Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 4
Útsalan er hafin Bi rt m eð fy rir va ra u m m yn da br en gl o g/ eð a pr en tv ill ur . SIEMENS VEGGOFN PYROLYTIC 57L HB74AR555S CLATRONIC HEILSUGRILL 2000W KG3487 JVC HLJÓÐSTÖNG THD337H SONY 49” SNJALLSJÓNVARP KD49XE7096BAE64.995 verð áður: 79.995 4.295 verð áður: 6.995 11.995 verð áður: 19.995 39% afsláttur 19% afsláttur 40% afsláttur 84.995 verð áður:109.995 23% afsláttur Samfélag „Við finnum áþreifanlega fyrir því að aðrir hafa sett púður í flugeldasölu,“ segir Smári Sigurðs- son, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, um samkeppnisaðila í flugeldasölu. Hann segir endanlegar sölutölur ekki hafa komið fram en ljóst sé að salan hafi dregist saman hjá ein- hverjum björgunarsveitum. Sam- keppnin hafi þó nánast alla tíð verið til staðar og sé því ekkert nýtt. Þrátt fyrir það hafi þeim fjölgað sem flytja inn og selja flugelda og segir Smári að björgunarsveitirnar hafi fundið fyrir því. Hann segir að ekki þýði að tuða yfir samkeppninni og vill hann fyrst og fremst koma á fram- færi þökkum björgunarsveitanna til styrktaraðila sinna. Björgunarsveitirnar reiða sig að stórum hluta á tekjur í gegnum flugeldasölu en Smári segir þó að undanfarin ár hafi borið á því að fólk mæti á flugeldamarkaði og veiti framlög án þess að hafa þaðan með sér flugelda. Hann segir fólk líta á flugeldakaupin sem stuðning við starf björgunarsveitanna frekar en kaup á einhverri neysluvöru. Lands- björg leitar nú fleiri leiða til að afla tekna til þess að sinna björgunar- og slysavarnastarfi að sögn Smára sem ítrekar um leið mikilvægi Bakvarða- sveitarinnar, sem hann segir stærstu „björgunarsveit“ félagsins. Þar gefur hópur fólks og fyrirtækja, sem telur hátt í sextán þúsund manns, mán- aðarlega styrki til Landsbjargar í formi peningagjafa. Þrátt fyrir að um helmingur af heildarflugeldasölu björgunarsveit- anna fari fram á gamlársdag binda þær vonir við ágætis sölu í aðdrag- anda þrettándans, sem í ár ber upp á laugardag. „Við erum bara bjartsýn á að þau sem seldu minna nái að rétta úr kútnum þá.“ – dfb Aukin samkeppni á flugeldamarkaði setur strik í reikninginn Landsbjörg leitar nú fleiri leiða til þess að afla tekna. FréttabLaðið/Ernir fangelSiSmál Menntamál í fang- elsinu á Hólmsheiði eru enn í óvissu og ljóst að nám hefst ekki um ára- mót eins og stefnt var að. Ekki hefur verið gengið frá samningum við menntamálaráðuneytið um nám á Hólmsheiði en eins og Fréttablaðið greindi frá í haust hætti Fjölbrauta- skóli Suðurlands að sinna föngum á Hólmsheiði í haust til að þrýsta á um aukið fjármagn til kennslunnar. „Starfsmenn skólans eru tilbúnir að mæta á Hólmsheiði en það er ekki komið á hreint með hvaða hætti kennslumál eru hugsuð inn í starfsemina þar,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu. „Við höfum bætt við þjónustu sérkennara og ráðgjafa varðandi sérkennslu bæði á Litla-Hrauni og Sogni, sem ekki hefur verið boðið upp á í fangelsunum áður. Þörfin er brýn og slíka þjónustu þarf að bjóða á Hólmsheiði líka,“ segir Olga. Hún segir unnið að stefnumótun fyrir nám á Hólmsheiði og vonir standi til að málin skýrist fljótlega eftir áramót. Þrátt fyrir að Hólmsheiði sé fyrst og fremst hugsað sem móttöku- fangelsi án umfangsmikils betr- unarstarfs, hefur fangelsið tekið við hlutverki fangelsisins í Kópavogi sem kvennafangelsi og möguleikar til náms því ekki síst hugsaðir fyrir konur í langtímaafplánun. – aá Enn ekkert nám á Hólmsheiði Þörfin