Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2018næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 2
Veður Gengur í austan 10-15 m/s í dag, en 18-25 undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Él austanlands og slydda eða snjókoma á Suðausturlandi fram eftir degi, annars skýjað og þurrt að kalla. Frost 0 til 5 stig. sjá síðu 16 Tólf fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu Ljósmyndari Fréttablaðsins, Gunnar V. Andrésson betur þekktur sem GVA, var í gær sæmdur riddarakrossi fyrir störf sín á vettvangi íslenskra fjölmiðla. GVA hefur unnið á dagblöðum í yfir hálfa öld en fyrsta forsíðumynd hans birtist í Tímanum í júní 1966. Hann hefur starfað á Fréttablaðinu síðustu þrettán ár. Hann stendur við hlið leikkonunnar Brynhildar Guðjónsdóttur sem sæmd var riddarakrossi fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Fréttablaðið/Ernir VELDU GÆÐI! PREN TU N .IS ................................................ mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS 3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM stjórnmál „Ég er þakklátur fyrir hvatningu um áframhaldandi fram- boð en þessi ákvörðun mín er stað- föst og óhagganleg,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason í tilkynningu þar sem hann boðar brotthvarf sitt úr stjórnmálum. Ísólfur Gylfi, sem sat um árabil á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og er nú sveitarstjóri Rangárþings eystra, hefur verið í sveitarstjórnar- og lands- málapólitík frá árinu 1990. Hann segist ætla að láta staðar numið er kemur að sveitarstjórnarkosningum í vor. „Þetta hefur verið langur og við- burðaríkur tími,“ segir hann í yfirlýs- ingu. Ekki náðist tal af Ísólfi Gylfa til að inna hann eftir því hvað hann taki sér nú fyrir hendur. – gar Harðákveðinn í að hætta í vor Ísólfur Gylfi Pálmason hættir brátt í stjórnmálunum. Fréttablaðið/VilHElM Björgun „Það voru nokkrir sem fóru í þetta útkall sem voru varla sestir við matarborðið eða voru að elda og þeir þurftu bara að biðjast afsökunar og hlaupa út,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, en björg- unarsveitir í Árnessýslu voru kallað- ar út á sjöunda tímanum á gamlárs- kvöld vegna fjögurra kvenna sem lentu í vandræðum efst í hlíðum Ármannsfells, norðan Þingvalla- vatns. Konurnar treystu sér ekki til að halda áfram niður fjallið þar sem mikil ísing var í hlíðum þess. Rúmlega 20 björgunarsveitar- menn stukku af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið klukkutíma síðar. „Það þarf að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu til að geta staðið upp á gamlársdag klukkan sex til að bjarga öðrum. En þetta er ákveðin lífsstíll,“ bætir hann við. Einn hópur var meira að segja enn í bækistöð Björgunarfélags Árborg- ar á Selfossi eftir að hafa lokið við flugeldasölu, þegar útkallið barst. „Ég kallaði út alla sýsluna því ég vissi að það yrði erfitt að manna þetta útkall,“ segir Ármann en hver sveit hefur sitt svæði og ef útkall er á því svæði er sú björgunarsveit boðuð. Vegna tímasetningarinnar var ákveðið að senda boð á allar sveitir og gátu 20 manns lagt allt sitt til hliðar til að aðstoða konurnar fjórar – sem höfðu verið í gamlársgöngu. Konurnar voru íslenskar og segir Ármann að þær hafi gert allt rétt. Þær hafi lent í vandræðum og hringt á aðstoð áður en þær færu sér að voða. „Það var engin stórhætta. En niðurgangan hefur trúlega verið neyðarleg. Þegar lögreglan hringdi, þá spurði ég hvort þetta væri ekki örugglega grín. Útkall klukkan 18 á gamlárs- dag. En maður býst alltaf við að kallið komi.“ Ármann segir að nóg sé búið að vera að gera hjá björgunarsveitum sýslunnar um jólahátíðina. Rútu- slysið hörmulega, leit að manni á Hofsjökli og svo þetta, svo fátt eitt sé nefnt. Því sé ágætt til þess að vita að flugeldasalan hafi gengið vel. „Það sem þarf að skoða er að þetta er ekki fjáröflun sem verður til að eilífu. Það þarf að skoða hvernig þarf að fjár- magna reksturinn í framtíðinni. Það eru um 50-70 útköll á ári á björgunarsveitirnar hér í Árnes- sýslu sem er heilmikið álag á oft litlar sveitir.“ Konurnar komust heilu og höldnu niður fjallið og sömuleiðis björg- unarsveitarfólkið og beið ilmandi áramótasteikin eftir flestum, köld en bragðgóð. benediktboas@365.is Nánast með svuntuna í útkalli á Ármannsfelli Björgunarsveitir í Árnessýslu fengu útkall á sjöunda tímanum á gamlársdag vegna fjögurra kvenna sem komust ekki niður af Ármannsfelli. Formaðurinn sendi út boð til allra sveita enda vissi hann að erfitt yrði að manna útkallið. Það þarf að eiga góða og skilnings- ríka fjölskyldu til að geta staðið upp á gamlársdag klukkan sex til að bjarga öðrum. Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Árborgar Um 20 björgunarsveitarmenn fóru af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið um klukkan sjö þegar flestir voru að borða áramótasteikina. Dómsmál Kona á fertugsaldri var á síðasta degi nóvembermánaðar dæmd til greiðslu sektar fyrir brot í opinberu starfi. Konan hafði, í starfi sínu sem landamæravörður hjá lög- reglunni á Suðurnesjum, flett upp upplýsingum um tvo einstaklinga í LÖKE-kerfinu. Konan fletti bæði upp upplýsing- um um fyrrverandi unnusta sinn og um konu sem hún hafði átt í sam- skiptum við vegna lögreglumáls. Flettingarnar tengdust hins vegar ekki starfi hennar sem landamæra- verði. Fyrir dómi játaði konan hátt- semi sína en neitaði sök þar sem hún hefði ekki notfært sért upp- lýsingarnar sem hún fékk úr LÖKE. Dómari málsins féllst ekki á það. Var konan dæmd til greiðslu 100 þúsund króna sektar. – jóe Sektuð vegna flettinga í LÖKE 2 . j a n ú a r 2 0 1 8 Þ r I ð j u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 0 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 0 -0 9 5 0 1 E A 0 -0 8 1 4 1 E A 0 -0 6 D 8 1 E A 0 -0 5 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (02.01.2018)
https://timarit.is/issue/395674

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (02.01.2018)

Aðgerðir: