Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Blaðsíða 8
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
0
Dagur hjá D.S. Vestmönnum
D.S. Vestmenn ásamt sveitarforingja sínum
Eftir að hópurinn mætti niður í
Skátaheimili lagði hann af stað. Fyrst
var farið í bátsferð á Þór sem er björg-
unarskip Björgunarfélags Vestmanna-
eyja. Skipstjórinn á Þór var Tobbi.
Sigldum við í kringum Heimaey.
Þegar bátsferðinni lauk var gengið af
stað. Ferðinni var heitið á Heimaklett
sem er hæsta fjallið á Heimaey. Gangan
upp á fjallið gekk vel. Vorum við svo
heppin að pabbi hans Palla, Rabbi Páls,
gaf okkur kók og sprite til að drekka
þegar við kæmum upp. Var það vel
þegið. Uppi á toppnum voru ýmis mál
rædd og reyndi Einar Örn að fræða
okkur um nöfnin á eyjunum í kringum
Heimaey. Síðan barst það í tal hjá okkur
strákunum að fara einhverntíma í úti-
legu uppá Heimaklett. Ekki varð af því
en helgina á eftir fórum við upp á Klif í
tjaldútilegu.
Eftir að hafa notið veðurblíðunnar,
var aftur haldið niður. Niðri í réttinni
ofan við stigann stillti Palli öllum upp í
myndatöku. Þegar niður var komið fóru
stelpurnar strax heim til sín. Við
strákarnir vorum eitthvað að slæpast og
græddum heldur betur á því. Einar sá að
Þór var að fara að sigla og hringdi í hann
þar sem hann var að fara frá bryggju.
Kom í ljós að það var verið að fara í smá
æfingarferð og fengum við að fljóta
með. Eftir ánægjulega ferð komum við
að landi og héldum heim á leið með
bros á vör.
D.S. vestmenn
Óskum öllum
bœjarbúum
gleðilegs
sumars
Góð verslun í alfaraleið
Fálki á flugi
SKÁTAFÉLAGIÐ FAXI
1938 - 60 ára - 1998