Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 8
Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs Samkvæmt 37. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Með hliðsjón af framansögðu tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 16.00 mánudaginn 15. janúar 2018. Skila ber tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Kjósa skal formann, ritara, 1 meðstjórnanda og 9 fulltrúa í trúnaðarráð. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 18 fullgildra félagsmanna Reykjavík 2. janúar 2018. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja ÍRAN Minnst tólf, þar af tíu sem féllu í gær, liggja í valnum eftir öldu mótmæla í Íran undanfarna daga. Hundruð eru sár eftir átök við lög- reglumenn. Óeirðirnar eru þær fjölmennustu í átta ár, eða frá því að úrslit forsetakosninganna 2009 voru ljós. Upphaf óeirðanna má rekja til óánægju almennings með stöðu mála á vinnumarkaði og efna- hagsástand almennt. Atvinnuleysi í landinu er mikið, matarverð hefur hækkað að undanförnu og þá hefur kjarnorkusamkomulag landsins, frá því í júlí 2015, ekki skilað jafn miklu og margir höfðu vonast til. Spilling í öllum þrepum stjórnkerfisins auk gífurlegrar íhaldssemi í trúmálum hafa einnig verið olía á eld óánægj- unnar. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjöl- mennustu borg landsins, og Kerm- anshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Mótmælafundir voru skipu- lagðir á samskiptamiðlum og spjallborðum á veraldarvefnum. Mótmælendur hrópuðu slagorð til stuðnings keisurunum Reza Shah og Mohammad Reza Pahlavi en þeir ríktu í landinu á árunum 1925- 1979. Keisaraveldið leið undir lok í kjölfar byltingar árið 1979 sem leiddi til klerkastjórnar og stofn- unar íslamska lýðveldisins Írans. Fram að því hafði landið verið mun frjálslyndara og móttækilegra fyrir vestrænum áhrifum. Stjórnvöld vöruðu mótmælendur við því að fara út á stræti landsins en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Meðal slagorða sem ómuðu víðsvegar um landið má nefna „Við viljum ekki íslamskt lýðveldi“ og „Niður með einræðisherrana“. Mót- mælin náðu til höfuðborgarinnar Teheran þann 30. desember þar sem stúdentar brenndu meðal ann- ars myndir af Ali Khameini, æðsta klerki landsins. Yfirvöld hafa brugðist við mót- mælunum af hörku. Lokað var fyrir aðgang að ýmsum samskiptafor- ritum, þar á meðal Instagram, til að gera óeirðaseggjum erfiðara um vik að leggja á ráðin um frekari aðgerðir. Þá reyndu lögreglumenn að koma á röð og reglu á nýjan leik. Þá hafa öryggissveitir æðsta klerksins, sem hafa það hlutverk að tryggja ísl- amskt kerfi landsins, gengið harka- lega fram. „Þjóðin mun taka á þessum háværa minnihluta sem hrópar slag- orð gegn lögum og óskum fólksins og sýnir heilagleika og gildi bylting- arinnar vanvirðingu,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í ávarpi í gær. Hann bætti því við að lands- mönnum væri frjálst að mótmæla með friðsamlegum hætti og að mótmælin væru tækifæri en ekki vandamál. Landsmenn ættu að vinna að því í sameiningu að lag- færa efnahagsvanda ríkisins. „Hin mikilfenglega íranska þjóð hefur verið kúguð um árabil. Hana hungrar í mat og frelsi,“ skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, á Twitter í gær. Andað hefur köldu milli ríkjanna að undan- förnu. johannoli@frettabladid.is Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirð- unum. Þar af einn lögreglumaður. Forseti landsins segir háværan minnihluta vanvirða gildi byltingarinnar. Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran en þar kom til átaka um áramótin. