Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Blaðsíða 7

Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Blaðsíða 7
SKÁTABLAÐIÐ 7 Mummi er bestur bol, Einar lagðist í sólbað en Ófi fór á skíði. I kvöldmat var Pizza og Naggar með hrísgrjónum. Fóru sumir að telja á sér freknurnar, sem voru miklu fleiri en áður. Eftir matinn fóru nokkrir strákar út á snjóbrettinu hans Mumma. Um kvöldið var aftur kvöldvaka þar sem var sungið og leikið leikritið um hann Mumma ofurská- ta með ofurdrykkinn sinn Mysuna, Ömmuna sem átti jeppann og vélsleðann, pönkhettuna og fleira. Þennan dag höfðu tveir skátar úr Faxa búsettir í Reykjavík skíðað með okkur og einn þeirra, Frosti gisti hjá okkur. Sunnudagsmorguninn vöknuðu flestir um kl 8.30, löbbuðu allir síðan uppá skíðasvæðið og fóru að skíða. Eftir smá tíma voru sumir orðnir svolítið þyrstir og ætluðu að fá sér vatn í sjoppunni en vatnið kostaði 10 kr en engin var með pening. Þá kom Mummi ofurskáti og bjargaði deginum, hann lét Guðrúnu hafa 80 kr og sagði henni að kaupa floridanasafa. Við þurftum að skila skíðunum kl 14.00 þan- nig að við gátum ekki skíðað lengi þennan daginn. Nú kom rútan til að sækja okkur en það voru bara 8 sem fóru með henni en hinir fóru eitthvert annað. Matti úr í Hveragerði til að heimsækja mömmu sína og við hin 7 sem eftir voru fórum og fengum okkur hamborgara, franskar og kók í Duggunni í Þorlákshöfn og endaði ferðin svo í Herjólfi. Steinunn Lilja, Guðrún Lilja, Sigríður Bríet og Páll ívar Gleðilegt sumar BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA Læknirinn: Það er ekkert að þessum dreng. Hið eina, sem hann þarfnast, er vatn og sápa. Móðirin: Takk, kæri læknir, en á hann að taka það fyrir eða á eftir mat? Amman: Af hverju nötra svona í þér tennurnar, Óli minn? Það er þó alls ekki kalt hér? Óli: Þetta getur þú sagt, af því að þú ert alveg tannlaus. A sumardaginn 1. verður skemmmtun í S Iþróttamiðstöðinni fyrir börn og fullorðna í boði Þroskahjálpar. Samkvæmt hefð verður skrúðganga frá S takkagerði s túni

x

Skátablaðið Faxi

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2547-7250
Tungumál:
Árgangar:
34
Fjöldi tölublaða/hefta:
56
Gefið út:
1967-2017
Myndað til:
2017
Útgáfustaðir:
Ábyrgðarmaður:
Marinó Sveinsson (1967-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Útgefandi, ár: Vestmannaeyjum : Skátafélagið Faxi, 1967-2017

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.1997)
https://timarit.is/issue/395653

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.1997)

Aðgerðir: