Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017
L
jóshærð kona situr á bar við Klapp-
arstíg. Hún er umkringd öðrum
ljóshærðum konum og veltir því
fyrir sér hvernig hún muni þekkja
ljóshærðu konuna sem hún er að
fara að taka viðtal við.
Áhyggjurnar reynast óþarfar. Þó að flestu í
yfirbragði Katrínar Benedikt svipi til annarra
Íslendinga sem sitja á Veður þennan fimmtu-
daginn er fasið allt annað; kinnbeinin minna á
Kirkjufell en andinn er amerískur. Það gustar
af henni þegar hún gengur inn, búin að rétta út
höndina með breiðu brosi löngu áður en hún
kemur að borðinu.
Persónutöfrarnir koma lítið á óvart, þeir eru
nauðsynlegir í hennar bransa. Katrín skrifaði
handrit þriggja stórra spennumynda, Olympus
Has Fallen, London Has Fallen og The Exp-
endables 3, ásamt eiginmanni sínum, Creighton
Rothenberger, og er með ýmis önnur járn í eld-
inum. Velgengnin hefur útheimt margar fórnir
enda höfðu þau engin tengsl inn í skemmt-
anabransann þegar leikar hófust. En þó að
Katrín sé í dag eins konar persónugervingur
„bandaríska draumsins“ lítur hún á sig sem Ís-
lending í húð og hár.
Af Vellinum til Ameríku
„Mamma og pabbi eru bæði íslensk en þegar
þau skildu giftist mamma bandarískum her-
manni,“ segir Katrín, sem heitir réttu nafni
Katrín Mjöll Vilhjálmsdóttir en notar nafn afa
síns, Benedikt, sem listamannsnafn. Hún
dreypir á appelsíni á meðan hún útskýrir ættar-
tréð.
Foreldrar hennar eru Sigríður Stefanía
Benediktsdóttir og Vilhjálmur Reynir Harðar-
son. Elstur í systkinahópi hennar er hálfbróð-
irinn Jakob Ragnar Garðarsson og svo er það
albróðirinn Stefán Ágúst Vilhjálmsson. Þegar
Katrín var fimm ára kynntist móðir hennar svo
hermanninum Alaister Soto og bættist þá nýr
hálfbróðir, Marco Benedict Soto, í hópinn.
„Þetta er íslenska leiðin, þú veist,“ segir hún
kímin. „En við erum öll svo náin að það er eins
og við séum alsystkini, ég gæti aldrei hugsað
um þá sem hálfbræður mína.“
Katrín á fallegar minningar héðan og þaðan
úr æsku sinni hér á landi. Jakob bróðir hennar
segir hana hafa verið altalandi á íslensku upp að
fimm ára aldri en þegar á Völlinn var komið
hvöttu kennararnir móður hennar til að skipta
alfarið yfir í ensku á heimilinu.
„Þeir héldu að börn yrðu eftir á í skóla ef þau
væru að reyna að læra mörg tungumál. Nú vita
þeir betur,“ segir Katrín. Hún saknar þess að
geta tjáð sig á hinu ástkæra ylhýra en sakast
ekki við móður sína.
„Það kom að því að þegar hún talaði íslensku
við okkur svöruðum við henni á ensku. Og þegar
við fluttum til Bandaríkjanna töluðum við auð-
vitað alltaf bara ensku.“
Katrín var sjö ára þegar móðir hennar og
stjúpfaðir ákváðu að flytja til Charleston í Suð-
ur-Karólínu með börn og buru. Fjölskyldan
flutti síðan margsinnis á unglingsárum Katr-
ínar, m.a. til Maryland og Ohio, en að lokum
settust þau að í Pennsylvaníu.
„Ég gekk í Pittsburgh-háskóla en eftir það
var mjög erfitt að fá starf, þar sem það var
kreppa,“ segir hún. „Ég hefði bókstaflega getað
veggfóðrað herbergi með höfnunarbréfunum
sem ég fékk en maður þurfti bara að halda
áfram.“
Á endanum fékk hún starf hjá endurskoð-
endafyrirtæki sem nú ber nafnið Pricewater-
houseCoopers. Hún sérhæfði sig í að aðstoða
fyrirtæki við ýmiss konar kjaramál starfs-
manna, svo sem tryggingar og eftirlaun, og átti
afar farsælan feril þar sem stórfyrirtæki á við
Campbell og Google komu við sögu.
„Ég elskaði árangurinn, áskoranirnar og
flækjustigið í starfinu mínu. Ég lærði eitthvað
nýtt á hverjum degi og það var gaman,“ segir
Katrín með djúpbrún augun galopin. „En þá...“
Áfall sem breytti öllu
Katrín sýpur á appelsíninu. Hún á ekki erfitt
með að ræða það sem gerðist, raunar virðist
hún ekki eiga erfitt með að ræða neitt. Hún er
henni þó enn í fersku minni, stundin sem allt
breyttist, þegar Stefán bróðir hennar varð
bráðkvaddur, 31 árs gamall. Eftir stóð fjöl-
skylda í sárum með ótal spurningar. Hvernig
geta þetta verið örlög svo ungs manns? Hvað
tók hann? Var það heilablóðfall? Hjartaáfall?