er brýn og slíka þjónustu þarf að bjóða á Hólmsheiði líka. Olga Lísa Garðars- dóttir, skólameist- ari FSu HeilbrigðiSmál Svifryk í and- rúmslofti á höfuðborgarsvæðinu mældist töluvert yfir heilsuverndar- mörkum skömmu eftir miðnætti á nýársdag samkvæmt mælingum loftgæðafarstöðva. Sólarhrings heilsuverndarmörk einstaklings vegna svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) en hæsta hlut- fallið mældist skömmu eftir mið- nætti hjá loftgæðafarstöðinni í Dalsmára í Kópavogi þegar svifryks- magn fór yfir 4.500 µg/m3. Á sama tíma var magnið 2.500 á Grensás- vegi í Reykjavík og 1.700 µg/m3 í loftgæðafarstöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Til þess að setja þessar tölur í sam- hengi má geta þess að í kjölfar eld- gossins í Eyjafjallajökli mældist svif- ryksmengun í Reykjavík í kringum 2.000 µg/m3. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, segir svifryksagnirnar í flugeldum vera smærri og fíngerðari en í eldgosinu. „Smærri agnirnar ná miklu lengra ofan í lungun og ná ekki að síast út í nefinu og nefkokinu. Þær geta einn- ig farið inn í blóðrásina og jafnvel inn í líffærin.“ Hún segir vísindafólk hætt að tala um það hvort svifryk sé hættu- legt, heldur sé frekar talað um það hvernig hættan sem því fylgir hafi áhrif á fólk. Áhrif svifryks sjást eink- um í lungnaþembu og með auknum astmaeinkennum. Því hærra sem svifryksgildi fer, því meiri eru áhrifin á lungnastarfsemina. Auk þess bendir Ragnhildur á erlendar rannsóknir sem sýna fram á samband aukinna hjartsláttar- truflana, heilablóðfalla, hærri blóðþrýstings og kransæðastífla við hækkandi svifryksgildi. Það sé því nauðsynlegt að vera á varð- bergi gagnvart slíku. Börn, aldraðir og fólk með öndunarfærasjúkdóma séu þeir hópar sem berskjaldaðastir eru fyrir auknu svifryki í andrúms- loftinu. Notkun þungmálma er algeng í flugeldum til þess að kalla fram ákveðna liti og segir Ragn- hildur að það sé nokkuð varhuga- vert. „Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabba- meinsvaldandi.“ Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir bráðalækninga á Landspítal- anum, segir að spítalinn hafi tekið á móti mun fleiri manns með önd- unarvandræði í gær en á sama tíma á undanförnum árum. „Við erum að sjá töluvert af fólki koma inn með versnun á lungnasjúkdómum, astma og lungnaþembu,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt tölum bráðamót- tökunnar leituðu allt að fimmtán manns sér hjálpar vegna and- þyngsla og súrefnislækkunar í blóði. Hann segir að í sumum til- fellum hafi fólk þurft að leggjast inn á spítala vegna þessa. Þá bendir hann einnig á að fleiri hafi leitað til bráðamóttökunnar vegna öndunar- vandræða nú en þegar gaus í Eyja- fjallajökli árið 2010. Þess ber að geta að svifryk á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki skömmu eftir miðnætti á nýárs- dag þegar nýju ári var fagnað með sprengingu flugelda en fór aftur niður í eðlilegt ástand síðdegis í gær. danielfreyr@frettabladid.is Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. Þykkur reykjarmökkur lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnóttu. FréttabLaðið/EgiLL Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabba- meinsvaldandi. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsu- vísindum 2 . j a n ú a r 2 0 1 8 Þ r i ð j U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 0 -1 D 1 0 1 E A 0 -1 B D 4 1 E A 0 -1 A 9 8 1 E A 0 -1 9 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.