Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Blaðsíða 12

Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Blaðsíða 12
SKÁTABLAÐIÐ FAXI & Flokksforingjanámskeið á Ulfljótsvatni Um tuttugu krakkar frá Faxa fóru á Flokksforingjanámskeið II á Ulfljóts- vatni 6.-8. febrúar. Eftir að hafa eytt 6 tímum í höfuðborginni mættum við í rútuna við Skátahúsið og fórum með henni á Ulfljótsvatn. Við vorum komin þangað klukkan 21.00. A Ulfljótsvatni var okkur skipt í flokka. Svo var námskeiðið sett með því að skjóta flugeldum. Eftir matinn fóru allir að sofa. Klukkan 8.00 var ræst í morgunmat og síðan voru fyrirlestrar. A milli fyrir- lestranna var farið að leika sér í snjónum. Þannig leið dagurinn án þess að nkkuð markvert gerðist.. Um kvöldið var stór kvöldvaka með krökkunum sem voru á sveitaforingja- námskeiðinu sem haldið var sömu helgi. Eftir kvöldvökuna var ratleikur. Eftir ratleikinn var kakó og síðan kyrrð. A sunndaginn var aftur ræs klukkan 8.00. Eftir morgunverð og fyrirlestra var tekið til og eftir það fóru allir til síns heima. Anna Brynja og Guðrún Lilja. Sendum skátum og öllum Vestmcmneyingum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar 3ÖÍSFÉLAG STOFNAÐ 1901 J VESTMANNAEYJA HF.

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.