Þessum spurningum hefur aldrei fengist
svarað að fullu en í þokunni sem fylgdi tóku aðr-
ar spurningar að leita á Katrínu – um guð og
trúarbrögð, tilgang alheimsins en kannski fyrst
og fremst hennar eigið hlutverk.
„Það leiddi mig á nýja braut. Stundum verða
vendipunktar í lífinu sem valda því að maður
endurmetur allt og þetta var það augnablik fyr-
ir mig,“ segir Katrín. „Ég held að margir upplifi
það við ástvinamissi, sérstaklega þegar viðkom-
andi er svo ungur.“
Katrín segist hafa litið til yfirmanns síns á
þeim tíma, manns sem hún kunni afar vel við og
leit upp til.
„En ég man eftir að hafa horft á hann og
hugsað að ég vildi ekki vakna á sextugsaldri og
vera hann. Það er harkalegt en það er sannleik-
urinn,“ segir hún með þunga. „Þetta var ekki
fyrir mig.“
Katrín minnist þess að hafa komið heim frá
vinnu, sest niður með tómt blað og skrifað niður
allt það sem hún naut þess að gera, allt það sem
færði henni gleði, hversu kjánalegt sem það
kunni að virðast. Jú, hún naut þess að skrifa, að
segja sögur. Hún elskaði kvikmyndir og þess
utan vildi hún geta stjórnað eigin vinnutíma og
vinna fyrir sjálfa sig.
„Svo ég hugsaði að margt af þessu væri að
leiða mig að einhverju í kvikmynda- eða
skemmtanageiranum og ég man eftir að hafa
hringt í umboðsskrifstofu í Philadelphiu sem ég
vissi að væri með námskeið,“ segir hún.
„Ég spurði: „Hvers konar námskeið eruð þið
með? Og þau svöruðu: „Tjah, við erum með tal-
setningarnámskeið. Ég hugsaði: „Guð nei, rödd-
in í mér berst ekki einu sinni þvert yfir her-
bergið.“ Þau buðu líka upp á leiklistarnámskeið
en ég gæti aldrei nokkurn tíma staðið fyrir
framan myndavélina. Ég vildi ekki einu sinni
ganga kirkjugólfið í brúðkaupinu mínu.“
Hún hristir ljósan kollinn brosandi. „En eftir
það kom í ljós að þau voru með námskeið í hand-
ritaskrifum fyrir kvikmyndir. Fram að þeim
tímapunkti hafði mér aldrei einu sinni dottið
það í hug en ég fór á þetta námskeið. Þetta voru
mjög persónulegir tímar með bara fimm eða sex
nemendum og það var þar sem ég kynntist eig-
inmanni mínum.“
Árið var 2000. Katrín og framtíðareigin-
maður hennar, fyrrnefndur Creighton Rothen-
berger, smullu saman sem handritshöfundar. Í
fyrstu gáfu þau ítarlegar athugasemdir við verk
hvors annars en brátt varð þeim ljóst að þau
gætu allt eins unnið saman. Út frá því blómstr-
aði ástin og ekki hefur borið skugga á sam-
starfið síðan.
„Hann er stórkostlegur spennuhöfundur.
Hann getur lagt upp spennusenur í huga sér,
vitað nákvæmlega hvernig þær munu líta vel út,
hvað mun ganga upp, í hverju þær grunnast
o.s.frv.,“ segir Katrín um eiginmanninn. „Ég er
meira í persónusköpun, að fá samræður til að
virðast eðlilegar og þannig hlutum. Mínir styrk-
leikar og hans styrkleikar eru svo miklar and-
stæður að þegar við beinum þeim saman mynd-
um við gott teymi.“
Til þess að ná árangri þurfti þó meira en bara
hæfileikana til.
Dýrt að elta drauma
Katrín og Creighton unnu bæði í hefðbundnum
níu-til-fimm skrifstofustörfum og skrifuðu
handrit þess á milli. Þau sendu verk sín um allar
trissur en illa gekk að fá þau keypt og hvað þá
framleidd. Árið 2007 varð þeim ljóst að þau yrðu
að leggja allt í sölurnar ef þau ættu að ná raun-
verulegum árangri. Þau seldu húsið sitt í Penn-
sylvaníu og héldu til Los Angeles.
„Þegar maður eltir draum til Los Angeles sér
maður strax að það er fullt af öðru fólki sem er
að elta þennan sama draum en með meiri pen-
inga,“ segir Katrín. „Fólk sem getur unnið í
tengslamyndun með því að taka að sér ólaunuð
eða láglaunastörf innan iðnaðarins, 60 til 70
klukkustundir á viku, af því að foreldrar þess
eða fjölskyldur halda því uppi.“
Slíkur munaður var ekki í boði fyrir þau hjón-
in. Þau urðu að reiða sig á sparifé sitt til að ná
endum saman og það mun lengur en þau áttu
von á í upphafi.
