Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Page 9
y
það fyrir okkur. Um kvöldið var svo
haldin svaka kvöldvaka með vareld og
alless.... en þegar kvöldvökunni lauk þá
var haldið Bryggjuballið fræga sem var
þvílíkt stuð með harmonikku. Eftir það
fóru allir upp á tjaldstæði og var skemmt
sér þar þangað til gæsla kom og rak
okkur út af mótsvæðinu þannig að við
fórum bara bak við hól og var haldið
áfram að skemmta sér þar, svo fór alltaf
einn og einn að týnast í burtu þangað til
þeir síðurtu komu heim kl, 6:30.
Alma morgunhani var náttúrulega
vöknuð eld snemma og vakti alla hina til
að missa ekki af morgun verkunum
aftur, við vorum ekki ánægðar því við
höfðum farið seint að sofa, en
vöknuðum þó. Þá var hafist handa við
að ganga frá dótinu okkar sem var út um
allt í farangurstjaldinu. Eftir hádeigi var
svo slitið og fóru allir til baka með ferj-
unni og svo með Herjólfi heim til eyja.
Þær sem fóru voru þær: Elín, Erna,
Alma og Sandra.
Erna
Við lögðum af stað 4 hressar stelpur
frá eyjum með Herjólfi á föstudegi.
Allar að deyja úr spenningi.
Þegar við komum til Reykjavíkur náði
Rósa og Björk systir hennar Ölmu í
okkur. A meðan við biðum eftir að ferj-
an færi þá var farið á Bæjarins bestu og
tekinn skemmtilegur rúntur á IKEA
planinu.
Þegar við vorum komnar út í Viðey þá
hittum við stráka á bryggjunni sem við
þekktum og hjálpuð þeir okkur að koma
farangrinum okkar (sem var ekki lítill) á
mótsvæði. Eftir smá suð þá fengum við
að tjalda hliðin á Hraunbúum. Því miður
misstum við af allri dagskrá þetta
kvöldið þannig að við fórum bara í
heimsókn í næstu tjöld að kíkja á
stemmninguna þar. En þetta endaði með
því að gæslan kom og rak okkur í rúmið,
en þá kom upp smá rifrildi milli gæsl-
unnar og okkar því við vorum búin að
leifa ein um stráka að sofa hjá okkur því
ekki var pláss fyrir hann í sínu tjaldi,
en gæslan var nú ekki alveg sátt við
þetta, en við vorum frekari þannig að
gæslan varð að láta undan.
Þegar við vöknuðum á laugardeginum
þá komust við að því að við höfðum
misst að ÖLLUM morgunvekunum (en
okkur fannst það ekkert leiðinlegt)
frekar fórum við út í sólbað þótt það
væri hálf skýjað. En eftir hádegismatinn
ætluðum við að vera rosaduglegar og
fara í dagskrá. Við byrjuðum en hættum
fljótlega því þetta var svo barnaleg
dagskrá að hálfa væri hellingur. Þegar
líða fór á daginn þá ákváðum við að fara
í skoðunarferð um eyjuna. Þegar við
Alma, Sandra, Erna og Elín.
komum til baka var að hefjast fót-
boltakeppni og eftir langa leit fundu við
svo fólk til að vera með okkur í liði en
leikurinn fór ekki alveg eins og hann átti
að fara.
Eftir leikin var langeldur og allir grill-
uðu sér eitthvað nema við, við vorum
með lítið gasgrill sem við grilluðum á en
þegar átti að fara að grilla þá komust við
að því að grillið var bilað en sem betur
fer þá var Einar Öm þama og gat lagað
Viðe
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
9