Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Síða 12

Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Síða 12
SKÁTABLAÐIÐ Nýjar samskiptaleiðir skáta Jota Jota er skammstöfun fyrir Jamboree on the Air - á íslensku: Skátamót í loftinu. Það er haldið þriðju helgi í október ár hvert. Þá geta skátar alls staðar í heiminum talað saman gegnum stuttbyl- gjustöðvar radíó-amatöra. Skátar frá meira en 100 löndum taka þátt í JOTA og nota til þess um 6000 stöðvar. íslenskir skátar hafa tekið þátt í JOTA frá árinu 1962, skátar í Vestmannaeyjum hafa tekið þátt í mótinu síðan 1994 með aðstoð fjarskipta- manna Björgunarfélags Vestmannaeyja. Þegar mest hefur verið hafa 10 stöðvar verið í gangi hjá íslenskum skátum. Hinn seinni ár hefur ný tækni rutt sér til rúms í samskiptum við erlenda skáta, svo kölluð netskátun, sem fer fram með aðstoð tölvu og tengingar við Veraldarvefinn, einnig hefur nokkuð verið um samskipti á svonefndum spjallrásum (IRC). Þegar síðasta JOTA var komust skátar héðan í samband við skáta frá Suður-Afríku, Japan, Astralíu, Englandi, Kan- ada.Bandaríkjunum, Danmörk, Svíþjóð og Þýskalandi í gegnum spjallrásir. Ásamt því að vera í fjarskiptasambandi við íslen- ska skáta með fjarskiptabúnaði Björg- unarfélagsins. Hér á eftir fylgja netföng á nokrum heimasíðum skáta Netföng á ská- tasíðum: Jim Speirs’Scouting Page htt://www.dfc.com/scouts Baden-Powel Scouts’Association - Main Menu htt://www. scoutnet.org.uk/bpscouts/main. htm#menu ScoutNet UK - The Best in Scouting Online htt://www. scoutnet.org.uk/home.shtml Bandalag íslenskra skáta htt://int.is/~gpalsson/scout/ US Scouting Service Project htt://www.usscout.scouter.com/ Gilwell Park Campsite - Index htt://www.gilwellpark.demon.co.uk/gilwe ll.htm Troop 319 Cover Page htt://www.ocbsa/troop319/ham.htm ScoutBase UK - Gilwell htt://www.scoutbase.org.uk/inter/places/g ilwell.htm GARÐEIGENDUR ! Nú nálgast sá tíma sem tré og runnar eru “Klippt”. Okkur vantar græðlinga eða afklippur, til gróðursetningar í Skátastykkinu. Látið okkur vita, við sækjum. Með skátakveðju, Skátafélagið Faxi. Sif í síma 481-1201 eða Páll í síma 481-1780 eða Rósa í síma 481-2075 eða Sigríður í síma 481-2326

x

Skátablaðið Faxi

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
2547-7250
Language:
Volumes:
34
Issues:
56
Published:
1967-2017
Available till:
2017
Locations:
Person responsible:
Marinó Sveinsson (1967-present)
Keyword:
Description:
Útgefandi, ár: Vestmannaeyjum : Skátafélagið Faxi, 1967-2017

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.04.1997)
https://timarit.is/issue/395653

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.04.1997)

Gongd: