Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Blaðsíða 6

Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Blaðsíða 6
6 SKÁTABLAÐIÐ Skíðaferð hjá Faxa Árlega fara eldri skátar í Faxa í skíðaferð í Bláfjöll, í ferðinni eru skátar 14 ára og eldri, að þessu sinni fóru 18 skátar í ferðina og var gist í skála sem heitir Glitrut og er hann þeim kostum búin að þarerekki örbylgjuofn, sjónvarp, sími eða rennandi vatn. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir var haldið af stað í skíðaleiguna til að ná í “ Græjunar “ svo hægt væri að byrja að skíða. Þegar þangað var komið var allt slag læst, en það var búið að panta græjur fyrir okkur svo að við héldum að það væri einhver á leiðinn til að opna fyrir okkur, það liðu 5 mínútur og ekkert skeði, 10 mínútur, eftir 15 mínútna bið var ákveðið að fara í landsins dýrustu sjoppu til að fá einhvern til að opna fyrir okkur. í sjoppunni var kona sem hafði lyklavöld að skíðaleigunni en hún var Beðið eftir betra veðri og skíðagræjunum Einar að njóta veðursins harðákveðin í því að opna ekki því það væri ekkert skíðafært, einnig sagði hún að ekki yrði heldur opið daginn eftir því það yrði ekki heldur skíðafæri þá. Þrátt fyrir fortölur Einars (sem hefur ekki farið á skíði síðan í 7 bekk þegar hann fékk heilahristing) um að það yrði sól og blíða daginn eftir var hún alveg ákveðin og sagðist ekki trúa honum. Svo ekki varð neitt úr því að við skíðuðum þennan daginn, heldur sátum við í skálanum og lásum Andrés Önd, pruf- uðum snjóbrettið hans Mumma, fórum í gönguferð um svæðið og upp í fjallið, þar sem við renndum okkur niður á bakinu. Sigga, Palli, Guðrún, Steinunn og Hlynur fóru upp í Dyngju með Mumma til að prufa snjóbrettið, þegar upp var komið reyndi Mummi að fá okkur til að hoppa niður Dyngjuna, en hrundi sjálfur niður og var óratíma að komast upp aftur. Hlynur fór eina salibunu á snjóbrettinu sem varð aðeins lengri en til stóð því hann gat ekki stoppað sig og endaði niður við veg. Þegar hann var komin aftur upp vildi Mummi gera tilraun með að láta fjóra fara saman á brettinu, við stelpurnar reyndum þetta með honum, ekki gekk þetta því við duttum hver af annarri af brettinu og endaði Mummi einn á því niður við skála. Þar voru hinir skátarnir búnir að búa til fín snjóhús. Eftir kvöldmat var haldið áfram að renna sér á bakinu í brekkunni eða að klára snjóhúsin. Fálkarnir fengu lánað snjóbrettið hans Mumma og kom þá í ljós að Mummi er bestur. Haldin var kvöldva- ka með söng og gamanmáli. Þegar við vöknuðum morguninn eftir var sólskin og blíða eins og Einar hafði spáð deginum áður, eftir morgunmat og önnur nauðsynjaverk var haldið upp í skíðaleigu til að ná í græjunar og viti menn það var opið. Nú var haldið í Borgarbrekku þar sem við byrjuðum og renndum okkur niður í Barnabrekku. Þegar sumir héldu að þeir væru orðnir klárir á skíðum fóru þeir í stólalyftuna, en þar kom í ljós að til þess að geta notað stólalyftu þarf viðkomandi að geta setið í henni, haldið á stöfunum og haft skíðin á fótunum, þetta virtust sumir ekki hafa tileinkað sér með þeim afleiðingum að lyftan stoppaðist nokkrunt sinnum. Við hættum í efribrekkunum þegar lyftan lokaði. Þegar við komum niður í skála vildu Einar og Ófi sína hvað þeir væru miklir “ Gæjar” og fóm út á stuttbuxum og stutterma

x

Skátablaðið Faxi

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2547-7250
Tungumál:
Árgangar:
34
Fjöldi tölublaða/hefta:
56
Gefið út:
1967-2017
Myndað til:
2017
Útgáfustaðir:
Ábyrgðarmaður:
Marinó Sveinsson (1967-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Útgefandi, ár: Vestmannaeyjum : Skátafélagið Faxi, 1967-2017

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.1997)
https://timarit.is/issue/395653

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.1997)

Aðgerðir: