Fréttablaðið - 29.12.2017, Síða 11

Fréttablaðið - 29.12.2017, Síða 11
Skömmu fyrir jól urðu þau tíð-indi í Bandaríkjunum að tveir miðaldra menn féllust í faðma, felldu tár og fyrirgáfu hvor öðrum áratugalanga beiskju. Viðburður- inn var svo hjartnæmur og fallegur að myndband af honum dreifðist undurskjótt um heimsbyggðina, þar sem milljónir miðaldra karl- manna horfðu á og felldu kannski sjálfir tár eða sugu að minnsta kosti hressilega upp í nefið. Faðmlag mannanna var trölls- legt, því annar þeirra er 205 senti- metra hár en hinn um 185 og báðir vöðvastæltir fyrrum atvinnumenn í íþróttum og ágætlega dúðaðir af velmegunarspiki eftir áratugina sem liðnir eru frá því þeir lögðu skóna á hilluna. Mennirnir tveir eru meðal fræg- ustu körfuboltakappa níunda ára- tugarins; Magic Johnson og Isiah Thomas. Þeir voru nánir vinir sem ungir menn, en vinskapur þeirra súrnaði skyndilega fyrir 25 árum af ýmsum ástæðum—og þróaðist út í gagnkvæma fyrirlitningu, svika- brigsl og illmælgi. Þeir félagar settust loks niður og áttu sitt fyrsta samtal í áratugi. Fundur þeirra var fyrir milli- göngu fjölda sameiginlegra vina og fjölskyldumeðlima sem öllum fannst orðið tímabært að gefa kærleiknum sem eitt sinn var á milli þeirra tækifæri til þess að feykja burt þeim skýjum sem síðar hrönnuðust upp. Kærleikurinn sigrar Á þeim tíma sem óvináttan stóð gat hvor um sig tínt til hinar ýmsu ástæður fyrir henni; og allar voru auðvitað hinum að kenna. Sam- skiptaleysi og fjarlægð gerðu þeim báðum kleift að herðast í óvildinni og sannfæra sig sjálfa um að lífið væri betra án hins og að vinátta þeirra væri bæði dauð og grafin. Það tók hins vegar ekki langan tíma þegar þeir hittust á ný að finna að nýju sameiginlega strengi. Og eftir smá spjall steig Magic það skref að biðja vin sinn Isiah fyrirgefningar á því að hafa komið illa fram við hann. Við það brast tilfinningastíflan hjá þeim báðum og þeir stóðu tárvotir í faðmlögum í dágóða stund; allt fyrir framan myndavélarnar. Það þurfti ekki orð til að sjá að fyrirgefningin var auð- fengin, vináttan var komin aftur og kærleikurinn hafði enn á ný vikið óvildinni úr vegi. Þar með er auðvitað ekki búið að stroka út úr raunveruleikanum þá staðreynd að báðir hafa þeir komið illa fram, sagt ljóta og meiðandi hluti og verið andstyggilegir á ýmsan hátt. Þeir eru báðir sekir og sakbitnir. Og ómögulegt er að reikna það út hvor þeirra hefur gert meira á hlut hins, eða jafna það skor þannig að báðir telji sanngjarnt. Ef undan er skilið einstaka helgi- fólk þá höfum við öll bæði orðið fyrir óréttlæti og valdið því; við höfum komið illa fram og aðrir hafa komið illa fram við okkur—í okkur kraumar bæði reiði yfir því sem okkur hefur verið gert og sam- viskubit yfir því sem við höfum gert öðrum. Fólk er flókið og marg- breytilegt og lífsgangan er ekki alltaf á beinum eða breiðum vegi. Enginn er fullkominn. Áhugaverð tilraun Máttur fyrirgefningarinnar er kannski einhver mikilvægasti boð- skapur kristninnar. Kristur kenndi að bjóða ætti hinn vangann og fyrir- gefa nágranna sínum ekki aðeins sjö sinnum, heldur sjö sinnum sjötíu sinnum. Þetta þætti okkur flestum líklega jaðra við geðleysi, enda ber sennilega að taka þessi orð frekar til umhugsunar en sem forskrift. Engu að síður er áherslan á fyrirgefningu í kristninni töluverð stefnubreyting frá því sem boðað er í Gamla testamentinu. Jafnvel þótt „auga fyrir auga“ hafi alls ekki verið boðskapur hefndar, heldur einmitt hóflegra og sanngjarnra refsinga, þá er óhætt að segja að áherslan á fyrirgefningu aðgreini kristnina öðru