Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 23

Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 23
Dósasöfnun - Þjóðþrif Hjálparstofnun kirkjunnar, Landssamband hjálparsveitar skáta og Bandalag íslenskra skáta hafa tekið höndum saman um að stuðla að aukinni umhverfisvernd, endurnýtingu verðmæta og öflugra hjálpar- björgunar- og æskulýðsstarfi. Samstarf þetta gengur undir heitinu ÞJÓÐÞRIF og er rekið undir kjörorðinu „Við endurnýtum verðmæti“. ÞJÓÐÞRIF gefa almenningi kost á að losa sig við einnota umbúðir undan gosdrykkjum og bjór a einfaldan hátt. • Bæjarbúar eru beðnir um að safna einnota umbúðum, sem til falla, í sérstaka plastpoka, sem bornir verða í hús með blaði þessu. • Tekið verður á móti pokunum laugardaginn 5. janúar 1991 í Skátaheimilinu við Faxastíg. • Einnig geturfólk hringt í síma 12915 og beðið uml að pokarnir verði sóttir. ÞJÓÐÞRIF koma svo umbúðunum til Endurvinnslunnar hf. og innheimta skilagjaldið. Afraksturinn rennur til æskulýðs- og björgunarstarfa skátanna og hjálparstarfs á vegum Hjálparstofnunarinnar. Auk þess verður hluta af væntanlegum ágóða varið til umhverfismála. H ver dós er ekki mikils virði, en tugmilljónir dósa á ári skapa ýmis vandamál, ekki bara í náttúrunni eða á götum úti, heldur einnig á sorphaugum landsmanna. Við sem stöndum að ÞJÓÐÞRIFUM vonumst til að sem flestir gefi okkur dósirnar sínar. Þannig getum við eflt okkar mikilvægu starfsemi og um leið stuðlað að bættri umgengni við landið og endurnýtingu verðmæta. Auðlindir heimsins eru ekki óþrjótandi, svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið. SÖFNUNARDAGUR f/«T' í 5. jar 1. 1 99' Allar einnota öl- og gosdrykkjaumbúðir Skátar verða við Skátaheimilið og taka við dósum og flöskum f/«T' J 5. jai 1. 1 I99 Við veitum þjónustu þennan dag. Við sækjum heim. Þú hringir - við komum. Síminn er 12915. Hentu ekki öl- og gosdrykkjaumbúðum. (*%9 BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA SKÁTABLAÐIÐ FAXI 23

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.