Skátablaðið Faxi - 01.04.1994, Qupperneq 14
14
Hvað er að vera Kristin ?
Eða kúnstin að iaga gott te.
Hvað er kristin manneskja ? Við þessari
spurningu eru mörg og ólík svör s.s. sá
sem trúir á Guð, sá sem fer í kirkju, og sá
sem er góður. Sumir segja að kristinn
maður sé sá sem gefur Guöi tækifæri á að
vinna í sér og í gegnum sig.
En hvers vegna líkar tebollanum ekki
við þennan drykk ? Hann kemur úr
tekattli og s\'o er þetta Twinings Earl
Grey te. Þetta te sem notað var var
nefnilega gamalt innilokað te. Það
hafði verið í kattlinum síðan í gær ojj.
Það er mikið til af innilokuðum
kristnidóm. Þar er mikið til af
innilokuðum kristnidóm. Hann lítur
vel út á yfirborðinu. Við getum
kryddað drykkinn vel en samt er hann
gamall og beyskur og óaðlaöandi.
Hvers vegna ? Getur ástæðan verið sú
að við höfum ekki opnað okkur fyrir
Guði.
Teketillinn getur ekki framleitt góða
teið sjálfúr. Hann er bara hjálpartæki
fyrir góðvildina. Guð vill hafa okkur
sem sín hjálpartæki. Við fáum leyfi til
að opna okkur fyrir góðvild hans. Við
fáum að taka á móti kærleika og krafti
Guðs i líf okkar, látum hann síast í
okkur.
Þessu má líkja við það hvernig maður
lagar gott te. Þegar maður ætlar að laga
gott te er best að nota tekönnu og hella í
hana sjóðandi vatni, en einnig er hægt að
nota tepoka sem dýft er í heitt vatn. Oft
gerir maður þau mistök að láta tepokann
ekki liggja nógu lengi í vatninu, og þá
fáum við kannski drykk sem líkist tei en
vantar allann kraft. Stundum líkist
kristnidómurinn þessu hann verður
þunnur og óaðlaðandi. Vegna þess að við
höfum ekki gefið Guði tækifæri á að
senda sinn kraft í okkur.
" Þeir hafa á sér yfirskin
guðhræðslunnar, en afneita krafti
hennar. ( 2 Tím 3,5.)
Þegar maður ætlar aö laga gott te er eins
og áður sagði best að nota tekönnu. Til
að fá gott te skiptir það ekki máli hvort
tekannan sé frá Kína eða Japan og
heldur ekki hvort hún sé falleg eða ljót.
Gamla telaufið frá í gær þurfum viö aö
fjarlægja úr tekattlinum. Eins þurfum
við að játa syndir okkar fyrir Guði þá
er hann trúr og réttlátur, svo að hann
fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar
okkur af ranglæti.
Mikið af gömlu syndunum líma sig
fasta viö okkur. og við þurfum hjálp til
þess að hrcinsa okkur hið innra.
Lestu 1 Jóh 1,9.
Góðvildin kemur ekki frá okkur. en
við berum áfram góðvild Guös og
kærleika. Þegar við stillum okkur upp
til þjónustu fyrir Guð, verðum við að
blessun fy'rir aðra.
Þýtt og cndursagl :
Hrciðar Örn Stefánsson.