Fréttablaðið - 29.12.2017, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —3 0 5 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 2 9 . d e s e M b e r 2 0 1 7
FrÍtt
Fréttablaðið í dag
skoðun Gunnlaugur Stefánsson
fjallar um hræsni og laun. 10
sport Íþróttaannáll ársins. 20, 22
Menning Leikhúsrýni um Hafið
í Þjóðleikhúsinu. 30
lÍFið Glamour gerir upp götu-
tískuna á árinu. 36
plús sérblað l Fólk
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
FangelsisMál Þrátt fyrir að nýtt
fangelsi hafi verið tekið í notkun í lok
síðasta árs og að skilyrði til afplán-
unar utan fangelsa hafi verið rýmk-
uð umtalsvert í nýjum lögum um
fullnustu refsinga, hefur þeim sem
bíða eftir að hefja afplánun óskil-
orðsbundinnar fangelsisrefsingar
fjölgað um tæplega fimmtíu milli
ára. 570 manns bíða nú eftir að hefja
afplánun en 525 voru á boðunarlist-
anum á sama tíma í fyrra.
Með lagabreytingum síðla árs
2015 var bæði mælt fyrir um aukna
notkun rafræns eftirlits og rýmkuð
skilyrði reynslulausnar og til afplán-
unar með samfélagsþjónustu. Með
þessum breytingum og byggingu nýs
fangelsis á Hólmsheiði stóðu vonir
til þess að bið eftir afplánun styttist.
Enda getur löng bið eftir afplánun
haft í för með sér að refsingar fyrnist.
„Við þurftum að loka fangelsinu
í Kópavogi ári fyrr en áætlað var og
við lokuðum svo Hegningarhúsinu
við Skólavörðustíg um mitt ár 2016
en nýja fangelsið var ekki tilbúið til
notkunar fyrr en í árslok 2016. Þann-
ig að tímabundið vorum við með allt
of fá pláss,“ segir Páll Winkel, for-
stjóri Fangelsismálastofnunar.
Hann bendir einnig á að um 30
fangar séu vistaðir á Hólmsheiði
að meðaltali þrátt fyrir að fangelsið
geti tekið allt að 56 fanga. Starfs-
mannafjöldinn í fangelsinu ræður
ekki við fleiri fanga og segir Páll að
fjölga þurfi um fjögur stöðugildi að
lágmarki til að taka megi fangelsið í
fulla nýtingu.
„Miðað við þróun refsinga
myndum við ná að halda í horfinu
ef nýtingin á Hólmsheiði væri eins
og best verður á kosið,“ segir Páll.
Hann segir það geta tekið áratug að
áhrif lagabreytinganna komi að fullu
fram. „En við finnum líka að það er
harðari kjarni sem þarf að afplána í
fangelsunum sjálfum og það kallar
á auknar öryggisráðstafanir,“ segir
Páll. Hann segir forgangsröðunina
inn í fangelsin valda því að í fangels-
unum eru nánast eingöngu síbrota-
menn og fangar sem afplána fyrir
alvarlegustu brotin.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
skömmu fyrir jól er ekki gert ráð
fyrir auknum fjárframlögum til
fangelsismála í frumvarpi til fjár-
laga næsta árs. Þrátt fyrir það leggur
dómsmálaráðherra áherslu á að
Hólmsheiðinni verði komið í fulla
nýtingu sem fyrst. „Það þarf bara að
hagræða í rekstri fangelsanna og það
er fangelsismálayfirvalda að ákveða
hvernig peningunum er best fyrir
komið í samráði við mig,“ segir ráð-
herra. – aá
Enn lengist bið
eftir afplánun
570 manns bíða afplánunar óskilorðsbundinna
dóma, þrátt fyrir að nýtt fangelsi hafi verið tekið í
notkun og úrræði utan fangelsa hafi verið rýmkuð.
Það þarf bara að
hagræða í rekstr-
inum og það er fangelsis-
málayfirvalda að ákveða
hvernig peningunum er best
fyrir komið í samráði við
mig.
Sigríður Á.
Andersen,
dómsmála-
ráðherra
Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær hlutskörpust í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um
nafnbótina íþróttamaður ársins. Ólafía varð þar með fyrst kylfinga og sjötta konan til að hljóta titilinn. Á árinu
vann Ólafía sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni fyrst íslenskra kylfinga. Knattspyrnumennirnir Aron Einar
Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson urðu næstir á eftir Ólafíu í kjörinu. Sjá síðu 18 FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
5 GRÍMUTILNEFNINGAR
Sýning ársins
Leikstjóri ársins
Leikari ársins í aðalhlutverki
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Tónlist ársins
„Ein af þessum stundum í leikhúsinu
þar sem allt tekst“
HA. Kastljós
„Leikur Björns Thors og Unnar Aspar,
undir styrkri stjórn Ólafs Egils, er bæði
góður og gegnumheill án þess að
nokkurt prjál þurfi til“
SJ. Fréttablaðið
Viðskipti Mikil óánægja er meðal
starfsmanna lyfjafyrirtækjanna
Actavis og Medis hér á landi sem
hefur leitt til þess að margir hafa
sagt eða íhuga að segja starfi sínu
lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi
við segja óvissu um framtíð lyfja-
fyrirtækjanna hér á landi, aukið
vinnuálag og ákvörðun stjórnenda
móðurfélagsins um að hætta við
gjafir og jólahlaðborð, hafa komið
niður á starfsanda.
Alls starfa rúmlega 300 manns
hjá Actavis og Medis hér á landi.
Starfsmönnum Actavis var greint
frá nýlegum hagræðingaraðgerðum
ísraelska móðurfyrirtækisins Teva í
tölvupósti. Kvarta þeir undan upp-
lýsingagjöf stjórnenda og auknu
vinnuálagi. Talsmaður Actavis og
Medis segir í skriflegu svari til blaðs-
ins að almenn starfsmannavelta hafi
verið innan hefðbundinna marka
síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið
ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.
– hg / sjá síðu 6
Óvissa meðal starfsfólks Actavis
✿ Fjöldi á boðunarlista
2013 2014 2015 2016 2017
52
5
49
8
48
6
45
5 5
70
lÍFið Kærleiksríkar kisur,
krúttlegir hvolpar og gagg-
andi hænur eru hluti af
starfsliði dvalarheimilisins
Kirkjuhvols á Hvolsvelli. Sól-
veig Unnur Eysteinsdóttir,
starfandi forstöðumaður
heimilisins, segir mark-
miðið vera að skapa
heimilislegt og hlý-
legt samfélag og þar
leika dýrin stórt
hlutverk.
Þar á meðal er kisan Njála
sem lífgar upp á tilveruna á
Kirkjuhvoli og er heimilis-
mönnum til yndis og ánægju.
„Fjölmargir heimilis-
manna okkar eru með
heilabilun og ná vel
að tengjast kisu sem
nýtur athyglinnar
líkt og katta er
siður,“ segir Sól-
veig.
– áhg / sjá síðu 38
Dýrin gleðja á Kirkjuhvoli
2
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
9
D
-9
9
F
4
1
E
9
D
-9
8
B
8
1
E
9
D
-9
7
7
C
1
E
9
D
-9
6
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K