fremur frá gyðingdómnum sem hún er sprottin af. Ísraelskur vinur minn orðaði það þannig að honum þætti þessi áhersla á fyrirgefningu vera forvitnileg tilraun; en taldi sjálfur að réttlæti væri miklu mikilvægara. Vaggandi vogarskálar Sá er hins vegar vandinn við rétt- lætið að erfitt getur reynst að meta hvenær tvær misgjörðir jafna hvor aðra út; eða hvenær refsing er nákvæmlega hæfileg til þess að jafna sakir. Fyrir vikið einkennast langvarandi illdeilur og særindi milli fólks og þjóða af því að vogarskálar réttlætisins ná aldrei því friðsæla jafnvægi sem allir geta fellt sig við. Spurningar um refsingu, hefnd, fyrirgefningu og iðrun eru meðal þeirra mikilvægustu og flóknustu í mannlegu samfélagi. Þær eiga við okkur sjálf sem einstaklinga, innan fjölskyldna, milli vina og einnig á opinberum vettvangi—þar sem ríkisvaldinu er falið vald til þess að framkvæma refsingar þótt stundum eigi þær sér stað í formi umfjöllunar eða útskúfunar. Allt er þetta vand- meðfarið og flókið. Engan er hægt að neyða til að fyrirgefa það sem á hlut hans hefur verið gert, og sumum tekst aldrei að fyrirgefa sjálfum sér fyrir það sem þeir hafa gert á hlut annarra. Og fyrir sumar misgjörðir er ótækt annað en að refsa. En í góðu samfélagi eru lær- dómur, iðrun og yfirbót er ekki síður mikilvægir þættir í gangverki rétt- lætisins heldur en refsing og hefnd. Svalandi fyrirgefning Þeir félagar Magic Johnson og Isiah Thomas ákváðu bersýnilega að þeim myndi báðum líða betur ef þeir brytu odd af oflæti sínu og gæfu hvor öðrum upp sakir í stað þess að láta sig dreyma um hefnd og réttlæti. Nema auðvitað að þeir hafi komist að þeim sannleik að þorstanum eftir hefnd verði ekki svalað fullkomlega með fullkominni refsingu heldur með fullkominni fyrirgefningu. Fyrirgefning og réttlæti Þórlindur Kjartansson Í dag Nú er senn að ljúka fyrsta heila starfsári markaðsstofunnar Icelandic lamb. Hlutverk hennar er m.a. að kynna íslenskt lambakjöt, ull og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Þetta er í fyrsta skipti sem það hefur verið gert með skipulögðum hætti. Starfið hverf- ist um eitt sameiginlegt merki sem táknar gæði, hreinleika og sérstöðu. 40 milljón snertingar á netinu Icelandic lamb heldur úti öflugri sam- félagsmiðlaherferð sem hefur skilað um 40 milljón snertingum. Þetta er fjórfalt það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Um 50 myndbönd eru í dreifingu á vefnum ásamt öðru efni. Einstaka myndbönd hafa fengið allt að sjö þús- und deilingar sem er framúrskarandi á alla mælikvarða. Herferðin hefur verið verðlaunuð af FÍT, tilnefnd til evrópsku ADCE verðlaunanna og nor- rænu Emblu-verðlaunanna. Um 150 innlendir aðilar í nýsköpun, hönnun, verslun, úrvinnslu eða veit- ingarekstri eru í samstarfi við Ice landic lamb. Þar af eru rúmlega hundrað veitingastaðir af öllum stærðum og gerðum. Staðirnir setja lambakjöt í öndvegi og merkið er áberandi inni á stöðunum, á heimasíðum þeirra og víðar. Þetta samstarf hefur skilað sér greinilega í töluvert aukinni sölu. 30% þekkja merkið Samkvæmt nýrri Gallup-könnun meðal erlendra ferðamanna kom í ljós að um 30% þekkja merkið og hafa á því jákvæða skoðun. Þessi niðurstaða er framar björtustu vonum. Undirrit- aður og aðrir sem að verkefninu standa þóttu bjartsýnir þegar þeir gerðu sér vonir um að ná til 10% erlendra ferða- manna á fyrsta heila starfsárinu. Könnunin sýnir einnig að 52% erlendu ferðamannanna borða íslenskt lambakjöt á veitingastöðum. Flestir bara einu sinni en margir oftar. Aðeins 15% keyptu sér hins vegar íslenskt lambakjöt úti í búð. Ljóst