Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Side 2
Jólin, eru stœrsta hátíð
ársins og hafa verið það frá
ómunatíð.
Meðal okkar skáta ríkir ekki
hvað síst gleði um jólin, því
að við fögnum þá birtu og
hlýju.
Það er von okkar að við og
allir skátar, hvar sem er í
heiminum, já og allir jafnt
skátar sem aðrir, geta gert
hlý og björt jól- þessi önnur
jól hins nýja friðar.
Við vonum, að Ijósið, sem
tendrað var í hjörtum man-
nanna á jólanóttina árið 1,
megi einnig lýsa og verma
okkur mennina nú um jólin
2003.
Um jólin megum við ekki
hugsa einungis um gjafir og
góðgœti, nei. Við skulum
athuga, dálítið hver munur
er á okkur, sem lifum hér í
landi velmegunarinnar og
skátabræðrum okkar og
systrum, sem berjast við
hungur og kulda út um
allan heim. Efvið athugum
þetta þá getum við ekki
annað en vonað að a.m.k.
nú um jólin veitist þeim ein-
hver hjálp.
Upp úr jólunum fer að birta
og birtan kemur með nýtt ár
til okkar. Með nýtt ár, sem
fullt er af vonum og
verkefnum.
Við skátar erum sólskins-
börn, og mikill þáttur starfs
okkar er bundinn við sól-
skinið. Þess vegna verða
jólin einnig okkar hátíð og
við vonum að þau beri með
sér birtu og yl að þessu
sinni, ekki einungis hingað
til okkar, heldur einnig inn í
skammdegismyrkur hungurs
og kulda um allan heim.
Gleðileg jól
Skátafélagið Faxi
Óskutn öllum bæjarbúutn
jfleðityra jóla
með þökk fyrir
viðskiptin á árinu
Starfsfólli o$ eípdur
Óskum öllum bæjarbúum
«SPARISJÓÐUR
VESTMANNAEYJA
IMANDSBANKI
2 SKÁTABLAÐIÐ FAXI