Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 20
Rabbað við Sigurð Þóri Jónsson
Ihnébuxumogdúnúlpu
Þann 6. ágúst s.l. voru 25 ár liðin frá stofnun Hjálparsveitar
skáta í Vestmannaeyjum. Allan þennan tíma hefur Sigurður Þ.
Jónsson setið í stjórn sveitarinnar. Þetta er lengsta samfellda
stjórnarseta innan hjálparsveitar.
• Sigurður Þórir Jónsson
Hvernig stóð á því að þú byrjaðir að
starfa með sveitinni?
Fyrir Þjóðhátíðina 1965 í Eyjum komu
forsvarsmenn hennar að máli við Jón
Ögmundsson þáverandi félagsforingja
Skátafélagsins Faxa og spurðu hann
hvort eldri skátargætu aðstoðað þjóðhát-
íðargesti, ef slys eða óhöpp bæru að
höndum. Jón safnaði saman hópi eldri
skáta sem hófu undirbúning að þessu
starfi á. Þjóðhátíðinni. Nú, ég var í
þessum hóp. Rétt fyrir Þjóðhátíðina fór
ég reyndar á skátamót í Svíþjóð, þannig
að ég var ekki á Þjóðhátíðinni. Eftir
hátiðina var svo ákveðið að halda starfi
hópsins áfram og úr varð Hjálparsveit
skáta í Vestmannaeyjum. Reyndar höfö-
um við áður tekið þátt í leitum að týndu
fólki á vegum skátafélagsins.
Þú varst kjörinn í fyrstu stjórn sveit-
arinnar.
Já, um haustið var ákveðið að sveitin
þyrfti stjórn og á fyrsta aðafundinum í
janúar 1966, var ég kosinn ritari og var
það í nokkur ár. Ég varð svo aðstoðar-
sveitarforingi 1970 og sveitarforingi frá
1972-74, eða í gosinu.
Hefurðu samt ekki lengst af verið
gjaldkeri?
Þegar ég var sveitarforingi fór ég að
skipta mér að fjármálunum og síðan hef
ég tæpast verið laus við þau. Þegar ég lét
af störfum sveitarforingja varð ég gjald-
keri og hef verið það síðan, að einu ári
undanskildu. Þá tók ég að mér að sjá um
nýliðaþjálfun sveitarinnar.
Hefurðu nokkra hugmynd um
hversu miklir peningar hafa farið f
gegnum kassann hjá þér?
Nei, ertu vitlaus maður, en ég gæti
fundið það út. En það er ansi mikill munur
á verðgildi krónunnar á þessum árum.
Nú eru fáar björgunar- og hjálpar-
sveitir á landinu sem eiga eins mikin
og góðan útbúnað og Vestmannaeyja-
sveitin, segir það ekki nokkuð um
tekjurnar?
Tekjur, jú sveitin hefur haft allgóðar
tekjur en þær hafa ekki komið af sjálfu
sér. Þær hafa fengist með mikilli vinnu og
útsjónarsemi félaga sveitarinnar og góð-
um stuðningi og skilningi félagasamtaka
og einstaklinga hér í Eyjum og víðar.
Getur þú nefnt nokkur dæmi um á
hverju þið hafið þénað?
Blessaður vertu, við höfum gert flest.
Við höfum skafið timbur, selt Ijósaperur,
rukkað inn á fótboltavelli, unnið við
gæslustörf á Þjóðhátíðum, bæði inn i Dal
og um borð í Herjólfi, við seljum flugelda,
eins og flestar aðrar hjálparsveitir, seljum
neyðarvörur í skip og báta, við rekum
tjaldstæði, rákum hótel í tvö sumur,
sækjum í úteyjar, erum eð kökubasara
og merkjasölu. Svo höfum við selt alls-
konar nytjahluti fyrir LHS. Er þá fátt eitt
nefnt. Sumt af þessu hefur verið bölvað
puö en með þrautsegjunni hefst það.
Svo höfum við líka fengið töluvert af
peningum frá LHS, ekki má gleyma því.
Hafið þið ekki unnið eitthvert verk-
efni fyrir Póst og síma?
Jú, við tókum að okkur að leggja síma
og rafstrengi ásamt Ijósleiðara upp á Klif.
Það minnir á að þið hafið verið í
fremstu röð íslenskra fjallamanna og
voruð reyndar frumkvöðlar á því sviði
upp úrgosinu.
Strax í byrjun lærðum voð að síga
20
SKÁTABLAÐIÐ FAXI