Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Blaðsíða 15

Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Blaðsíða 15
SKÁTABLAÐIÐ FAXI Ylfingasveitin Dögun I haust tók til starfa ylfingasveitin Dögun en hún var samansett úr tveimur ylfingasveitum frá fyrra ári, þ.e. Dögun og Smáfólki. Sveitarforingjar voru tveir, Júlía og Sif og voru í sveitinni fimm stelpurflokkar og tveir strákaflokkar. Fundir hafa verið haldnir á fimmtu- dögum kl. 17.00. Margt spennandi var unnið fram að áramótum og stendur þar hæst nótt í skátaheimilinu sem var um mánaðamótin nóv. - des. Um áramót uðru svolitlar breytingar á sveitinni. Sif fluttist til Danmerkur, einn flokkur færðist upp í skátasveitina Fífil auk þess sem einn flokkur hætti og fluttust meðlimir þeirra í aðra flokka. Mikið hefur verið gert eftir áramót s.s. farið í sund og á náttúrugripasafnið, farið í göngu o.fl. Einnig eigum við eftir að undirbúa okkur fyrir afmælis- mótið í sumar. Við í sveitinni Fífli höfum gert okkur margt til skemmtunar í vetur. Flokkarnir hafa verið að vinna að vörðu- verkefnunum sínum og farið í útilegur í Gamla golfskálann og sumir í tjaldúti- legur núna um daginn í páskafrísblíðun- ni. I janúar fórum við öll í heimsókn á Búhamar og höfðum gaman af. Þar kynntumst við ýmsu sem tengist fötlun og hvað börnin aðhafast þar á daginn. Að lokum sungum við fyrir þau nokkur vel valin skátalög og þau gáfu okkur svala og súkkulaði. Við hyggjum á fleiri vettvangsferðir á næstunni til dæmis á Slökkvistöðina og til Björgunar- félagsins. Sumarið er framundan ásamt mörgum útilegustundum og skemmti- legri útiveru, þar á meðal skátamótið hér í sumar.

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.