Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 . J a n ú a r 2 0 1 8 FrÍtt Ú T S A L A OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD Fréttablaðið í dag skoðun Svandís Svavarsdóttir skrifar um geðheilbrigðisþjón- ustu. 10 sport Liverpool gekk vel í jóla- törninni í enska boltanum. 12 lÍFið Bestu tónlistarmyndbönd ársins og dívudansnámskeið fyrir konur á öllum aldri . 20 plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Halldór Þykkur reykjarmökkur lá yfir höfuðborginni á nýársnótt. Svifryk mældist meira á höfuðborgarsvæðinu en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Fréttablaðið/Egill bJörgun Björgunarsveitir í Árnes- sýslu fengu útkall á sjöunda tím- anum á gamlársdag vegna fjögurra kvenna sem komust ekki niður af Ármannsfelli. „Það voru nokkrir sem fóru í þetta útkall sem voru varla sestir við matarborðið eða voru að elda og þeir þurftu bara að biðjast afsökunar og hlaupa út,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, for- maður Björgunarfélags Árborgar. Formaðurinn segir að þegar lög- reglan hafi hringt hafi hann spurt hvort hún væri ekki að grínast. Svo var ekki og hentust 20 björgunar- sveitamenn frá eldamennskunni og undirbúningi áramótanna til að halda á fellið. Konurnar komust heilu og höldnu niður fjallið og beið ilmandi áramótasteikin eftir flestum, köld en bragðgóð. – bb / sjá síðu 2 Kallaðir út á matmálstíma HeilbrigðisMál Svifryk á höfuð- borgarsvæðinu fór mest upp í 4.500 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) skömmu eftir miðnætti á nýárs- dag. Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala segir fleiri hafa leitað sér aðstoðar vegna andþyngsla í gær en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Svifryksmagn var þá í kringum 2.000 µg/m3 í Reykjavík. Þá sýndu mælingar 2.500 µg/m3 á Grensásvegi á nýársdag. Samkvæmt tölum bráðamóttöku Landspítala leituðu allt að fimm- tán manns sér aðstoðar vegna and- þyngsla á nýársdag en um er að ræða töluverða fjölgun á milli ára. Tilfellin eru mismunandi en sumir þurftu að leggjast inn vegna veru- legra öndunar erfiðleika. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, dokt- or í lýðheilsuvísindum, segir svifryk- sagnirnar í flugeldum smærri og fínni en í eldgosinu. Þær nái dýpra niður í lungun og síist ekki úr í nefinu og nefkokinu. Einnig sé hætta á að þær berist inn í blóðrásina og jafnvel líf- færin. Hún segir erlendar rannsóknir sýna fram á samband aukinna hjart- sláttartruflana, heilablóðfalla, hærri blóðþrýstings og kransæðastífla við hækkandi svifryksgildi. Þeir sem eru hvað berskjaldaðastir fyrir svifryki séu börn, aldraðir og fólk með önd- unarfærasjúkdóma. Hún segir notkun þungmálma var- hugaverða í flugeldum, en þeir eru notaðir til að kalla fram liti þegar þeir springa. Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabbameins- valdandi. – dfb / sjá síðu 4 Veiktust í reykjarmekki Á annan tug manns leituðu á bráðamóttöku eftir að flugeldagleðin náði há- punkti. Há svifryksgildi sögð tengjast hjartsláttartruflunum og heilablóðföllum. Við erum að sjá tölu- vert af fólki koma inn með versnun á lungna- sjúkdómum. Jón Magnús Krist- jánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala 0 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 0 -0 4 6 0 1 E A 0 -0 3 2 4 1 E A 0 -0 1 E 8 1 E A 0 -0 0 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.