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA AkuReyRi Norðlenska á Akureyri hefur sagt upp leigusamningi sínum og hyggst flytja höfuðstöðvar sínar úr núverandi húsnæði á Akureyri en sláturhús og kjötvinnslustöð hefur verið starfrækt á sama stað við Grímseyjargötu allar götur frá 1928. Auk höfuðstöðvanna á Akureyri er fyrirtækið einnig með sláturhús á Höfn og á Húsavík. Viðræður hafa verið í gangi milli fyrirtækisins og Hörgársveitar annars vegar og Akur- eyrar hins vegar, um nýja lóð fyrir fyrirtækið. Ágúst Torfi Hauksson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, segir líklegast að fyrirtækið byggi sér nýtt húsnæði undir starfsemi sína. „Við höfum sagt upp leigusamningnum og munum að óbreyttu flytja út að tveimur árum liðnum, eða í upp- hafi árs 2019,“ segir hann. „Þú ferð ekki út á fasteignasölu og nærð þar í 5.000 fermetra iðnaðarhúsnæði. Við þurfum að lágmarki 15.000 fermetra lóð fyrir starfsemi okkar og höfum verið í viðræðum við tvö sveitar- félög og fengið vilyrði hjá þeim báðum um lóð fyrir starfsemina.“ Núverandi húsnæði Norðlenska er í eigu fyrirtækisins Miðpunkts ehf. Miðpunktur er í eigu sömu aðila og eiga og reka Kjarnafæði, einn af keppinautum Norðlenska á markaði. Að sögn Ágústs Torfa rennur samningurinn út nú um áramótin en ágreiningur var um hvenær Norðlenska þyrfti að fara úr húsnæðinu. „Í lok árs 2007 var gerður leigu- samningur til tíu ára og að þeim tíma liðnum var hann uppsegjan- legur með tveggja ára fyrirvara. Það voru uppi deildar meiningar milli aðila um hvenær nákvæmlega samningurinn rennur út. Niður- staðan er hins vegar sú að við förum út eftir tvö ár.“ Gunnlaugur Eiðsson, forstjóri Kjarnafæðis sem á fasteignir Norð- lenska, segir nokkrar hugmyndir nú þegar uppi um framtíðarnotkun húsanna. „Það er hins vegar mín skoðun að þessi tvö fyrirtæki sem starfa á nákvæmlega sama markaði, Kjarnafæði og Norðlenska, ættu að renna saman í eina sæng,“ segir Gunnlaugur. sveinn@frettabladid.is Norðlenska flytur innan tveggja ára Við höfum sagt upp leigusamningnum og munum að óbreyttu flytja út að tveimur árum liðnum. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska Fyrirtækið Norðlenska og fyrirrennarar þess hafa stundað slátrun og vinnslu við Grímseyjargötu á Akureyri allar götur frá 1928. FRÉTTABLAÐIÐ/PjETuR BReTLAND Finnist ekki kaupendur að 500 þúsund tonnum af bresku plasti er hætta á að það endi í land- fyllingum í stað endurvinnslu- stöðva. Ástæðan er innflutnings- bann Kína á plasti. Plast, sem endar á endurvinnslu- stöðvum Breta, hefur hingað til verið flutt til Kína þar sem það er endurunnið. Frá og með marsmán- uði mun Kína ekki taka við plasti frá öðrum löndum en markmiðið með löggjöfinni er að tryggja að þar- lenskt plast verði endurunnið í stað innflutts varnings. Bretar hafa talsverðar áhyggjur af stöðu mála en um tveir þriðju plasts þar í landi eru fluttir til Kína. Stjórn- völd í Bretlandi hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi en fyrstu fréttir af fyrirhuguðu innflutningsbanni Kínverja bárust á sumarmánuðum nýliðins árs. Finnist ekki nýir markaðir fyrir plastið liggur beinast við að það verði urðað eða endi í landfyll- ingum. – jóe Kínverjar hætta að endurvinna plast frá öðrum ÞýskALAND Tveir létust í Þýskalandi þegar þeir reyndu að sprengja heima- tilbúna flugelda. Lögreglan í Berlín staðfesti að tveir karlmenn, 35 og 19 ára, hefðu látist eftir slíkan gjörning. Breska blaðið The Inde pendent greinir frá. Fjölmörg önnur flugeldaslys voru tilkynnt í landinu en mörg þeirra eru sögð hafa orðið þegar unglingar beindu flugeldunum í átt að öðrum börnum. Þannig brenndist ellefu ára drengur alvarlega í andliti eftir að unglingahópur í Berlín virðist hafa miðað flugeldi að honum. Stúlka á 14. ári blindaðist eftir svipaðan gjörning í Thüringen-héraðinu. Alls leitaði 21 á sjúkrahús í Berlín vegna áverka á höndum og þurfti að aflima fimm. Sex lögreglumenn í Berlín þurftu að leita sér aðstoðar eftir að flugeldi var kastað inn í lögreglubíl. – bb Létust eftir fikt með flugelda 2 . j A N ú A R 2 0 1 8 Þ R i Ð j u D A G u R8 f R é T T i R ∙ f R é T T A B L A Ð i Ð 0 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 0 -2 B E 0 1 E A 0 -2 A A 4 1 E A 0 -2 9 6 8 1 E A 0 -2 8 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.