Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Blaðsíða 2
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
Hugleiðingar um skátastarfið
- Þátíð, nútíð og framtíð -
Núna eru rúmlega 35 ár síðan ég
gerðist skáti. Þetta er auðvitað óskap-
lega langur tími í augum ungra skáta, þó
svo að mér finnist hann ekkert svo lang-
ur svona þegar ég lít til baka. En látið
ykkur ekki bregða, svona hugsa flestir
sem eru aðeins farnir að eldast. Tíminn
líður bara svona hratt og þegar menn líta
til baka, þá þjappast minningarnar
saman, þannig að langur tími virðist
eins og maður hafi sett kvikmynd á
hraðspólun í myndsbandstækinu. Nú
ætla ég að fara í gegnum minningar
mínar úr skátastarfinu á hraðspólun.
Þátíð
Þegar ég hóf starf í Faxa, þá var skáta-
heimilið í gömlu fjósi við Fífilgötu.
Fjós þetta var bæði gamalt og lítið, en
þar sem ég var bæði ungur og lítill, þá
fannst mér það bara vera hið flottasta
hús. Fljótlega misstum við heimilið,
sennilega hefur það verið ónýtt, og
fluttum við þá fundina inná heimili
flokksforingjanna. Seinna fluttum við
inn í minnsta skátaheimili á landinu, en
það var pínulítið hús við Barnaskólann.
Þetta hús hafði verið notað sem kamrar
við skólann, sennilega áður en menn
fundu upp „sturta niður” klósettin. Þetta
heimili var svo lítið að þar var aðeins
pláss fyrir eitt lítið borð og nokkra stóla
í kring um það. Mörgum árum seinna
flutti svo skátaheimilið á jarðhæð
Félagsheimilisins og það var auðvitað
eins og að flytja úr koti í höll.
Annars var það þannig að það skipti
ekki miklu máli hvort við höfðum stórt
pláss eða lítið. Skátastarfið sem ég ólst
upp f var nefnilega nokkurskonar „nátt-
úruskátastarf’. Við héldum auðvitað
fundi eins og allir skátaflokkar gera, en
Bjarni Sighvatsson ásamt
eiginkonunni, Aróru Friðriksdóttur
aðal starfið átti sér stað úti undir beru
lofti. Það var föst regla hjá okkur , að
flesta sunnudaga fór flokkurinn í
göngutúra út á Eyju. Þar kveiktum við
varðelda, byggðum tuma úr spírum,
fórum í „bófahasar”, gengum á fjöll og
skoðuðum fjörur. Og svo fórum við
grimmt í útilegur. Auðvitað byrjuðum
við með 30.kíló á bakinu eins og allir
byrjendur, en síðan kom upp mikill
metnaður og samkeppni sem gekk út á
það að hafa sem minnst drasl í
bakpokanum. Undir lok þess tíma sem
ég starfaði í skátaflokki þá var bannað
að nota tjald, heldur breiddum við plast
undir okkur og yfir. Prímus var líka
bannvara. Við söfnuðum spreki og
spýtum og elduðum við glóðir.
Auðvitað fómm við á fjölda skátamóta
og kepptum við alla íslenska skáta. Við
vorum alltaf með hæstu flaggstöngina
og stundum nokkuð óþægir við vildum
að allir vissu að við værum skátar úr
Eyjum. Og að þeir gætu allt. Við
höfðum náð því takmarki sem við
höfðum stefnt að í mörg ár, við vorum
orðnir „náttúmskátar”
Nútíð
Eftir að flokkastarfinu lauk, tók björg-
unarsveitarstarfið við, og þar er ég enn.
Eg hefi fylgst með skátastarfi úr fjar-
lægð síðan og er ekki vel dómbær hvað
skátar gera í dag. Þó virðist mér að mun
stærri hluti starfsins gerist innanhúss.
Það finnst mér ekki góð þróun ,ef mat
mitt er rétt. Þegar ég var ungur skáti
sögðu gamlir skátar að við væmm að
gera allt annað en þeir höfðu gert. Það
þótti okkur skrýtið, því við vorum
akkúrat að gera hið „rétta” í okkar starfi.
Þetta var hið fræga kynslóðabil og
auðvitað er það ennþá í fullu gildi.
Framtíð
Ég veit auðvitað ekkert um það
hvemig skátastarf verður í framtíðinni.
En ég á gamla formúlu sem ég held sé
jafngóð og hún var í „gamla daga”. Hún
er svona: Útilíf, göngur, varðeldar, úti-
legur, basl í vondu veðri, dásamlegur
tími í vorblíðunni, minni innivera.
Eyjaskátar, ég skal lofa ykkur því að sé
þessi formúla notuð í hæfilegum
skömmtunr verðið þið ekki bara skátar,
heldur verðið þið náttúruskátar. Og það
er toppurinn.
Skátakveðja,
Bjarni Sighvatsson
369.405 Ská 1998 16(1) Átthagi
Skátablaðið Faxi.
Átthagadeild
14205131
Bókasafn Vestmannaeyja
Jtgefið ÍAPRÍL 1998
Jtgefandi: Skátafélagið Faxi
Lbyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson
litstjóri: Einar Örn Arnarsson
Vuglýsingar: Sigríður Guðmundsdóttir
’rófarkalestur: Halla Andersen
3rentvinna: Prentsm. Eyrún hf.
Ritnefnd:
Einar Örn Arnarsson
Freydís Vigfúsdóttir
Júlía Ólafsdóttir
Páll Zóphóníasson
Rósa Sigurjónsdóttir
D.S. Vestmenn: Inkar og Fálkar