Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Blaðsíða 14

Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Blaðsíða 14
SKÁTABLAÐIÐ 14 Síðasta kveðjan Eftirfarandi skilaboð fundust í gögnum Baden-Powells eftir andlát hans. Til Skáta: Kæru skátar, - Ef þið hafið nokkurn tímann séð leikritið um Pétur Pan munið þið eflaust eftir að Krókur sjóræningja skipstjóri var alltaf að fara með andláts- ræðu sína vegna þess að hann var hræddur um að mögulega, þegar hans dánartími væri komin, hefði hann ekki tíma til að létta á samviskunni. Það er svipað farið fyrir mér, svo að þó ég sé ekki á dánar- beðinu, en það mun koma að því einhvern daginn og mig langar til að senda ykkur skilnaðarkveðju. Munið , þetta eru loka orð mín svo þið skuluð íhuga þau vel. Ég átti hamingjusamt líf og ég óska ykkur þess sama. Ég trúi því að Guð hafi skapað okkur inn í þessa fjörugu veröld til að vera ham- ingjusöm og njóta lífsins. Hamingja skap- ast ekki af því að vera ríkur, eða árang- ursríkur í starfi, eða með sjálfsdekri. Eitt skref í átt til þess að vera hamingjusamur er að skapa heilbrigða sál í hraustum líka- ma á yngri árum þínum, svo þú getir gert gagn og notið lífsins þegar þú eldist. Náttúru skoðun mun sína þér hve fullan af fallegum og dásamlegum hlutum Guð hefur skapað heiminn fyrir þig að njóta. Vertu ánægður með það sem þú hefur og gerðu sem best úr því. Líttu á björtu- hliðarnar í stað þeirra drungalegu. En besta leiðin til að vera ham- ingjusamur er að deila hamingju sinni með öðru fólki. Reyndu að skilja heiminn betri eftir en þegar þú komst í hann, og þegar þín dánarstund rennur upp getur þú dáið ánægður yfir að þú hafir ekki sóað tíma þínum heldur hafir gert þitt besta. “ Vertu viðbúinn “, til að lifa hamingjusamur og deyja hamingjusamur - halda skáta- loforðið alltaf - jafnvel þó þú sért ekki lengur drengur - og Guð hjálpar þér við það. Þinn Vinur, Baden-Powell.

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.1997)
https://timarit.is/issue/395653

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.1997)

Aðgerðir: