á leiðinni t.d. sóleyjarnar náðu okkur upp fyrir hné og ef við miðum þetta við Högna þá veit ég ekki hvar hann yrði, svo rosalega vargróðurinn stundum vaxinn. Þegar við komum í Meyjardal var þar á, Meyjará, sem við þurftum að vaða yfir. Þegar vaðið var fundið var farið yfir og gekk það allt vel. Þó munaði litlu að við hefðum tapað einum strigaskónum hans Leiknis. Það gerðist þannig, að Gunni óð á undan yfir og þegar hann ætlaði að henda skónum til Leiknis, lenti skórinn í ánni og sigldi hratt niður ána. Högni var ekki lengi að hugsa sig um og óð út í ána og rétt náði skónum. En skýringin á því að þurfa að skiptast á skónum hans Leiknis var sú að Gunni gieymdi að koma með skó til að vaða í því þurftum við (Leiknir og Gunni) að skiptast á_skóm, því ekki pössuðum við í skóna hans Högna. En eftir að við vorum búnir að vaða Meyjarána var tekin smá pása og síðan haldið áleiðis inn í Bjarna- fjörð. Hann var oft erfiður yfirferðar, sérstaklega þegar maður er með rúm 20 kíló á bakinu. Þegar við komum í botn Bjarnafjarðar beið okkar stór Jökulá. Það tók rosalega á að fara yfir ána. Allir vöðvar voru spenntir og áin um þrjár gráður Celsius og er það gífurlegur kuldi. Það var skrítin tilfinning að vera í þessum tómlega firði, þar sem fjöllin risu alls- staðar í kringum okkurog aðeins heyrðist í jökulánni og spangólinu í refnum, sem bergmálaði um dalinn. Við tjölduðum hinum megin við ána og sofnuðum þar um níuleytið enda þreyttir eftir erfiðan göngudag. 4.ágúst. Laugardagur. Við vöknuðum ekki fyrr en klukkan ellefu, í rigningu en frekar hægum vindi. Þegar við vorum búnir að taka til og fá okkur að borða var lagt af stað upp bratt fjallið, sem heitir Rönd. Fljótlega stytti upp og var sólin komin hátt á loft. Áfram héldum við upp fjallið með nokkrum stoppum á leiðinni, enda var gífurlega erfitt að fara upp fjallið. Högni var hálf slappur á leiðinni en það lagaðist þegar leið á gönguna. En áfram héldum við og stoppuðum við uppsprettuvatn sem var upp í fjallinu. Þaðan héldum við áfram og fylgdum vörðum á leiðinn yfir Fossadals- V -: 'V , • . , " 'X ' '' • Víða mátti sjá snjóskafla þó sumar væri. heiði niður Fossadalinn og niður að Reykjafjarðarós. Það gekk ágætlega að finna vaðið og eins og endranær var það kuldinn í ánni sem var erfiðastur. Enda er þetta jökulá, og náði áin aðeins yfir hné á okkur. Þegar við vorum komnir yfir, héldum við inn í Reykjafjörð. Þá var klukkan um sjö. Við vorum orðnir heldur betur sundlaugaþyrstir enda rauk upp úr sundlauginni þarna. Við heilsuðum upp á í húsunum þremur og var okkur boðið í kaffi í einum bústaðnum. En í því húsi var farsími og fengum við að hringja og láta vita af okkur, hvert við værum ‘komnir. Með kaffinu fengum við kleinur, snúða, tertur og aðrar kræsingar, enda átum við líka eins og hungraðir úlfar, því þetta var eins og best gat orðiö. En eftir kaffið var drifið í að reisa tjaldið og taka fram sunddótið. Þegar við vorum búnir að tjalda fóru allir á klósettið enda betra að fara á klósettið þarna en gera þarfir sínar f guðs grænni náttúrunni. Eftir klósettferðina fórum við allir í laugina. Eftir að hafa svamlað í lauginni í dágóð- ann tíma fórum við aðeins inn í tjald og síðan aftur í smá fótabað. Eftir fótabaðið fórum við inn í tjald og náðum í svefnpok- ana okkar og fórum með þá út, því nú átti að sofa undir berum himni og úr því varð fyrir klukkan 12. En hér verðum við að stoppa því ef við myndum halda áfram að lýsa ferðinni eins og hér á undan þá myndi ferðasagan fylla út í allt blaðið og rúmlega það. í stuttu máli var gangan eftirfarandi: l.ágúst Ingólfsfjörður -Ó- feigsfjörður 2.ágúst Ófeigsfjörður - Með bát að Dröngum 3.ágúst Drangar - Bjarnafjörður 4.ágúst Bjarnafjörður - Reykjafjörður S.ágúst Reykjafjörður - Furufjörður 6.ágúst Furufjörður - Barð- svík 7.ágúst Barðsvík - Höfn í Hornvík (Lengsti spottinn eða rétt rúmir 20 km.) S.ágúst Dagsferð að Hornbjargsvita og fram á Hornbjarg 9.ágúst Höfn í Hornvík - Hlöðuvík 10-ágúst Hlöðuvík - Hesteyri Kvöldið lO.ágúst komum við til ísa- fjarðar og var því þessu ferðalagi endan- lega lokið. Fyrstu þrjá dagana í ferðinni var þoka og rigning svona öðru hverju en hina sjö dagana var steikjandi sól og blíða og oftast um 15-20 stiga hiti. Þessi ferð var alveg frábær og gleymum við henni seint enda skrítið og óvenjulegt að vera úti í óbyggðum allan þennan tíma. Þegar við komum til ísafjarðar var sjoppa það fyrsta sem við heimsóttum. Mestan hluta leiðarinnar gátum við fylgt vörðum, en öðru hverju þurfti áttavit- ann, sem okkur gekk vel að rata eftir enda nauðsynlegt að kunna á hann. Einnig vorum við með gott kort af Horns- tröndum í mælikvarðanum 1:100.000. Yfir höfuð vorum við með mjög góðan búnað með okkur, sem hefur kostað okkur drjúgan skilding. Enda er nauðsyn- legt að hafa góðan búnað ef á reynir svona langt frá óbyggðum. Við þrír Leikn- ir, Högni og Gunni erum allir félagar í Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum og kemur reynsla okkar úr þessari ferð að góðum notum í starfi sveitarinnar og í öðru skátastarfi yfirleitt. SKÁTABLAÐIÐ FAXI fóftamarsskóli 900 ^Vesímannaeyfum - £ími 3644 (Tóslhólf 344 17

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.