„Um það bil mánuði eftir að við fluttum fóru
handritshöfundar í verkfall og við vorum ekki
komin í stéttarfélag handritshöfunda. Það þýddi
að ef við vildum einhvern tíma vera í félaginu
gátum við ekki verið að vinna neitt, við þurftum
að bíða verkfallið af okkur,“ útskýrir Katrín.
„Þetta olli mikilli útvíkkun í raunveruleika-
sjónvarpi, þeir klukkutímar sem áður voru fyllt-
ir með skrifuðu efni voru núna fylltir með raun-
veruleikasjónvarpi. Þegar verkfallið kláraðist
þýddi þessi þróun að það voru færri störf fyrir
höfunda í félaginu, hvað þá fyrir þá sem ekki
voru komnir inn í bransann, þeir áttu ekki
séns.“
Brutu tvær reglur af þremur
Árin liðu og ekkert gekk. Vissulega voru margir
litlir sigrar inni á milli, þ. á m. verðlaun í þremur
stórum handritakeppnum, og í kjölfarið komu
verk Katrínar og Creighton fyrir augu fjöl-
margra einstaklinga sem áttu eftir að reynast
mikilvægir. En árangur af þeim toga sem borg-
ar mat og leigu lét á sér standa.
„Við settum okkur þrjár reglur áður en við
fluttum. Við brutum tvær þeirra. Við ætluðum
ekki að fara yfir á kreditkortunum, við ætluðum
ekki að snerta á lífeyrinum okkar og við ætl-
uðum ekki að vera án líf- og sjúkdóma-
trygginga,“ segir Katrín. „Við héldum í trygg-
ingarnar en nældum okkur í kreditkortaskuld
upp á 80 þúsund Bandaríkjadali og ákváðum á
síðustu stundu að eyða lífeyrinum.“
Hún líkir ákvörðuninni við pókermót þar sem
allt er lagt undir. Tónninn í rödd hennar verður
æsilegri með hverju orði og hendurnar fljúga
reglulega upp í loft til áherslu. Þessi tími í lífi
hjónanna var enda um margt líkur spennu-
myndunum sem þau skrifa, fullur af óvissu og
kapphlaupi við tímann. Myndu þau „meika það“
áður en peningurinn kláraðist?
„Ég er íhaldssöm í hjarta mínu. Ég er stein-
geit, við tökum ekki áhættu,“ segir Katrín. „En
við vissum að þetta væri ástríða okkar, við viss-
um að það væri ekkert annað í heiminum sem
við vildum heldur gera.“
Í lemúrabúri Kirstie Alley
Hjónin höfðu unnið saman í tíu ár og áttu aðeins
5.000 dali eftir til að fjármagna drauminn þegar
stóra tækifærið lét loksins sjá sig.
Áður en það gerðist fundu þau hins vegar leið
til að spara við sig leiguna. Þau fengu að búa
frítt í stóru húsi í nágrenninu gegn því að sinna
ýmsum heimilisstörfum.
Eigandi hússins var leikkonan Kirstie Alley,
sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Staupa-
steini (e. Cheers). Um helgar þurftu þau að sjá
um 28 dýr í hennar eigu, þ. á m. Madagaskar-
lemúra, hunda, ketti, köngulær, flugíkorna og
silkikanínur.
„Við áttum svona augnablik þar sem við stóð-
um í einu búrinu einn daginn, að gefa lem-
úrunum hennar Kirstie Alley banana, og sögð-
um við hvort annað hvernig í [...] komumst við
hingað?“
Hún þagnar, sposk, en myndar vinsælt blóts-
yrði með vörunum áður en hún lýkur við setn-
inguna og ekki er annað hægt en að hlæja við
tilhugsunina. Eitt sinn voru þau jakkafata-
klæddir uppar í atvinnulífinu en nú...!
Katrín og Creighton entust ekki lengi í starf-
inu og fluttu þess í stað til Orange-sýslu – í
burtu frá skýi þeirrar þögulu örvæntingar sem
Katrín segir liggja eins og mara yfir Los Angel-
Lagði allt undir eftir
bróðurmissinn
Árið 2007 sögðu Katrín Benedikt og eiginmaður hennar skilið við þægilegu, vellaunuðu skrif-
stofustörfin sín í Pennsylvaníu og fluttust á vit óvissunnar og draumanna í Hollywood.
Í dag geta þau státað af því að vera handritshöfundar þriggja stórmynda en framabrautin
reyndist fimm ára þrautaganga sem leiddi þau nánast í gjaldþrot.
Anna Marsibil Clausen anna_clausen@berkely.edu
Katrínu dreymir um að vinna
með íslenskum leikstjórum og
þá sérstaklega Baltasar Kormáki
en af erlendum leikstjórum er
Mel Gibson efst á óskalistanum.