Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Blaðsíða 17

Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Blaðsíða 17
SKÁTABLAÐIÐ FAXI © Horft til framtíðar Fyrr í vetur, nánar tiltekið þann 22. Febrúar, var haldið upp á 60 ára afmæli Skátafélagsins Faxa með margvíslegum hætti. Gengið var fylktu liði til kirkju þar sem nýliðar voru vígðir, Olafur Ásgeirsson skátahöfðingi hélt stólræðu dagsins og skátar tóku þátt í messunni, fóru m.a. með bænir. Þá var gengið suður í Skátastykki, þar sem staðið var fyrir fjölbreyttri dagskrá að viðstöddum hátt á annað hundrað manns og skáta- höfðingja sem heiðraði nokkra eldri skáta og nokkra yngri starfandi skátaforingja fyrir vel unnin störf. Á tímamótum sem þessum setja menn sér markmið um framtíðina og stjórn Faxa hefur tekið fyrir og rætt um framtíðina til lengri tíma litið og fellur það saman við þá umræðu sem er á dagskrá Bandalags íslenskra skáta og allra aðildarféflaga þess. Þar er á dagskrá, Skátahreyfingin á nýrri öld, markmið um fjölda skáta og gæði skátastarfsins. Stefnumörkun í skátastarfi, verður því væntanlega eitt helsta viðfangsefni næsta skátaþings. í lögum Bandalags íslenskra skáta segir að markmið skátastarfsins og hugsjón sé að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. Skátahreyfingin skal stuðla að friði og leggur áherslu á að skátar beri virðingu fyrir umhverfinu. Tillitsemi, samstarf, ábyrgð, útilíf, nyt- söm störf og þátttaka í alþjóðastarfi skal einkenna starfið. Leiðarljós skátastarfsins er þessi hugsjón. Efniviðurinn eru börn og unglingar, en jafnframt fullorðið fólk. Aðrir mikilvægir þættir eru þekking, skipulag, fjármagn sem og velvild og stuðningur stjórnvalda og almennings. Á merkum tímamótum eins og þegar minnst er 60 ára óslitins skátastarfs í Eyjum, og við þröskuld nýrrar aldar er rétt að taka áttir og varða leiðina fyrir skátastarfið. Markmið hvers skátafélags er í grundvallaratriðum tvíþætt: • að auka fjölda barna og unglinga í skátastarfi • að bæta gæði skátastarfsins. Fjöldi barna og unglinga í starfi hér í Eyjum hefur verið hvað hlutfallslega mestur miða við íbúafjölda, þannig að það markmið hefur tekist að mestu leyti. Hins vegar hefur ekki tekist að halda gæðum starfsins eins og helst er á kosið. Gæði starfsins má annars vegar tryggja með skýrum uppeldismark- miðum, góðum verkefnum og vandaðri útgáfu sem Bandalag íslenskra skáta hefur séð um og hins vegar með áhugasömum foringjum og stjórnum og góðri aðstöðu fyrir starfið, sem Skátafélagið Faxi á að sjá um. Aðstöðu fyrir vetrarstarfið, hefur félagið í Skátaheimilinu við Faxastíg og er hún til fyrirmyndar en nýtist ekki sem skyldi þar sem opnunartími þess er tak- markaður við sjálfboðaliðastarf foringja og umsjónarmanna. Útivistaraðstaða fyrir útilegur yfir Hópvinna er eitt af því sem lærist í skátastarflnu. Páll Zóphóníasson ásamt eiginkonu sinni, Sesselju Áslaugu Hermansdóttur. vetrartímann og fyrir sumarstarfið er í byggingu í Skátastykkinu og áformað að taka í notkunn í sumar, þannig að þá verður vel séð fyrir þessum þætti í aðstöðusköpun fyrir félagið. Er þá ekki neitt að vinna að?? Jú við þurfum helst að efla foringjaþjálfunina, m.a. vegna þess að flestir foringjarnir staldra stutt við verður það óhjákvæmi- lega mikil endurnýjun. Þá þurfum við að fá eldri skáta til starfa aftur, um lengri eða skemmri tíma. Á hverju ári eru haldin áhugaverð foringjanámskeið sem bjóðast jafnt starfandi skátaforingjum og eldri skátum sem vilja koma til starfa á nýjan leik. Gilwell- skólinn á Úlíljótsvatni er kjörin vettvangur fyrir alla þessa væntanlegu skátaforingja. Skátafélagið hefur á undanfömum árum sent foringjaefni á þessi námskeið og hefur reynsla af því verið góð. Að þessu verður að vinna. Stjórn Faxa

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.