Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 24
Að standa við skrifborðið
Nýleg langtímarannsókn á bak-
heilsu fjögur þúsund Bandaríkja-
manna sýnir að lífslíkur aukast
nákvæmlega ekki neitt við það
að standa við skrifborðið frekar
en að sitja. Staðan brennir að vísu
fleiri hitaeiningum svo ef það er
aðalmarkmiðið er endilega málið
að standa sem lengst.
Fitusnautt fæði
Átta ára rannsókn þar sem næst-
um fimmtíu þúsund konur tóku
þátt sýnir fram á að fitusnautt
fæði dregur hvorki úr líkunum á
brjóstakrabbameini, ristilkrabba-
meini né hjartasjúkdómum. Og
þær léttust ekki svo nokkru næmi.
Mælt er með að borða holla fitu úr
hnetum, avókadó og fiski.
BMI sem
mælikvarði á heilsu
BMI var fundið upp árið 1830 af
tryggingasölumanni sem vildi
geta rukkað meira fyrir líftrygg-
ingar. Sérfræðingar í ofþyngd
segja að BMI sé ekki gagnlegur
mælikvarða á hlutfall vöðva og
fitu í líkamanum og miklu betra sé
að miða við mittismál sem mæli-
kvarða á áhættu á sjúkdómum
eins og hjarta- og æðasjúkdómum
og sykursýki 2.
Heilsubót eða hugarburður?
Staðreyndir og mælieiningar varðandi heilbrigða lífshætti eru ekki óbreytanlegar heldur leiða
nýjar rannsóknir stöðugt í ljós nýjar upplýsingar. Hér eru nokkur atriði til umhugsunar.
Handspritt gerir
ekki eins mikið
gagn og sápa og
vatn samkvæmt
nýjustu rann-
sóknum.
Að standa við skrifborðið hefur ekki
afgerandi áhrif á heilsuna.
Glútensnautt fæði
Minna en tvö prósent einstaklinga
þjást af celiac sjúkdómnum sem
á íslensku hefur verið kallaður
glúten óþol. Við hin verðum ekki
fyrir áhrifum af glúteni . Rann-
sóknir sýna hins vegar að flestir
finna fyrir uppþembu eftir að hafa
borðað, hvort sem á matseðlinum
er hveiti eða ekki.
Möndlumjólk frekar
en kúamjólk
Valkostir við dýramjólk hafa rokið
upp í vinsældum undanfarin ár,
sérstaklega þó möndlumjólk þrátt
fyrir að vera næstum því alveg
laus við næringarefni. Möndlur
eru troðfullar af próteini en í glasi
af möndlumjólk er ekki nema
2% möndlur og eiginlega ekkert
prótein og vítamínin eru viðbætt.
Svo ef þú ert að leita að valkosti er
sojamjólk betri.
Safadrykkja
Við safagerð úr ferskum ávöxtum
og grænmeti hverfa allar góðu og
hollu trefjarnar sem við þörfnumst
og halda okkur söddum og sælum
fram að næstu máltíð. Og eftir situr
sykurinn sem hækkar blóðsykur
sem eykur hungurtilfinningu.
Borðaðu þessa ávexti og græn-
metið og drekktu stórt vatnsglas
með.
Handspritt
Reglulegur handþvottur gerir hand-
spritt nánast alveg óþarft. Og ekkert
handspritt er jafngóður gerlabani og
gamaldags sápa og vatn. Nóróveiran
alræmda er til dæmis orðin ónæm
fyrir handspritti og fleiri veirur
munu fylgja í kjölfarið innan tíðar.
Að láta braka
Til skamms tíma var almenn vitn-
eskja að það að láta braka í liðum
væri ekki bara pirrandi fyrir aðra
heldur mjög hættulegt fyrir liði
brakarans. Fjölmargar rannsóknir
hafa hnekkt þeirri hugmynd og
rannsakendur segja jafnvel að liða-
brakið sé vísbending um að liðirnir
séu vel smurðir og heilbrigðir. Og að
þeir sem ekki geta látið braka ættu
að vera viðbúnir því að eiga við liða-
vandamál að stríða í framtíðinni.
Hreinsikúrar
Það þurfa engin okkar að hreinsa
sig að innan nema þau sem hafa
orðið fyrir eitrunaráhrifum. Lifrin
og nýrun sjá um að sía frá flestöll
óæskileg efni sem við látum ofan í
okkur.
Örbylgjueldamennska
Öll höfum við heyrt um það hvernig
örbylgjur geisli alla næringu úr
matnum okkar. Sem betur fer fyrir
okkur flest er þetta algerlega ósatt.
Örbylgjuofnar elda mat með orku-
bylgjum sem fá mólekúl í matnum
til að hreyfast á ógnarhraða sem
aftur býr til orkuna sem eldar
matinn.
Auðvitað dvínar næringargildi
sumra matvæla þegar þau hitna,
hvort sem það er í örbylgjuofni,
á eldavél eða grilli. En þar sem
örbylgjueldamennska tekur oft
styttri tíma en önnur er jafnvel
líklegra en ekki að hún varðveiti
næringarefni betur en aðrar eldun-
araðferðir.
Nánari upplýsingar í síma 1817 eða á 365.is
HEILL HEIMUR
ÁN MYNDLYKILS
Nánari
upplýsingar
í síma 1817
Þú þarft ekki myndlykil til þess að horfa á fjölbreytta
dagskrá allra sjónvarpsstöðva 365, tímaflakkið, Frelsið
og Stöð 2 Maraþon Now.
Þú getur horft í snjallsíma, spjaldtölvu eða fartölvu
hvenær sem þér hentar.
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . jA N úA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R
0
2
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
A
0
-3
A
B
0
1
E
A
0
-3
9
7
4
1
E
A
0
-3
8
3
8
1
E
A
0
-3
6
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K