Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Blaðsíða 12

Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Blaðsíða 12
SKÁTABLAÐIÐ Nýjar samskiptaleiðir skáta Jota Jota er skammstöfun fyrir Jamboree on the Air - á íslensku: Skátamót í loftinu. Það er haldið þriðju helgi í október ár hvert. Þá geta skátar alls staðar í heiminum talað saman gegnum stuttbyl- gjustöðvar radíó-amatöra. Skátar frá meira en 100 löndum taka þátt í JOTA og nota til þess um 6000 stöðvar. íslenskir skátar hafa tekið þátt í JOTA frá árinu 1962, skátar í Vestmannaeyjum hafa tekið þátt í mótinu síðan 1994 með aðstoð fjarskipta- manna Björgunarfélags Vestmannaeyja. Þegar mest hefur verið hafa 10 stöðvar verið í gangi hjá íslenskum skátum. Hinn seinni ár hefur ný tækni rutt sér til rúms í samskiptum við erlenda skáta, svo kölluð netskátun, sem fer fram með aðstoð tölvu og tengingar við Veraldarvefinn, einnig hefur nokkuð verið um samskipti á svonefndum spjallrásum (IRC). Þegar síðasta JOTA var komust skátar héðan í samband við skáta frá Suður-Afríku, Japan, Astralíu, Englandi, Kan- ada.Bandaríkjunum, Danmörk, Svíþjóð og Þýskalandi í gegnum spjallrásir. Ásamt því að vera í fjarskiptasambandi við íslen- ska skáta með fjarskiptabúnaði Björg- unarfélagsins. Hér á eftir fylgja netföng á nokrum heimasíðum skáta Netföng á ská- tasíðum: Jim Speirs’Scouting Page htt://www.dfc.com/scouts Baden-Powel Scouts’Association - Main Menu htt://www. scoutnet.org.uk/bpscouts/main. htm#menu ScoutNet UK - The Best in Scouting Online htt://www. scoutnet.org.uk/home.shtml Bandalag íslenskra skáta htt://int.is/~gpalsson/scout/ US Scouting Service Project htt://www.usscout.scouter.com/ Gilwell Park Campsite - Index htt://www.gilwellpark.demon.co.uk/gilwe ll.htm Troop 319 Cover Page htt://www.ocbsa/troop319/ham.htm ScoutBase UK - Gilwell htt://www.scoutbase.org.uk/inter/places/g ilwell.htm GARÐEIGENDUR ! Nú nálgast sá tíma sem tré og runnar eru “Klippt”. Okkur vantar græðlinga eða afklippur, til gróðursetningar í Skátastykkinu. Látið okkur vita, við sækjum. Með skátakveðju, Skátafélagið Faxi. Sif í síma 481-1201 eða Páll í síma 481-1780 eða Rósa í síma 481-2075 eða Sigríður í síma 481-2326

x

Skátablaðið Faxi

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2547-7250
Tungumál:
Árgangar:
34
Fjöldi tölublaða/hefta:
56
Gefið út:
1967-2017
Myndað til:
2017
Útgáfustaðir:
Ábyrgðarmaður:
Marinó Sveinsson (1967-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Útgefandi, ár: Vestmannaeyjum : Skátafélagið Faxi, 1967-2017

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.1997)
https://timarit.is/issue/395653

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.1997)

Aðgerðir: