Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 18
Rannsóknin sýnir að með því að einbeita sér að því að draga úr matarsóun er hægt
að hafa áhrif á loftslagsbreytingar
og fjárhagslegt tap verslana. Talið
er að í Noregi sé fleygt yfir 350
þúsund tonnum af mat á hverju
ári sem hægt væri að nýta. Mikið
af því kemur frá neytendum. Frá
verslunum kemur mest af brauði
og ferskum ávöxtum og grænmeti.
Þetta kemur fram á norska vefmiðl-
inum forskning.no.
Fólk er alltaf að verða meðvitaðra
um matarsóun. Of mikill matur
lendir í ruslinu. Það eru margar
ástæður til þess að vinna gegn
matarsóun. Að henda mat er ekki
arðbært fyrir samfélagið, það er
ekki umhverfisvænt auk þess sem
metta mætti sveltandi þjóðir, segir
Anne Marie Schrøder sem starfar
við að minnka matarsóun í Noregi.
Við sænsku rannsóknina héldu
vísindamennirnir skrá yfir allt
sem kastað var frá þremur stórum
matvöruverslunum. Þeir fylgdust
sömuleiðis með starfsmönnum í
grænmetisdeildum. Það sem helst
lenti í ruslinu voru bananar, epli,
tómatar, salat, paprikur, perur og
vínber. Bananar komu verst út.
Það er vel þekkt að bananar verða
fljótt brúnir og þá eru þeir ekki
keyptir. Bananar hafa mest nei-
kvæð umhverfisáhrif samkvæmt
mælingum en þær eru gerðar með
sérstökum hætti allt frá framleiðslu
vörunnar og þar til hún kemur í
matvörubúðina.
Bent er á að paprika og tómatar
séu grænmeti sem hægt sé að nota
á margan hátt. Ferskar kryddjurtir
lenda því miður líka mikið í ruslinu.
Vísindamenn við háskólann í
Karlstad telja að ef kaupmenn væru
betur meðvitaður um hversu mikið
af vörunum lendir á haugunum
væri hægt að bjarga miklu.
Norsk yfirvöld leitast við að
draga úr matarsóun um 50% fram
til ársins 2030. Þegar hefur verið
gripið til aðgerða og frá árinu 2010
hefur matarsóun minnkað um 12%.
Meðal annars hafa orðið breyt-
ingar á dagstimplun, í staðinn fyrir
síðasta neysludag stendur núna
„best fyrir“. Þá er hvatt til afsláttar-
verðs á ávöxtum og grænmeti áður
en geymsluþolið rennur út. Fólk
getur notað vel þroskaða ávexti
í þeytinga og gert pastasósur eða
salsa úr þroskuðum tómötum. Allir
þurfa að taka samfélagslega ábyrgð
í þessu máli.
Matarsóun á Íslandi er sam-
bærileg við önnur lönd í Evrópu, að
því er kemur fram á vef Umhverfis-
stofnunar. Gerð var rannsókn á
umfangi matarsóunar á Íslandi.
Niðurstöðurnar sýna að ekki er
marktækur munur á sóun á heim-
ilum á höfuðborgarsvæðinu og á
landsbyggðinni. Matvælastofnun
Sameinuðu þjóðanna metur það
sem svo að 1,3 milljónir tonna af
matvælum fari í ruslið á hverju ári.
Áætlað er að í iðnvæddum löndum,
líkt og Íslandi, fari þriðjungur þess
matar sem keyptur er beint í ruslið.
Ávextir og grænmeti í ruslið
Það er hægt að nýta margt af því sem hent er í ruslið.
GAMLIR VINIR
SNÚA AFTUR Á STÖÐ 3
Ekki missa af vinsælustu þáttum allra tíma.
Sjö grænmetis-
tegundir eru um
helmingur þess
sem kastað er í
ruslið hjá þremur
stærstu mat-
vöruverslunum
í Svíþjóð. Þrír vís-
indamenn við há-
skólann í Karl stad
í Svíþjóð hafa
kortlagt úrgang
frá þessum versl-
unum.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . jA N úA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R
0
2
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
0
-3
5
C
0
1
E
A
0
-3
4
8
4
1
E
A
0
-3
3
4
8
1
E
A
0
-3
2
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K