Skátablaðið Faxi - 01.04.1994, Blaðsíða 5
5
Eftirtalin fyrirtæki senda
fermingarbörnunum og
fjölskyldum þeirra sínar
bestu hamingjuóskir í
tilefni fermingarinnar
Kaffl María sf
r
Islandsflug
r
Olíuverslun Islands hf
Prýði -gallerý-verslun
Rannsóknarstofnun
fískiðnaðarins
Tvisturinn
Veitingaskálinn
Friðarhöfn
Þór vélaverkstæði
EIMSKIP hf
Bæjarveitur Vm
ísfélag Vestm. hf.
Skósmíðaverkstæði
Stefáns
Bátaábyrgðarfélag
Vestmannaeyja
Þórður Svansson
Byggingarverktaki
MUNIÐ EFTIR SKATASKEYTUNUM
MATARHORNIÐ
Umsjón : Hörður S Friðriksson og Stefán H Fannbergsson
( allt er miðað \ið fjóra)
FORRÉTTUR
LÉTT SALAT MEÐ REYKTU KJÖTI
Fvrirtaks leið til að nýta afganga svo úr verði góður og næringarríkur réttur.
Nota má nánast hvaða reykt kjöt sem er og grænmeti í samræmi við árstíma.
HRÁEFNI
1 kínakálshaus, 4 tómatar, 150g pasta (t.d.skrúfur, núðlur), 250g hangikjöt eða
hamborgarhryggur (gott er að nota afganga).
JÓGÚRTSÓSA.
lOOg hrein jógúrt, 4 msk saxaður graslaukur.
Saxið graslaukinn smátt og hrærið saman við jógúrtina. Setjið sósuna í skál eða
hellið yfir salatið.
SALAT
l.Sjóðið pasta í léttsöltu vatni eftir leiðbeiningum á umbúðum og kælið það
síðan.
2. Skerið kínakálið og tómatana.
3 Skerið kjötið í litla teninga. Best er að skera kjötið þegar það er kalt.
4. Blandið saman káli, tómötum, kjöti og kældu pasta í salatskál.
MEÐLÆTI
Beriö salatið fram með brauði. Undirbúningur 10 mínútur
AÐALRÉTTUR
KVÖLDSTUÐ MEÐ PEPPERONI OG PASTA.
HRÁEFNI
250g pastahreiður (tagliatelle).
SÓSA.
3 eggjahvítur, 3 eggjarauður, 1 dós sýrður rjómi eða 2dl súrmjólk, 2 msk mjólk,
salt og pipar , 1 tsk múskatkrydd, 200- 300 g pepperoni pvlsu,2 msk rifinn ostur
26 %
!Sjóðið pasta í léttsöltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka, gætið þess að
sjóða ekki of mikið.
SÓSA
2. Stífþeytið eggjahvítumar og setjið til hliðar.
3. Setjið eggjarauður í stóra skál, blandið mjólk og sýrðum rjóma eða súrmjólk
saman við.
4. Kryddið með salti, pipar og múskati.
5. Skerið pcppcroni pylsuna í bita og hrærið út í sósuna. Blandið að lokum
stífþevttum eggjahvítum saman við.
6. Setjið pastað í smurt eldfast mót, hellið sósunni yfir og stráið rifnum osti yfir.
Bakið í 175*C heitum ofni í 30 mínútur.
Undirbúningur 15 mínútur.
Meðlæti: Berið fram með salati og brauði.
EFTIRRÉTTUR
BJÚGALDINSÍS
Hafrakex mulið þrýst í form , brætt smjör. Bananar ofan á cftir smekk . ís
settur ofan á Bananana og allt sett í frysti.
Sósa
100 gr, suðusúkkulaði brætt saman 75 gr smjör. 2 dl flórsykur bætt út í og 1 dl
af rjóma og látið sjóða í 5 -10 mínútur. Við mcðal hita, hræra vel á mcðan.
Taka pottinn af hitanum og þá cr vanilludropum bætt í eftir smekk. Kælt og
hellt yfir ísinn áður en borið cr fram.