Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 37
Úlfur Úlfur – Bróðir „Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins, hefur á undanförnum árum verið einn af bestu leikstjórum landsins og með þessu mynd- bandi heldur hann áfram að sanna að fáir, ef einhverjir, eru betri en hann með form og línur. Hann er skemmtilega útgáfan af Wes Ander- son og kominn tími til að hann geri kvikmynd í fullri lengd. Myndbandið við Bróðir með Úlfur Úlfur er líka ótrúlega flott, eins og nær allt sem Magnús Leifsson snertir. Litirnir þar eru ótrúlega fal- legir og umhverfið notað listilega.“ Ýmsir – Skólarapp 2017 „Það eru fáir staðir jafn niðurdrep- andi og íslenskir skólar þegar kemur að litum, hönnun og áhugaverðum hlutum. Því er í raun algjört þrek- virki hversu gott og skemmtilegt myndbandið er.“ KRÍA – Levels „Að horfa á Levels er eins og að horfa á einhvern spila japanskan PlayStation 1 tölvuleik frá árinu 1996 sem var ekki kláraður vegna þess að hann þótti of skrýtinn og braut of mörg höfundarréttar- lög. Það er eintóm snilld og lagið stendur undir nafni.“ Reykjavíkurdætur – Hvað er málið? „Stælar á Prikinu, freyðivín og geggjaðar vísanir í Paris Hilton-æðið í kringum aldamót. Ekkert sem toppar limmósínur, smáhunda og gerviskart. Fullkomið lag og myndband til að peppa sig upp í temmilega mikla stæla fyrir lífið eða djamm.“ „Fyrir mér er þetta engin keppni. Flottasta myndbandið í ár og mögulega flottasta íslenska myndband sem ég hef séð á íslandi er I’d Love með Auði. Það er dót þarna í gangi sem ég hef ekki séð áður, nánast bara í heiminum. Þetta er nánast „single take“ (með smá fiffi). Litirnir eru ógeðs- lega kúl og „vibing“, það er kóreógrafað í þaula og þegar rýmið fer allt að snúast er það gjörsamlega sturlað, það er „sturlað“. Og það þarf ógeðs- lega góða tímasetningu til að láta það takast. Notabene, tekur fólk almennt eftir því að hann er allt í einu kominn með sígarettu í höndina? Skiptingin yfir í þegar hann er kominn í spegilinn að spila á gítarinn og þeir fara inn í spegilinn í „close up“ og svo aftur út. Þegar hann rífur koddann og allt fer bók- staflega á flug. Svo eru alls kyns meiningar líka í gangi, teng- ingarnar á veggnum, „sólin“ stafað aftur á bak á málverkinu í speglinum. Svo er geggjað þegar allt slokknar og lagið klárast á því að það kviknar í herberginu með honum inni í. Mest boss myndband ársins „by farô. S/o á alla sem gerðu þetta því þeir eru ekkert nema fagmenn.“ Dómnefnd Hulda Hólmkelsdóttir, blaðamaður Atli Már Steinarsson, fjölmiðlamaður Brynjar Birgisson, kvikmyndagerðarmaður María Gudjohnsen, listnemi Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefna-, vef- og fræðslustjóri hjá ÚTÓN L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 21Þ R i ð J U D A G U R 2 . J A n ú A R 2 0 1 8 0 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 0 -1 D 1 0 1 E A 0 -1 B D 4 1 E A 0 -1 A 9 8 1 E A 0 -1 9 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.