er að þar eru mikil sóknarfæri en aukin sam- vinna við íslenskar smásöluverslanir er einmitt ein helsta áhersla Icelandic lamb fyrir árið 2018. Icelandic lamb nær til erlendra ferðamanna Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu til- tekna sjónarhorni. Bílastæði eru örfá og gríðarlegt umferðaröngþveiti myndast við þjóðveginn þar sem ægir saman stærðarinnar langferðabílum og smæstu bílaleigubílum. Slysahættan er áþreifanleg og mannslíf í stans- lausri hættu. Ég hef undrast það hvers vegna landeigendur hafi ekki gert bragarbót á, öllum til heilla, og komist að því að þeir vilja hreinlega ekki að ferðamenn komi inn á svæðið. Þeir hafa reynt að loka svæðið af, þrengt inngang að bíla- stæðum, sett lása á öll hlið og jafnvel öskrað á ferðamenn sem þarna koma. Lokanirnar á svæðinu eru reyndar orðnar svo umfangsmiklar að Grund- firðingar geta ekki lengur gengið um svæðið eins og áður. Þarna væri með litlum tilkostnaði hægt að koma upp þjónustumiðstöð með góðu bílastæði og varningi til sölu. Miðað við fjölda ferðamanna daglega mætti þéna vel á því. Merkilegast við afstöðu land- eigandans, eða þess sem á 70% af landinu, er að hann býr ekki sjálfur í Grundarfirði heldur í útlöndum. Og hann er þekktur fyrir það að ferðast og njóta náttúruperla í öðrum lönd- um á sama tíma og hann gerir hvað hann getur til að halda ferðamönnum frá Kirkjufellsfossi. Þannig að í stað þess að koma upp aðstöðu fyrir ferðafólkið, og eflaust hagnast, þá mun þessi tiltekni land- eigandi hafa slysin sem verða á svæð- inu á samvisku sinni. Kirkjufellsfossinn fagri Svavar Halldórsson framkvæmda- stjóri Icelandic lamb Um 150 innlendir aðilar í nýsköpun, hönnun, verslun, úrvinnslu eða veitingarekstri eru í samstarfi við Icelandic lamb. Guðmundur Ingi Þóroddson formaður Afstöðu PÁSKATILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Niðurfellanleg hliðarborð • Afl 10,5 KW Grillbúðin 56.175 Verð áður 74.900 25% afsláttur Grill - Húsgögn Eldstæði - Útiljós Jólaljós - Aukahlutir Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Grillflötur 65 x 44 cm • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð Yfirbreiðsla fylgir ÚTSA LA Dregið hefur verið í jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Vinningar komu á eftirtalin númer: Toyota Yaris Active Hybrid að verðmæti kr. 2,890.000 hvor bifreið. 2318 63833 Ferðavinningur frá Heimsferðum að upphæð kr. 600.000 6341 41119 47585 79120 Ferðavinningur frá Heimsferðum að upphæð kr. 300.000 269 10944 20093 31224 39081 51209 60896 72101 1002 12190 20519 31775 40636 51621 61573 73240 2810 13150 20540 31850 43298 53003 62222 73986 4852 14002 24156 32342 44355 54783 65150 74989 4861 14234 24567 33092 44663 55607 65200 75005 5290 14329 25542 33124 45052 55664 66696 76500 5772 14780 25603 33161 45460 55791 68852 76612 7882 14841 26077 34753 45764 55974 69260 76980 9098 17446 26907 36211 46369 57001 69396 77873 10257 17883 27770 36494 47410 57229 69805 78227 10363 17974 28135 37044 48424 59425 70555 78366 10483 18661 28825 37340 49020 59492 71225 78724 10842 20062 31134 37625 50368 60824 71499 78930 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535-0900. Byrjað verður að greiða út vinninga 5. janúar 2018. Vinningsskrá er einnig birt á heimasíðu félagsins www.slf.is S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 11F Ö S T u d a g u R 2 9 . d e S e m B e R 2 0 1 7 2 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 9 D -9 E E 4 1 E 9 D -9 D A 8 1 E 9 D -9 C 6 C 1 E 9 D -9 B 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.